Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 12:00 Jóhann Berg Guðmundsson hefur sautján sinnum verið fyrirliði íslenska landsliðsins við upphafsspyrnu leiks. Getty/Alex Grimm Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn hundraðasta landsleik í gærkvöldi þegar Íslands vann 2-0 sigur Aserbaísjan og hélt HM-vonum sínum á lífi. Jóhann hafði beðið í næstum því heilt ár eftir þessum hundraðasta leik því hann lék leik númer 99 á móti Wales 19. nóvember á síðasta ári. Hann hafði verið valinn í hópinn hjá Arnari Gunnlaugssyni áður en ekki náð að spila vegna meiðsla. Arnar setti hann í byrjunarliðið í gær og tímamótaleikurinn var í höfn. Jóhann er aðeins sá fimmti sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir karlalandsliðið en síðasti meðlimurinn í hundrað leikja klúbbnum á undan honum var Aron Einar Gunnarsson sem lék landsleik númer hundrað 6. nóvember 2022. Rúnar Kristinsson var stofnmeðlimur klúbbsins árið 2003 og þeir nafnar Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson bættust í hópinn í sama leiknum árið 2021. Rúnar, Birkir Bjarnason og Aron Einar voru allir 33 ára þegar þeir léku landsleik númer hundrað en Birkir Már var 36 ára. Jóhann Berg var því næstelstur, 35 ára og 17 daga gamall þegar hann lék leik númer hundrað í gær. Jóhann Berg lék sinn fyrsta landsleik á móti Aserbaísjan árið 2008 og landsliðsferill hans er því núna orðinn lengri en sautján ár. Í gær voru liðin sautján ár, tveir mánuðir og 24 dagar síðan hann lék sinn fyrsta landsleik. Aðeins fimm leikmenn hafa verið lengur en hann í landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen er sá eini sem náði að vera í meira en tuttugu ár í landsliðinu en þeir Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen og Ríkharður Jónsson voru allir meira en átján ár í landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson, sem var á bekknum í gær, hefur verið landsliðsmaður í rúm sautján ár en hann kom síðast við sögu í landsleik í júní síðastliðnum. Landsliðsferill hans telur nú sautján ár, fjóra mánuði og fjóra daga en tekur mikið stökk þegar hann kemur næst inn á völlinn. Jóhann Berg komst aftur á móti upp fyrir Ásgeir Sigurvinsson í gær en það liðu sautján ár, tveir mánuðir og 17 dagar á milli fyrsta og síðasta landsleiks Ásgeirs. - Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021 Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Sjá meira
Jóhann hafði beðið í næstum því heilt ár eftir þessum hundraðasta leik því hann lék leik númer 99 á móti Wales 19. nóvember á síðasta ári. Hann hafði verið valinn í hópinn hjá Arnari Gunnlaugssyni áður en ekki náð að spila vegna meiðsla. Arnar setti hann í byrjunarliðið í gær og tímamótaleikurinn var í höfn. Jóhann er aðeins sá fimmti sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir karlalandsliðið en síðasti meðlimurinn í hundrað leikja klúbbnum á undan honum var Aron Einar Gunnarsson sem lék landsleik númer hundrað 6. nóvember 2022. Rúnar Kristinsson var stofnmeðlimur klúbbsins árið 2003 og þeir nafnar Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson bættust í hópinn í sama leiknum árið 2021. Rúnar, Birkir Bjarnason og Aron Einar voru allir 33 ára þegar þeir léku landsleik númer hundrað en Birkir Már var 36 ára. Jóhann Berg var því næstelstur, 35 ára og 17 daga gamall þegar hann lék leik númer hundrað í gær. Jóhann Berg lék sinn fyrsta landsleik á móti Aserbaísjan árið 2008 og landsliðsferill hans er því núna orðinn lengri en sautján ár. Í gær voru liðin sautján ár, tveir mánuðir og 24 dagar síðan hann lék sinn fyrsta landsleik. Aðeins fimm leikmenn hafa verið lengur en hann í landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen er sá eini sem náði að vera í meira en tuttugu ár í landsliðinu en þeir Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen og Ríkharður Jónsson voru allir meira en átján ár í landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson, sem var á bekknum í gær, hefur verið landsliðsmaður í rúm sautján ár en hann kom síðast við sögu í landsleik í júní síðastliðnum. Landsliðsferill hans telur nú sautján ár, fjóra mánuði og fjóra daga en tekur mikið stökk þegar hann kemur næst inn á völlinn. Jóhann Berg komst aftur á móti upp fyrir Ásgeir Sigurvinsson í gær en það liðu sautján ár, tveir mánuðir og 17 dagar á milli fyrsta og síðasta landsleiks Ásgeirs. - Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021
- Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Sjá meira