Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Auðvelt hjá Arsenal í seinni hálfleik

Það var talsverð spenna fyrir leikinn enda vildu Arsenal og þeirra stuðningsmenn svara fyrir stórt tap gegn Liverpool í síðustu umferð. Andstæðingurinn líka vel til þess fallinn, Newcastle. Eftir markalausan fyrri hálfleik brutu leikmenn Arsenal ísinn í þeim síðari og unnu fínan sigur, 2-0.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þið eruð ekki Bayern, við erum Bayern!

Það var talsverður hiti á árlegum aðalfundi þýska stórliðsins Bayern Munchen sem fram fór í Bæjaralandi seint á fimmtudagskvöld. Fundurinn leystist upp í hróp og köll og var fundinum slitið við litla hrifningu þeirra sem mættu. Ástæða ósættisins er styrkarsamningur við Qatar Airways.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle frumsýnir nýja stjórann gegn Arsenal í dag

Eddie Howe, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, verður á hliðarlínunni í fyrsta skipti er liðið heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í hádegisleik dagsins. Howe gat ekki verið með liðinu gegn Brentford í seinustu umferð eftir að hafa greinst með veiruna skæðu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Annað mark Kýpur tryggði liðinu fyrsta stigið

Kýpverska kvennalandsliðið í fótbolta náði sér í sitt fyrsta stig í C-riðli okkar Íslendinga í undankeppni HM 2023 er liðið tók á móti Hvíta-Rússlandi. Lokatölur urðu 1-1, en þetta var aðeins annað markið sem Kýpur skorar í undankeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Brentford mun ekki gefa út nýja búninga fyrir næsta tímabil

Sú hefð hefur skapast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og víðar, að lið láti hanna nýja búninga fyrir hvert tímabil. Líklega er það gert í gróðaskyni, en nýliðar Brentford ætla sér að endurnýta sína búninga á næsta tímabili til að vera sjálfbærari og spara stuðningsmönnum sínum aurinn.

Enski boltinn