HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta karla fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó dagana 11. júní til 19. júlí 2026.

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“

    „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er skemmtilegt að byrja á heimavelli og ég tala nú ekki um að nýju grasi,“ segir landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson fyrir landsleikinn gegn Aserbaísjan á föstudagskvöldið í undankeppni HM sem fram fer á næsta ári.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tveir ný­liðar í landsliðshópnum

    Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi tvo nýliða í landsliðshópinn sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Heimir skildi fyrirliðann eftir heima

    Séamus Coleman, sem hefur verið fyrirliði írska fótboltalandsliðsins undanfarin ár, er ekki í landsliðshópnum sem Heimir Hallgrímsson valdi fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM 2026.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ég taldi þetta vera einu leiðina“

    Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, getur vart beðið eftir fyrsta heimaleik sínum með liðið í undankeppni HM í næsta mánuði. Hann tekur undir orð fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands sem sagði nálgun Arnars í byrjun helst til of bratta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ís­land

    Heimir Hallgrímsson er efins um að Ísland eigi möguleika á að komast á HM í Norður-Ameríku á næsta ári en fylgist spenntur með. Hann hefur átt samtöl við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson um starfið og hvetur hann til góðra verka.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Frank Mill er látinn

    Þýski fótboltaheimurinn syrgir nú einn af leikmönnum sem færðu Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn fyrir 35 árum síðan.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ætla að spila HM-leikina meira innan­húss næsta sumar

    Mikill hiti og hvert þrumuveðrið á fætur öðru settu mikinn svip á heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta sem lauk í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Margir höfðu í framhaldinu áhyggjur af HM landsliða í Bandaríkjunum á næsta ári en FIFA hefur fundið lausnina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    FIFA opnar skrif­stofu í Trump turni

    Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tíu sem gætu stolið senunni á HM 2026

    Á sunnudag hefst HM félagsliða karla í knattspyrnu. Mótið fer fram í Bandaríkjunum en HM landsliða fer fram á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Því ákvað miðillinn The Athletic að taka saman hvaða tíu leikmenn gætu stolið senunni á HM á næsta ári.

    Fótbolti