Íslenski boltinn

Reynir: Áfall að fá á sig mark

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Reynir í leik með Fram síðasta sumar.
Reynir í leik með Fram síðasta sumar. Mynd/Anton

„Þetta var baráttuleikur og hvorugt liðið var kannski ekki beint ofan á í þeirra baráttu. Fylkir gaf ekki mörg færi á sér og þeir fá svo ódýrt mark. Það er oft svolítið áfall að fá á sig mark. Það tók okkur tíma að ná okkur eftir það," sagði Reynir Leósson, leikmaður Vals, eftir tapið gegn Fylki í Árbænum.

„Þeir voru mjög vinnusamir á miðsvæðinu og ég held að það hafi skapað sigurinn fyrir þá," sagði Reynir sem var eðlilega svekktur.

„Þetta tap er náttúrulega mikil vonbrigði. Það vill svo til að það er 21 leikur eftir og vonandi náum við að bæta okkur leik fyrir leik," sagði Reynir og bætti við.

„Það er fín stemning í liðinu og virkilega fínn hópur. Þetta var ekki gott í dag og leiðinlegt að tapa þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×