Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Neal Maupay bjargaði stigi fyrir Brighton

Leikmenn Brighton björguðu sér fyrir horn þegar að liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-0, en Neal Maupay jafnaði metin fyrir Brighton þegar tæpar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pablo Punyed vonast til að geta verið lengi í Víkinni

Um helgina varð Pablo Punyed Íslandsmeistari í knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum í Víking, en hann hefur nú unnið stóran titil með fjórum mismunandi félögum frá því að hann kom til Íslands árið 2012. Pablo var í stuttu spjalli við Stöð 2 og fór stuttlega yfir tímabilið, veru sína á Íslandi, og bikarkeppnina sem framundan er.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi verður líklega með PSG þegar liðið mætir City

Lionel Messi, sóknarmaður franska knattspyrnufélagsins Paris Saint-Germain og einn besti knattspyrnumaður heims, verður að öllum líkindum klár í slagin þegar að franska stórveldið mætir Englandsmeisturum Manchester City í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá Hong Kong í Þorpið

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Þórs í fótbolta til næstu þriggja ára. Hann tekur við liðinu af Orra Frey Hjaltalín sem stýrði Þór til 9. sætis í næstefstu deild í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar og Eiður hringdu og voru mjög hreinskilnir

Jón Daði Böðvarsson segist staðráðinn í að vinna sér sæti á ný í íslenska landsliðinu í fótbolta. Hann sýnir ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, um að velja hann ekki í síðasta landsliðshóp, hins vegar skilning.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Dómarinn eyðilagði leikinn

Jose Mourinho, þjálfari ítalska liðsins Roma var mjög ósáttur eftir tapið gegn Lazio fyrr í dag. Þjálfarinn, sem er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið, lét dómara leiksins heyra það í viðtali eftir leik.

Sport
Fréttamynd

Mark Barbáru dugði ekki til

Barbára Sól Gísladóttir og liðsfélagar hennar í Brøndby heimsóttu Thisted í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Barbára skoraði fyrsta mark leiksins, en þurfti að sætta sig við 3-1 tap. 

Fótbolti
Fréttamynd

Börsungar aftur á sigurbraut

Barcelona vann í dag öruggan 3-0 sigur gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leikinn höfðu Börsungar aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum tímabilsins, en eru nú að rétta sinn hlut.

Fótbolti