Íslenski boltinn

Guðjón og Skúli Jón dæmdir í leikbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Baldvinsson í leik með KR.
Guðjón Baldvinsson í leik með KR.

KR-ingarnir Guðjón Baldvinsson og Skúli Jón Friðgeirsson verða báðir í banni þegar að liðið mætir Grindavík á útivelli á sunnudaginn.

Aganefnd KSÍ fundaði í dag og birti úrskurð sinn á vef KSÍ. Alls átta leikmenn úr Pepsi-deild karla voru úrskurðaðir í bann í dag. Þeir eru:

Jóhann Þórhallsson, Fylki - 1 leikur (4 áminningar)

Scott Ramsay, Grindavík - 2 leikir (brottvísun)

Andri Ólafsson, ÍBV - 1 leikur (6 áminningar)

Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík - 1 leikur (brottvísun)

Guðjón Baldvinsson, KR - 1 leikur (4 áminningar)

Skúli Jón Friðgeirsson, KR - 1 leikur (6 áminningar)

Sigurður Eyberg Guðlaugsson, Selfoss - 1 leikur (4 áminningar)

Stefán Ragnar Guðlaugsson, Selfoss - 1 leikur (brottvísun)

Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla á fimmtudagskvöldið. Úrskurður aganefndar tekur hins vegar ekki gildi fyrr en á hádeg á föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×