Andrea Mist riftir samningi sínum í Svíþjóð Andrea Mist Pálsdóttir hefur fengið sig lausa frá sænska knattspyrnufélaginu Växjö en liðið féll úr efstu deild þar í landi á dögunum. Hún segir sænsku B-deildina einfaldlega ekki nægilega sterka. Fótbolti 19. nóvember 2021 23:31
Áfall fyrir Hamranna: Ogbonna frá út tímabilið Stórt skarð var höggið í titilvonir West Ham United er liðið lagði Liverpool óvænt 3-2 í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Ítalski miðvörðurinn Angelo Ogbonna meiddist í leiknum og verður frá út tímabilið. Enski boltinn 19. nóvember 2021 22:31
Alfreð fjarri góðu gamni er Augsburg vann óvæntan sigur á Bayern Þýskalandsmeistarar Bayern München töpuðu einkar óvænt fyrir Augsburg í eina leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð Finnbogason var því miður fjarri góðu gamni er Augsburg vann magnaðan 2-1 sigur á meisturunum. Fótbolti 19. nóvember 2021 21:35
Klopp fór yfir hatur sitt á landsleikjahléum Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, ræddi í dag við blaðamenn fyrir stórleik helgarinnar í enska boltanum þar sem lið hans mætir Arsenal. Enski boltinn 19. nóvember 2021 19:01
Vill að Livramento fái meiri vernd frá dómurum deildarinnar Tino Livramento, hægri bakvörður Southampton, er einn af þeim leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem er hvað oftast brotið á. Ralph Hasenhüttl, þjálfari liðsins, segir að Livramento verði að fá meiri vernd frá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 19. nóvember 2021 18:00
Rodman valin nýliði ársins i bandarísku kvennadeildinni Trinity Rodman átti frábært fyrsta tímabil í bandarísku kvennadeildinni í knattspyrnu og hún er nú komin alla leið í úrslitaleikinn um titilinn með liði sínu Washington Spirit. Fótbolti 19. nóvember 2021 16:01
Enn einn ungi íslenski markvörðurinn að komast að hjá sterku liði Adam Ingi Benediktsson er nýjasti ungi íslenski markvörðurinn sem kemst að hjá atvinnumannafélagi í Evrópu. Fótbolti 19. nóvember 2021 15:30
Lögreglumaður skaut sautján ára argentínskan fótboltastrák til bana Ungur argentínskur fótboltamaður var skotinn til bana af lögreglu. Hann hét Lucas Gonzalez og var aðeins sautján ára. Fótbolti 19. nóvember 2021 14:30
De Bruyne kom til baka með kórónuveiruna og missir af leikjum Kevin De Bruyne missir af næstum þremur leikjum Englandsmeistara Manchester City eftir að hafa náð sér í kórónuveiruna í landsliðsglugganum. Enski boltinn 19. nóvember 2021 13:50
Kim Kardashian hjálpaði afgönskum fótboltastelpum að flýja ógnarstjórn Talíbana Kim Kardashian West átti stóran þátt í því hjálpa ungum fótboltakonum frá Afganistan að flýja ógnarstjórn Talíbana. Fótbolti 19. nóvember 2021 12:01
Óbólusettir Bæjarar mega ekki gista á sama hóteli og ferðast með samherjunum Hertar reglur vegna aukins fjölda kórónuveirusmita í Bæjaralandi þýða að takmarka þarf samgang óbólusettra leikmanna Bayern München við aðra leikmenn þýsku meistaranna. Fótbolti 19. nóvember 2021 11:30
Natasha Anasi: Mér líður eins og ég sé heima hér á Íslandi Síðasta vika var mjög viðburðarík fyrir Natöshu Anasi. Hún skipti yfir í Breiðablik og var valin í íslenska landsliðið fyrir leiki seinna í þessum mánuði. Íslenski boltinn 19. nóvember 2021 11:01
Bandaríkjamenn borga nú 165 milljörðum meira fyrir sjónvarpsréttinn Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefur náð samkomulagi um nýjan sjónvarpsrétt fyrir deildina í bandarísku sjónvarpi og það er óhætt að segja að Bandaríkjamenn séu nú farnir að borga alvöru upphæð fyrir réttinn. Enski boltinn 19. nóvember 2021 10:30
Sex leikmenn Man. United sagðir kallaðir á krísufund með Solskjær Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United er mikið til umræðu í Englandi eftir slakt gengi liðsins á þessari leiktíð. Sumir eru að telja niður þar til að norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær verði rekinn en hann er enn að berjast fyrir lífi sínu sem stjóri félagsins. Enski boltinn 19. nóvember 2021 09:31
Breiðablik fær venesúelskan liðsstyrk Breiðablik hefur samið við Juan Camilo Pérez, 22 ára fjölhæfan leikmann frá Venesúela, um að leika með liðinu næstu tvö árin. Íslenski boltinn 19. nóvember 2021 07:52
Þurfa að endurtaka endurtekna leikinn Exeter City og Bradford þurfa að mætast í þriðja sinn í fyrstu umferð FA bikarsins eftir að Exeter gerði sex skiptingar í sigri liðsins í framlengingu síðastliðið þriðjudagskvöld. Enski boltinn 19. nóvember 2021 07:01
Framtíð Lingard í óvissu eftir að samningaviðræður sigldu í strand Framtíð miðjumannsins Jesse Lingard er í óvissu eftir að viðræður hans við Manchester United um framlengingu á samningi hans sigldu í strand. Enski boltinn 18. nóvember 2021 23:00
PSG að stinga af í riðli Blika | Chelsea heldur toppsætinu í A-riðli Nú er öllum fjórum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu kvenna lokið. Paris Saint-Germain er með sex stiga forystu á toppnum í B-riðli eftir 2-0 sigur gegn Real Madrid og Chelsea er enn með þriggja stiga forskot í A-riðili eftir 1-0 sigur gegn Servette. Fótbolti 18. nóvember 2021 21:54
„Herslumuninn vantaði“ Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að fyrsta markið hefði skipt miklu í leiknum gegn Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. nóvember 2021 20:45
„Virkilega pirrandi og maður er fúll og svekktur“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að mörgu leyti sátt með frammistöðuna gegn Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hún var hins vegar sár og svekkt með úrslitin. Blikar töpuðu 0-2 og eru áfram á botni B-riðils. Fótbolti 18. nóvember 2021 20:40
Hollenskur landsliðsmaður ákærður fyrir tilraun til manndráps Hollenski knattspyrnumaðurinn Quincy Promes verður ákærður fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás eftir hafa verið sakaður um að stinga fjölskyldumeðlim með hníf í fyrra. Fótbolti 18. nóvember 2021 20:17
Umfjöllun: Breiðablik - Kharkiv 0-2 | Úkraínskur sigur í Smáranum Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Kharkiv, 0-2, í fjórða leik sínum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Blikar eru því áfram með eitt stig í riðlinum og eiga enn eftir að skora mark. Fótbolti 18. nóvember 2021 19:30
Skosku meistararnir búnir að ráða eftirmann Gerrard Hollenski þjálfarinn Giovanni van Bronkchorst var í dag kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Skotlandsmeistara Rangers. Hann tekur við liðinu af Liverpool goðsögninni Steven Gerrard sem tók á dögunum við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 18. nóvember 2021 18:00
Knattspyrnumaður sem átti að hafa dáið árið 2016 er nú á leið í fangelsi Hiannick Kamba var talinn af en fannst aftur á lífi tveimur árum síðar. Þetta ætti að vera kraftaverkasaga en sannleikurinn er allt annar. Fótbolti 18. nóvember 2021 16:30
Yngri bróðir Ísaks á reynslu hjá FCK Danska stórliðið FC Kaupmannahafnar er með fjóra unga íslenska leikmenn innan sinna raða og er ekki hætt að horfa til Íslands. Fótbolti 18. nóvember 2021 15:00
Sara Björk orðin mamma Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, og Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks, eignuðust son á þriðjudaginn. Fótbolti 18. nóvember 2021 14:00
Hraðprófin hafa haft áhrif á miðasölu fyrir Evrópuleik Blika Miðasala á leik Breiðabliks og Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í fótbolta stendur enn yfir. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í kvöld. Fótbolti 18. nóvember 2021 13:31
Þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en vann milljónir í vikunni Óheppinn í meiðslum en heppinn í lottó eða hvernig var aftur orðtakið? Af öllu gríni slepptu þá breyttust hlutirnir snögglega fyrir Englendinginn Terry Kennedy á dögunum en hann var einn af þeim sem fékk ekki að upplifa drauma sína inn á knattspyrnuvellinum. Enski boltinn 18. nóvember 2021 12:31
„Leyfiskerfi KSÍ er ekkert nema sýndarmennska“ Breytingar á leyfiskerfi KSÍ, sem mæta þörfum félaga á borð við Kórdrengi, Þrótt Vogum og KV, bitna á grasrótarstarfinu í íslenskum fótbolta. Þær stuðla að því að fjármagn fari enn frekar í starf meistaraflokka í stað þess að byggja upp íslenskan fótbolta með skýrum kröfum um öflugt yngri flokka starf. Íslenski boltinn 18. nóvember 2021 11:00
Hinn 99 ára afi Öglu Maríu mætir á alla leiki Agla María Albertsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki mæta Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eins og venjulega þegar Agla María spilar verður afi hennar í stúkunni að fylgjast með barnabarninu. Fótbolti 18. nóvember 2021 09:00