Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 12:00 Jóhann Berg Guðmundsson hefur sautján sinnum verið fyrirliði íslenska landsliðsins við upphafsspyrnu leiks. Getty/Alex Grimm Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn hundraðasta landsleik í gærkvöldi þegar Íslands vann 2-0 sigur Aserbaísjan og hélt HM-vonum sínum á lífi. Jóhann hafði beðið í næstum því heilt ár eftir þessum hundraðasta leik því hann lék leik númer 99 á móti Wales 19. nóvember á síðasta ári. Hann hafði verið valinn í hópinn hjá Arnari Gunnlaugssyni áður en ekki náð að spila vegna meiðsla. Arnar setti hann í byrjunarliðið í gær og tímamótaleikurinn var í höfn. Jóhann er aðeins sá fimmti sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir karlalandsliðið en síðasti meðlimurinn í hundrað leikja klúbbnum á undan honum var Aron Einar Gunnarsson sem lék landsleik númer hundrað 6. nóvember 2022. Rúnar Kristinsson var stofnmeðlimur klúbbsins árið 2003 og þeir nafnar Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson bættust í hópinn í sama leiknum árið 2021. Rúnar, Birkir Bjarnason og Aron Einar voru allir 33 ára þegar þeir léku landsleik númer hundrað en Birkir Már var 36 ára. Jóhann Berg var því næstelstur, 35 ára og 17 daga gamall þegar hann lék leik númer hundrað í gær. Jóhann Berg lék sinn fyrsta landsleik á móti Aserbaísjan árið 2008 og landsliðsferill hans er því núna orðinn lengri en sautján ár. Í gær voru liðin sautján ár, tveir mánuðir og 24 dagar síðan hann lék sinn fyrsta landsleik. Aðeins fimm leikmenn hafa verið lengur en hann í landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen er sá eini sem náði að vera í meira en tuttugu ár í landsliðinu en þeir Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen og Ríkharður Jónsson voru allir meira en átján ár í landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson, sem var á bekknum í gær, hefur verið landsliðsmaður í rúm sautján ár en hann kom síðast við sögu í landsleik í júní síðastliðnum. Landsliðsferill hans telur nú sautján ár, fjóra mánuði og fjóra daga en tekur mikið stökk þegar hann kemur næst inn á völlinn. Jóhann Berg komst aftur á móti upp fyrir Ásgeir Sigurvinsson í gær en það liðu sautján ár, tveir mánuðir og 17 dagar á milli fyrsta og síðasta landsleiks Ásgeirs. - Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021 Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjá meira
Jóhann hafði beðið í næstum því heilt ár eftir þessum hundraðasta leik því hann lék leik númer 99 á móti Wales 19. nóvember á síðasta ári. Hann hafði verið valinn í hópinn hjá Arnari Gunnlaugssyni áður en ekki náð að spila vegna meiðsla. Arnar setti hann í byrjunarliðið í gær og tímamótaleikurinn var í höfn. Jóhann er aðeins sá fimmti sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir karlalandsliðið en síðasti meðlimurinn í hundrað leikja klúbbnum á undan honum var Aron Einar Gunnarsson sem lék landsleik númer hundrað 6. nóvember 2022. Rúnar Kristinsson var stofnmeðlimur klúbbsins árið 2003 og þeir nafnar Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson bættust í hópinn í sama leiknum árið 2021. Rúnar, Birkir Bjarnason og Aron Einar voru allir 33 ára þegar þeir léku landsleik númer hundrað en Birkir Már var 36 ára. Jóhann Berg var því næstelstur, 35 ára og 17 daga gamall þegar hann lék leik númer hundrað í gær. Jóhann Berg lék sinn fyrsta landsleik á móti Aserbaísjan árið 2008 og landsliðsferill hans er því núna orðinn lengri en sautján ár. Í gær voru liðin sautján ár, tveir mánuðir og 24 dagar síðan hann lék sinn fyrsta landsleik. Aðeins fimm leikmenn hafa verið lengur en hann í landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen er sá eini sem náði að vera í meira en tuttugu ár í landsliðinu en þeir Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen og Ríkharður Jónsson voru allir meira en átján ár í landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson, sem var á bekknum í gær, hefur verið landsliðsmaður í rúm sautján ár en hann kom síðast við sögu í landsleik í júní síðastliðnum. Landsliðsferill hans telur nú sautján ár, fjóra mánuði og fjóra daga en tekur mikið stökk þegar hann kemur næst inn á völlinn. Jóhann Berg komst aftur á móti upp fyrir Ásgeir Sigurvinsson í gær en það liðu sautján ár, tveir mánuðir og 17 dagar á milli fyrsta og síðasta landsleiks Ásgeirs. - Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021
- Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjá meira