Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 13:32 Kylian Mbappe fannst þetta ekki sniðugt og rapparinn er nú að draga í land með allt saman. Getty/Shaun Brooks Það boðar ekkert voðalega gott fyrir Frakka að standa í deildum við eina stærstu íþróttastjörnu þjóðarinnar. Franski rapplistamaðurinn Orelsan sagði í gær að „misskilningur“ hefði líklega valdið deilum hans við fótboltastjörnuna Kylian Mbappé. Orelsan, einn vinsælasti og söluhæsti franski rapplistamaður samtímans, reitti framherja Real Madrid til reiði með textabroti úr lagi á nýjustu plötu sinni, „La fuite en avant“. Í laginu – „La petite voix“ – rappar Orelsan eins og innri rödd sem gagnrýnir og móðgar listamanninn, fjölskyldu hans og aðdáendur. Á einum tímapunkti beinir röddin einnig spjótum sínum að Mbappé-fjölskyldunni: „Þú munt sökkva borginni þinni eins og Mbappé-fjölskyldan“ – og vísar þar til yfirtöku fyrirtækis framherjans, Interconnected Ventures, á fótboltafélaginu Caen árið 2024. OrelSan réagit de nouveau aux attaques de Mbappé ! 💥 pic.twitter.com/IqFsa63BXD— Punchline Orelsan & Gringe (@Punchline_Orel) November 12, 2025 Orelsan ólst upp í borginni í Normandí og er lengi búinn að vera aðdáandi liðsins, sem féll niður í þriðju deild franska fótboltans á síðasta tímabili. Tók textabrotinu persónulega Mbappé tók textabrotinu persónulega og sakaði Orelsan um tvískinnung. „Þér er velkomið að koma og „bjarga“ borginni sem þú elskar svo mikið,“ skrifaði fyrirliði Frakklands í síðustu viku í skilaboðum á samfélagsmiðlum og bætti við í eftirmála: „Gaurinn hélt áfram að biðja okkur um að vera með fyrir 1% án þess að borga krónu, af því að hann er blankur, bara til að líta út eins og góði gaurinn frá Normandí,“ skrifaði Mbappé. Orelsan hefur síðan forðast að magna deiluna og gaf í skyn á miðvikudag í viðtali við Fun Radio að misskilningur hefði hrint deilunni af stað. Enn í hita leiksins „Mig langar eiginlega ekki að svara,“ sagði Orelsan. „Ég er enn í hita leiksins og mig langar eiginlega ekki að tala um þetta. Þetta er misskilningur. Ég held að ég þurfi bara að útskýra hugmyndina á bak við plötuna almennilega.“ Orelsan útskýrði þema lagsins nánar: „Þessir neikvæðu hlutir mynda eins konar innri rödd, innri gagnrýnanda, sem byrjar að naga mig og sér bara það slæma. Það er stórt þema plötunnar.“ Þegar Mbappé var spurður út í deiluna í æfingabúðum Frakklands á miðvikudag neitaði hann að tjá sig. „Ekkert að segja, ég hef ekki áhuga,“ sagði Mbappé. Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Franski rapplistamaðurinn Orelsan sagði í gær að „misskilningur“ hefði líklega valdið deilum hans við fótboltastjörnuna Kylian Mbappé. Orelsan, einn vinsælasti og söluhæsti franski rapplistamaður samtímans, reitti framherja Real Madrid til reiði með textabroti úr lagi á nýjustu plötu sinni, „La fuite en avant“. Í laginu – „La petite voix“ – rappar Orelsan eins og innri rödd sem gagnrýnir og móðgar listamanninn, fjölskyldu hans og aðdáendur. Á einum tímapunkti beinir röddin einnig spjótum sínum að Mbappé-fjölskyldunni: „Þú munt sökkva borginni þinni eins og Mbappé-fjölskyldan“ – og vísar þar til yfirtöku fyrirtækis framherjans, Interconnected Ventures, á fótboltafélaginu Caen árið 2024. OrelSan réagit de nouveau aux attaques de Mbappé ! 💥 pic.twitter.com/IqFsa63BXD— Punchline Orelsan & Gringe (@Punchline_Orel) November 12, 2025 Orelsan ólst upp í borginni í Normandí og er lengi búinn að vera aðdáandi liðsins, sem féll niður í þriðju deild franska fótboltans á síðasta tímabili. Tók textabrotinu persónulega Mbappé tók textabrotinu persónulega og sakaði Orelsan um tvískinnung. „Þér er velkomið að koma og „bjarga“ borginni sem þú elskar svo mikið,“ skrifaði fyrirliði Frakklands í síðustu viku í skilaboðum á samfélagsmiðlum og bætti við í eftirmála: „Gaurinn hélt áfram að biðja okkur um að vera með fyrir 1% án þess að borga krónu, af því að hann er blankur, bara til að líta út eins og góði gaurinn frá Normandí,“ skrifaði Mbappé. Orelsan hefur síðan forðast að magna deiluna og gaf í skyn á miðvikudag í viðtali við Fun Radio að misskilningur hefði hrint deilunni af stað. Enn í hita leiksins „Mig langar eiginlega ekki að svara,“ sagði Orelsan. „Ég er enn í hita leiksins og mig langar eiginlega ekki að tala um þetta. Þetta er misskilningur. Ég held að ég þurfi bara að útskýra hugmyndina á bak við plötuna almennilega.“ Orelsan útskýrði þema lagsins nánar: „Þessir neikvæðu hlutir mynda eins konar innri rödd, innri gagnrýnanda, sem byrjar að naga mig og sér bara það slæma. Það er stórt þema plötunnar.“ Þegar Mbappé var spurður út í deiluna í æfingabúðum Frakklands á miðvikudag neitaði hann að tjá sig. „Ekkert að segja, ég hef ekki áhuga,“ sagði Mbappé.
Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira