Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Þórarinn Ingi: Erum ekkert hættir að berjast um titilinn

Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson haltraði um eftir 2-0 sigur ÍBV á Selfossi í kvöld en hann gat verið sáttur við uppskeruna þrátt fyrir meiðslin. Þórarinn meiddist eftir aðeins 20 mínútur og þurfti aðfara útaf eftir hálftíma en hafði engu síður náð því að koma sínum mönnum yfir eftir aðeins sjö mínútna leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Þórðarson: Þessi leikur var hundleiðinlegur

Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkismanna var öllu brosmildari en nafni sinn Bjarnason að leik loknum. Þéttur varnarleikur var það sem skóp sigurinn í dag vildi Ólafur meina og eru nýjar varnaráherslur byrjaðar að skila hreinu marki sem Ólafi þótti ánægjuefni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Willum: Kærkominn sigur hjá okkur

„Þetta var langþráður og kærkominn sigur hjá okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn á Val í kvöld. Leiknum lauk með 3-1 sigri Keflvíkinga og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Örn: Missum hausinn í tvær mínútur

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, var ekkert sérstaklega upplitsdjarfur í samtali við blaðamann eftir leik sinna manna gegn Fylki. Vildi Ólafur kenna augnabliks einbeitingarleysi er orsökuðu tvö mörk undir lok leiks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Agnar Bragi: Við erum bara fallnir

Selfyssingurinn Agnar Bragi Magnússon var svekktur eftir 0-2 tap á móti ÍBV á heimavelli í Pepsi-deildinni í kvöld. Tapið þýðir að Selfyssingar eiga aðeins tölfræðilega möguleika á að halda sér uppi í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Matti Villa: Það á eitthvað eftir að gerast

„Meðan það er möguleiki þá verðum við að klára okkar," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, eftir að liðið vann 4-1 útisigur gegn Stjörnunni í kvöld. FH er tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar tveimur umferðum er ólokið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka

Haukar unnu 2-1 sigur á Fram á dramatískan máta á Vodafone-vellinum í kvöld. Allt stefndi í jafntefli þegar að varamaðurinn Hilmar Trausti Arnarsson skoraði á fjórðu mínútu uppbótartímans.

Íslenski boltinn