„Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2025 19:51 Arnar Gunnlaugsson var ánægðari með fyrri hálfleikinn gegn Aserbaísjan en þann seinni. vísir/anton Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var sáttur eftir sigurinn á Aserbaísjan í Bakú í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar mæta Úkraínumönnum í úrslitaleik um sæti í umspili á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn. „Mér líður mjög vel. Þetta var mjög erfiður leikur. Fyrri hálfleikur var fagmannlegur og vel spilaður af okkar hálfu en í seinni hálfleik hafði ég það á tilfinningunni að menn vildu ekki meiðast,“ sagði Arnar við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson „Við vorum á svona 95 prósent ákefð og í alþjóðlegum fótbolta er það munur sem skiptir máli. Mér fannst Aserbaísjan ekki fá neitt dauðafæri en það var meiri orka í þeim í seinni hálfleik. Það var eins og þeir hefðu tekið sig saman í andlitinu í seinni hálfleik og ákveðið að gefa allt í þetta. Við vorum svolítið sljóir en við héldum hreinum, unnum 2-0 sigur og við hljótum að vera sáttir með það.“ En fannst Arnari leikáætlunin ganga vel upp í kvöld? „Mér fannst fyrri hálfleikur mjög flottur. Við vorum með góða stjórn, það var flottur hreyfanleiki á liðinu, við vorum fljótir að þreyta þá og nýttum okkar sóknir vel. Þótt við hefðum ekki skapað mikið létum við boltann vinna vel fyrir okkur, fundum góð svæði og mér fannst bara tímaspursmál hvenær við myndum skora,“ svaraði Arnar. Væri dauðadómur á sunnudaginn „Þessi 2-0 forysta er alltaf snúin. Það er alltaf spurning um þriðja markið og halda einbeitingunni. Mér fannst við aðeins of værukærir í seinni hálfleik sem væri dauðadómur á sunnudaginn. Það er alltaf eitthvað til að tala um eftir svona leiki en ég vil ekki kvarta. Þetta er erfiður útivöllur, Úkraína náði bara jafntefli hérna þannig að við hljótum að vera sáttir eftir þennan leik.“ Ekkert fullkominn leikur Arnar hafði það á tilfinningunni að leikmenn Íslands hefðu sparað sig aðeins í seinni hálfleik. „Mér fannst þeir stíga aðeins upp hvað varðar ákefðina og okkar strákar voru bara: Við erum búnir að vinna þennan og ætlum að spara okkur aðeins fyrir leikinn á sunnudaginn. Það var tilfinningin þótt það sé kannski ekki alveg heilagur sannleikur. Við fórum ekki eins hart í návígin og í fyrri hálfleik og þeir gengu aðeins á lagið án þess þó að ógna mikið. Varnarlínan okkar var svolítið flatfóta og seinir að bregðast við. Þetta var ekkert fullkominn leikur. Ég ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér yfir honum en tökum það góða úr fyrri hálfleik,“ sagði Arnar og benti á að íslenska liðið væri það markahæsta í sínum riðli í undankeppni. Gat ekki beðið um meira Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn fyrsta leik undir stjórn Arnars í kvöld en það var jafnframt hans hundraðasti landsleikur. Jóhann Berg lagði seinna mark Íslands upp fyrir Sverri Inga Ingason. „Hann var virkilega öflugur í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í seinni en hann var flottur í varnarleiknum og gerði sitt í sóknarleiknum og leyfði liðinu að halda boltanum vel. Ég gat ekki ætlast til meira af honum og óska honum hjartanlega til hamingju með hundraðasta landsleikinn. Fyrir hann og hans fjölskyldu er þetta mjög stór stund,“ sagði Arnar. Grunar að Úkraína spili upp á jafntefli Þótt það sé orðið áliðið í Aserbaísjan ætlar Arnar að fylgjast með leik Frakklands og Úkraínu. Svo lengi sem Úkraínumenn vinna ekki dugir Íslendingum jafntefli í úrslitaleiknum í Varsjá á sunnudaginn. „Ég held að við gerum það allir. Það er ekki hægt að sofna eftir svona leik. Adrenalínið er á fullu og þetta verður spennandi á eftir. Mig grunar að Úkraína ætli bara að ná í stigið og pakka í vörn. Frakkarnir eru með hörkulið í kvöld og vonandi ná þeir að klára verkefnið vel fyrir okkur. Við náðum að klára okkar og meira getum við ekki beðið um,“ sagði Arnar að endingu. Horfa má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Íslenska landsliðið sigraði Aserbaísjan í Bakú í kvöld 0-2. Sverrir Ingi Ingason skoraði seinna mark Íslands og það var ekki af verri gerðinni. 13. nóvember 2025 19:48 Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. 13. nóvember 2025 19:23 Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Ungur áhorfandi í Bakú, þar sem Asebaísjan og Ísland áttust við í undankeppni HM í fótbolta, mætti með innrammaða jólamynd af einum leikmanna íslenska liðsins í stúkuna. 13. nóvember 2025 19:54 „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Jóhann Berg Guðmundsson var auðvitað ánægður í kvöld eftir stoðsendingu og sigur í sínum hundraðasta A-landsleik. Hann kveðst aldrei hafa verið í vafa um að hann næði að spila sinn hundraðasta leik. 13. nóvember 2025 19:29 Sjáðu mörk Íslands í Bakú Ísland vann í kvöld ákaflega mikilvægan sigur gegn Aserbaísjan í Bakú, í undankeppni HM í fótbolta. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi. 13. nóvember 2025 17:53 „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Ísak Bergmann Jóhannesson var sáttur eftir sigur Íslands á Aserbaísjan, 0-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Á sunnudaginn mæta Íslendingar Úkraínumönnum í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. 13. nóvember 2025 19:17 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Þetta var mjög erfiður leikur. Fyrri hálfleikur var fagmannlegur og vel spilaður af okkar hálfu en í seinni hálfleik hafði ég það á tilfinningunni að menn vildu ekki meiðast,“ sagði Arnar við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson „Við vorum á svona 95 prósent ákefð og í alþjóðlegum fótbolta er það munur sem skiptir máli. Mér fannst Aserbaísjan ekki fá neitt dauðafæri en það var meiri orka í þeim í seinni hálfleik. Það var eins og þeir hefðu tekið sig saman í andlitinu í seinni hálfleik og ákveðið að gefa allt í þetta. Við vorum svolítið sljóir en við héldum hreinum, unnum 2-0 sigur og við hljótum að vera sáttir með það.“ En fannst Arnari leikáætlunin ganga vel upp í kvöld? „Mér fannst fyrri hálfleikur mjög flottur. Við vorum með góða stjórn, það var flottur hreyfanleiki á liðinu, við vorum fljótir að þreyta þá og nýttum okkar sóknir vel. Þótt við hefðum ekki skapað mikið létum við boltann vinna vel fyrir okkur, fundum góð svæði og mér fannst bara tímaspursmál hvenær við myndum skora,“ svaraði Arnar. Væri dauðadómur á sunnudaginn „Þessi 2-0 forysta er alltaf snúin. Það er alltaf spurning um þriðja markið og halda einbeitingunni. Mér fannst við aðeins of værukærir í seinni hálfleik sem væri dauðadómur á sunnudaginn. Það er alltaf eitthvað til að tala um eftir svona leiki en ég vil ekki kvarta. Þetta er erfiður útivöllur, Úkraína náði bara jafntefli hérna þannig að við hljótum að vera sáttir eftir þennan leik.“ Ekkert fullkominn leikur Arnar hafði það á tilfinningunni að leikmenn Íslands hefðu sparað sig aðeins í seinni hálfleik. „Mér fannst þeir stíga aðeins upp hvað varðar ákefðina og okkar strákar voru bara: Við erum búnir að vinna þennan og ætlum að spara okkur aðeins fyrir leikinn á sunnudaginn. Það var tilfinningin þótt það sé kannski ekki alveg heilagur sannleikur. Við fórum ekki eins hart í návígin og í fyrri hálfleik og þeir gengu aðeins á lagið án þess þó að ógna mikið. Varnarlínan okkar var svolítið flatfóta og seinir að bregðast við. Þetta var ekkert fullkominn leikur. Ég ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér yfir honum en tökum það góða úr fyrri hálfleik,“ sagði Arnar og benti á að íslenska liðið væri það markahæsta í sínum riðli í undankeppni. Gat ekki beðið um meira Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn fyrsta leik undir stjórn Arnars í kvöld en það var jafnframt hans hundraðasti landsleikur. Jóhann Berg lagði seinna mark Íslands upp fyrir Sverri Inga Ingason. „Hann var virkilega öflugur í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í seinni en hann var flottur í varnarleiknum og gerði sitt í sóknarleiknum og leyfði liðinu að halda boltanum vel. Ég gat ekki ætlast til meira af honum og óska honum hjartanlega til hamingju með hundraðasta landsleikinn. Fyrir hann og hans fjölskyldu er þetta mjög stór stund,“ sagði Arnar. Grunar að Úkraína spili upp á jafntefli Þótt það sé orðið áliðið í Aserbaísjan ætlar Arnar að fylgjast með leik Frakklands og Úkraínu. Svo lengi sem Úkraínumenn vinna ekki dugir Íslendingum jafntefli í úrslitaleiknum í Varsjá á sunnudaginn. „Ég held að við gerum það allir. Það er ekki hægt að sofna eftir svona leik. Adrenalínið er á fullu og þetta verður spennandi á eftir. Mig grunar að Úkraína ætli bara að ná í stigið og pakka í vörn. Frakkarnir eru með hörkulið í kvöld og vonandi ná þeir að klára verkefnið vel fyrir okkur. Við náðum að klára okkar og meira getum við ekki beðið um,“ sagði Arnar að endingu. Horfa má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Íslenska landsliðið sigraði Aserbaísjan í Bakú í kvöld 0-2. Sverrir Ingi Ingason skoraði seinna mark Íslands og það var ekki af verri gerðinni. 13. nóvember 2025 19:48 Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. 13. nóvember 2025 19:23 Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Ungur áhorfandi í Bakú, þar sem Asebaísjan og Ísland áttust við í undankeppni HM í fótbolta, mætti með innrammaða jólamynd af einum leikmanna íslenska liðsins í stúkuna. 13. nóvember 2025 19:54 „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Jóhann Berg Guðmundsson var auðvitað ánægður í kvöld eftir stoðsendingu og sigur í sínum hundraðasta A-landsleik. Hann kveðst aldrei hafa verið í vafa um að hann næði að spila sinn hundraðasta leik. 13. nóvember 2025 19:29 Sjáðu mörk Íslands í Bakú Ísland vann í kvöld ákaflega mikilvægan sigur gegn Aserbaísjan í Bakú, í undankeppni HM í fótbolta. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi. 13. nóvember 2025 17:53 „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Ísak Bergmann Jóhannesson var sáttur eftir sigur Íslands á Aserbaísjan, 0-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Á sunnudaginn mæta Íslendingar Úkraínumönnum í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. 13. nóvember 2025 19:17 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum Sjá meira
„Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Íslenska landsliðið sigraði Aserbaísjan í Bakú í kvöld 0-2. Sverrir Ingi Ingason skoraði seinna mark Íslands og það var ekki af verri gerðinni. 13. nóvember 2025 19:48
Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. 13. nóvember 2025 19:23
Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Ungur áhorfandi í Bakú, þar sem Asebaísjan og Ísland áttust við í undankeppni HM í fótbolta, mætti með innrammaða jólamynd af einum leikmanna íslenska liðsins í stúkuna. 13. nóvember 2025 19:54
„Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Jóhann Berg Guðmundsson var auðvitað ánægður í kvöld eftir stoðsendingu og sigur í sínum hundraðasta A-landsleik. Hann kveðst aldrei hafa verið í vafa um að hann næði að spila sinn hundraðasta leik. 13. nóvember 2025 19:29
Sjáðu mörk Íslands í Bakú Ísland vann í kvöld ákaflega mikilvægan sigur gegn Aserbaísjan í Bakú, í undankeppni HM í fótbolta. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi. 13. nóvember 2025 17:53
„Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Ísak Bergmann Jóhannesson var sáttur eftir sigur Íslands á Aserbaísjan, 0-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Á sunnudaginn mæta Íslendingar Úkraínumönnum í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. 13. nóvember 2025 19:17
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu