Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. Enski boltinn 3. október 2022 07:02
Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. Enski boltinn 2. október 2022 21:31
„Við náðum að sigla þessu í land og gera vel“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir unnu ÍA 3-2 í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Fótbolti 2. október 2022 21:12
Benzema brenndi af vítaspyrnu og Real Madrid ekki lengur með fullt hús stiga Spánarmeistarar Real Madrid fóru illa að ráði sínu þegar þeir fengu Osasuna í heimsókn í síðasta leik helgarinnar í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 2. október 2022 21:05
Öruggur sigur Juventus á Bologna Juventus kom sér aftur á sigurbraut í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fékk Bologna í heimsókn. Fótbolti 2. október 2022 20:53
„Við erum með öfluga og hættulega menn fram á við“ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á Leikni í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í kvöld. Framarar lentu undir strax í upphafi leiks en tókst að koma til baka og vinna leikinn að lokum með einu marki. Fótbolti 2. október 2022 19:38
Aron Einar spilaði allan leikinn í bikarsigri Leikið var í einni af bikarkeppnunum í katarska fótboltanum í dag. Fótbolti 2. október 2022 19:37
Brynjólfur lagði upp eitt mark í átta marka jafntefli gegn Rosenborg Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar Brynjólfur Willumsson og félagar í Kristiansund fengu stórveldið Rosenborg í heimsókn. Fótbolti 2. október 2022 19:09
Atalanta heldur í við Napoli á toppnum Atalanta er enn taplaust eftir fyrstu átta umferðirnar í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 2. október 2022 18:19
Hákon Arnar lagði upp sigurmark FCK í Íslendingaslag Það var boðið upp á Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar AGF heimsótti FCK. Fótbolti 2. október 2022 18:10
Aston Villa tókst ekki að nýta liðsmuninn gegn Leeds Leeds United og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Elland Road í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 2. október 2022 17:29
Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-0 | Sjálfsmark skilaði fyrsta sigri efri hlutans KA tók á móti KR í fyrsta leiknum í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Akureyri í dag. Það voru heimamenn í KA sem fögnuðu 1-0 sigri, en eina mark leiksins skoraði Grétar Snær Gunnarsson í sitt eigið mark. Íslenski boltinn 2. október 2022 16:55
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. Íslenski boltinn 2. október 2022 16:31
Sævar kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir Lyngby Sævar Atli Magnússon reyndist hetja danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby er hann kom inn af varamannabekknum og tryggði liðinu jafntefli gegn Bröndby. Lokatölur 3-3, en Sævar kom inn af bekknum fyrir Alfreð Finnbogason sem hafði lagt upp fyrsta mark liðsins. Fótbolti 2. október 2022 16:26
Ten Hag: „Okkur skorti trú“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega súr og svekktur eftir 6-3 tap liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 2. október 2022 16:06
Bruno Lage rekinn frá Wolves Portúgalski knattspyrnustjórinn Bruno Lage hefur verið rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves eftir aðeins 16 mánuði í starfi. Enski boltinn 2. október 2022 15:42
Dagný kom West Ham til bjargar og tryggði liðinu sigur í vítaspyrnukeppni Dagný Brynjarsdóttir reyndist hetja West Ham er hún skoraði annað mark liðsins í uppbótartíma gegn London City Lionesses í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2 að venjulegum leiktíma loknum, en gestirnir í West Ham höfðu betur eftir langa vítaspyrnukeppni. Fótbolti 2. október 2022 15:27
Guðrún og stöllur juku forskot sitt á meðan Kristianstad tapaði stigum Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru nú með fimm stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-4 sigur gegn Örebro í dag. Á sama tíma þurfti Íslendingalið Kristianstad að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Eskilstuna og tapaði þar með dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Fótbolti 2. október 2022 15:15
Íslendingarnir lögðu upp í öruggum sigri Norrköping Nafnarnir Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson lögðu upp sitthvort markið er Norrköping vann góðan 1-3 sigur gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 2. október 2022 15:02
Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. Enski boltinn 2. október 2022 14:51
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍA 3-2| Keflavík sigraði loksins ÍA á heimavelli Skagamenn sóttu Keflavík heim í fyrsta leik neðri hluta Olís deildar karla. Það var mikið skemmtanagildi í leiknum þar sem fimm mörk litu dagsins ljós og þar af eitt úr víti. Lokatölur 3-2 fyrir Keflavík. Íslenski boltinn 2. október 2022 14:15
Rúnar og félagar björguðu stigi gegn tíu leikmönnum Giresunspor Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Alanyaspor þurftu að sætta sig við eitt stig er liðið tók á móti Giresunspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-1, en heimamenn í Alanyaspor voru manni fleiri stærstan hluta leiksins. Fótbolti 2. október 2022 13:32
Óttar skoraði enn eitt markið í endurkomusigri Oakland Roots Knattspyrnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson skoraði enn eitt markið fyrir Oakland Roots er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Birmingham í næstefstu deild bandaríska fótboltans í nótt. Markið var hans átjánda á tímabilinu. Fótbolti 2. október 2022 11:16
Kane fyrstur til að skora hundrað mörk á útivelli Harry Kane varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora hundrað deildarmörk á útivelli. Hann skoraði eina mark Tottenham er liðið tapaði 3-1 gegn erkifjendum sínum í Arsenal. Enski boltinn 2. október 2022 10:01
Samherji Guðlaugs skoraði sjálfsmark og sá rautt í tapi DC United Donovan Pines, samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United, átti ekki sinn besta leik er liðið heimsótti CF Montreal í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Fótbolti 2. október 2022 09:30
Trossard tók nýja stjórann á orðinu með þrennunni á Anfield Óhætt er að segja að belgíski sóknarmaðurinn Leandro Trossard fari vel af stað undir stjórn Roberto de Zerbi sem tók við stjórnartaumunum hjá Brighton á dögunum. Enski boltinn 2. október 2022 09:01
Guardiola mærir Ten Hag í aðdraganda Manchester slagsins Baráttan um Manchester borg fer fram í dag og er leiksins að venju beðið með mikilli eftirvæntingu. Enski boltinn 2. október 2022 08:02
Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. Erlent 2. október 2022 07:44
Stórkostleg hjólhestaspyrna í MLS deildinni Það er ekki á hverjum degi sem hjólhestaspyrnumörk sjást í fótboltanum. Fótbolti 1. október 2022 23:16
Messi og Mbappe sáu um Nice PSG styrkti stöðu sína á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með torsóttum sigri á Nice. Fótbolti 1. október 2022 21:08
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti