Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. Fótbolti 27. september 2021 23:01
Alexander-Arnold ferðaðist ekki með Liverpool Trent Alexander-Arnold, bakvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, ferðaðist ekki með liðinu til Portúgals þar sem að Porto bíður þeirra í Meistaradeild Evrópu á morgun. Fótbolti 27. september 2021 22:30
Thierry Henry segir að Daniel Ek sé ákveðinn í að kaupa Arsenal Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi, segir að Daniel Ek, stofnandi Spotify, sé enn ákveðinn í að kaupa enska knattspyrnufélagið. Enski boltinn 27. september 2021 22:01
Neal Maupay bjargaði stigi fyrir Brighton Leikmenn Brighton björguðu sér fyrir horn þegar að liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-0, en Neal Maupay jafnaði metin fyrir Brighton þegar tæpar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Enski boltinn 27. september 2021 21:03
Klopp hefur engar áhyggjur af vörn Liverpool gegn Porto Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki hafa neinar áhyggjur af varnarleik liðsins þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk gegn nýliðum Brentford um liðna helgi. Fótbolti 27. september 2021 20:00
Pablo Punyed vonast til að geta verið lengi í Víkinni Um helgina varð Pablo Punyed Íslandsmeistari í knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum í Víking, en hann hefur nú unnið stóran titil með fjórum mismunandi félögum frá því að hann kom til Íslands árið 2012. Pablo var í stuttu spjalli við Stöð 2 og fór stuttlega yfir tímabilið, veru sína á Íslandi, og bikarkeppnina sem framundan er. Íslenski boltinn 27. september 2021 19:30
Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. Fótbolti 27. september 2021 18:57
Messi verður líklega með PSG þegar liðið mætir City Lionel Messi, sóknarmaður franska knattspyrnufélagsins Paris Saint-Germain og einn besti knattspyrnumaður heims, verður að öllum líkindum klár í slagin þegar að franska stórveldið mætir Englandsmeisturum Manchester City í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. Fótbolti 27. september 2021 18:01
Fannst Mourinho gera stórkostlega hluti hjá Tottenham Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði Arsenal, segir að Tottenham hafi gert stór mistök þegar José Mourinho var látinn fara frá félaginu. Hann hafi gert stórkostlega hluti þar. Enski boltinn 27. september 2021 17:30
Frá Hong Kong í Þorpið Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Þórs í fótbolta til næstu þriggja ára. Hann tekur við liðinu af Orra Frey Hjaltalín sem stýrði Þór til 9. sætis í næstefstu deild í sumar. Íslenski boltinn 27. september 2021 16:45
Stjóri mánaðarins fyrir þremur vikum en er nú þriðji líklegastur til að verða rekinn Allt hefur gengið á afturfótunum hjá Tottenham eftir að Nuno Espirito Santo var valinn knattspyrnustjóri ágúst-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 27. september 2021 15:30
Veðrið gæti blásið Vestfirðingum suður í Kaplakrika Svo gæti farið að Vestri neyðist til að spila undanúrslitaleik sinn gegn Víkingi, í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á höfuðborgarsvæðinu. Olísvöllurinn á Ísafirði verður mögulega ekki leikhæfur eftir snjókomu. Fótbolti 27. september 2021 14:16
Aðeins eitt lið í deildinni á næsta ári sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari Næsta sumar verða ellefu Íslandsmeistarafélög í fyrsta sinn í sögu efstu deildar karla en þetta var ljós eftir úrslit helgarinnar. Íslenski boltinn 27. september 2021 14:00
Arnar og Eiður hringdu og voru mjög hreinskilnir Jón Daði Böðvarsson segist staðráðinn í að vinna sér sæti á ný í íslenska landsliðinu í fótbolta. Hann sýnir ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, um að velja hann ekki í síðasta landsliðshóp, hins vegar skilning. Fótbolti 27. september 2021 13:31
Fjórða félagið sem vinnur langþráðan stóran titil eftir að Pablo mætir á svæðið Salvadorinn Pablo Punyed er mikill sigurvegari en það hefur hann sýnt og sannað ítrekað í íslenska fótboltanum. Hann varð Íslandsmeistari með Víkingum í lokaumferð Pepsi Max deild karla á laugardaginn. Íslenski boltinn 27. september 2021 13:00
Óljóst hvort Ólafur verði áfram með FH Það kemur í ljós á næstu dögum hver þjálfar FH í Pepsi Max-deild karla á næsta tímabili. Íslenski boltinn 27. september 2021 12:01
Klæddist treyjunni hans Messi en fann enga pressu: Ævintýraendurkoma Táningurinn Ansu Fati snéri aftur með stæl þegar Barcelona vann lífsnauðsynlegan sigur í spænsku deildinni um helgina. Fótbolti 27. september 2021 11:30
Jón Daði ætlar úr frystikistunni: „Þetta gengur náttúrulega ekki“ „Það er alveg á hreinu að ég þarf að koma mér í annað umhverfi og nýjan klúbb. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur verið í sannkallaðri „frystikistu“ hjá enska félaginu Millwall á þessari leiktíð. Enski boltinn 27. september 2021 11:00
Þurfti að eyða 48 tímum í dimmu herbergi eftir að hún vann Ólympíugullið Kanadíska knattspyrnukonan Stephanie Labbé hefur sagt opinberlega frá því sem hún þurfti að ganga í gegnum eftir möguleika stærstu stund sína á fótboltaferlinum. Þar voru engin veisluhöld eða sigurpartý á ferðinni. Fótbolti 27. september 2021 10:31
Víkingar eru óvæntustu Íslandsmeistararnir í sögunni Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um helgina og settu um leið nýtt met. Aldrei hefur Íslandsmeisturum verið spáð lakara gengi fyrir tímabilið. Íslenski boltinn 27. september 2021 10:00
Bruno heitir því að koma sterkari til baka eftir að Martínez tók hann á taugum Bruno Fernandes klikkaði á vítaspyrnu á úrslitastundu í tapleik Mancheter United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Bruno tók vítið þrátt fyrir að Cristiano Ronaldo væri inni á vellinum. Enski boltinn 27. september 2021 09:01
„Besti dagur lífs míns“ Emile Smith Rowe var kátur eftir 3-1 sigur Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í Norður-London slagnum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 27. september 2021 08:00
Mourinho: Dómarinn eyðilagði leikinn Jose Mourinho, þjálfari ítalska liðsins Roma var mjög ósáttur eftir tapið gegn Lazio fyrr í dag. Þjálfarinn, sem er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið, lét dómara leiksins heyra það í viðtali eftir leik. Sport 26. september 2021 21:00
Norski boltinn: Samúel Kári skoraði í jafntefli Heil umferð fór fram í efstu deildinni í Noregi, Eliteserien, í dag og voru fjölmargir íslenskir leikmenn í hópum sinna liða. Sport 26. september 2021 20:00
Lazio vann Roma í Rómarborgarrimmu Lazio vann 3-2 sigur á erkifjendunum í Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, Serie A, í dag í frábærum leik. Sport 26. september 2021 18:30
Tap hjá Bologna í fyrsta leik Jóns Axels Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var í byrjunarliði Foritudo Bologna sem tapaði naumlega fyrir Reggio Emilia í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta, Serie A. Sport 26. september 2021 18:00
Úrslit: Arsenal - Tottenham 3-1 | Auðvelt hjá Arsenal í Lundúnaslagnum Skytturnar í Arsenal unnu heldur auðveldan heimasigur á erkifjendum sínum í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag, 3-1. Enski boltinn 26. september 2021 17:30
Sænski boltinn: Jón Guðni skoraði í Jafntefli Nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni í dag þegar fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sport 26. september 2021 17:15
Mark Barbáru dugði ekki til Barbára Sól Gísladóttir og liðsfélagar hennar í Brøndby heimsóttu Thisted í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Barbára skoraði fyrsta mark leiksins, en þurfti að sætta sig við 3-1 tap. Fótbolti 26. september 2021 16:28
Börsungar aftur á sigurbraut Barcelona vann í dag öruggan 3-0 sigur gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leikinn höfðu Börsungar aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum tímabilsins, en eru nú að rétta sinn hlut. Fótbolti 26. september 2021 16:19