Íslenski boltinn

Eysteinn Húni: Þeir voru miklu betri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Eysteinn Hauksson
Eysteinn Hauksson Mynd/Vilhelm

Eysteinn Húni Hauksson spilaði í vörn Grindvíkinga þegar þeir biðu lægri hlut gegn Stjörnumönnum. Hann var vitaskuld ekki ánægður með leik síns liðs.

"Þeir voru miklu betri en við í dag og við gerðum mistök, þar á meðal ég í einu marki, og þetta er spurning um að setjast niður og líta í eigin barm. Það er allavega ljóst að ef við ætlum að spila svona þá verðum við í tómu rugli."

"Stjörnuliðið gerði virkilega vel og gaf okkur aldrei frið. Við verðum einfaldlega að læra af þeim í dag. Þetta er svona í þessari deild, ef þú mætir ekki með baráttuhaminn þá fer svona fyrir þér," bætti Eysteinn við en Stjörnumenn voru mikið grimmari í öllum návígjum og mikið vantaði upp á baráttuna hjá Grindvíkingum sem þeir eru þekktir fyrir.

Sóknarleikur Grindavíkur var ekki upp á marga fiska og ljóst að þeir þurfa að bæta sinn leik verulega fyrir næsta leik sem er gegn KR. "Við vorum bara lélegir á öllum sviðum í dag og það þarf ekkert að hafa fleiri orð um það. Næst eigum við KR og ef við ætlum að vera eins og ballerínur þar þá munum við tapa þeim leik stórt, en auðvitað stendur það ekki til," sagði Eysteinn að lokum, hundfúll með niðurstöðu kvöldsins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×