Sveindís þreytti frumraun sína í öruggum sigri Sveindís Jane Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hún hjálpaði liði sínu, Wolfsburg, að innbyrða sigur á Turbine Potsdam. Fótbolti 29. janúar 2022 15:00
Man Utd og Juventus bítast um Zakaria Svissneski miðjumaðurinn Denis Zakaria er eftirsóttur á lokaspretti félagaskiptagluggans. Fótbolti 29. janúar 2022 14:02
Mane leikfær í 8-liða úrslitin þrátt fyrir höfuðhöggið Senegalska knattspyrnusambandið hefur staðfest að aðalstjarna landsliðsins, Sadio Mane, verði í leikmannahópnum sem mætir Miðbaugs Gíneu í 8-liða úrslitum Afríkumótsins á morgun. Fótbolti 29. janúar 2022 12:54
Rooney hafnaði viðræðum við Everton Wayne Rooney hafnaði viðræðum um stjórastarfið hjá uppeldisfélagi sínu, Everton, þar sem hann var ekki tilbúinn til að yfirgefa Derby County í þeirri stöðu sem félagið er í. Enski boltinn 29. janúar 2022 10:31
Háð Legókubbum: Gæti tekið Lególand fram yfir Dúbaí og Flórída Það er fullkomlega eðlilegt að fullorðið fólk skemmti sér jafn vel og börn þegar kemur að því að byggja hluti úr Legókubbum. Jess Sigworth, framherji Leicester City, gengur hins vegar skrefi lengra. Enski boltinn 29. janúar 2022 08:01
Valdi Juventus frekar en ensku úrvalsdeildina Sóknarmaðurinn Dušan Vlahović hefur samið við ítalska knattspyrnufélagið Juventus til ársins 2026. Hann mun klæðast treyju númer 7. Fótbolti 28. janúar 2022 23:02
Leiknir heldur áfram að stækka hópinn Leiknir Reykjavík hefur samið við hinn unga Róbert Hauksson til ársins 2024. Róbert er tvítugur sóknarmaður sem gengur í raðir Leiknis frá Þrótti Reykjavík. Íslenski boltinn 28. janúar 2022 20:31
KA sækir bakvörð til Belgíu KA hefur ákveðið að sækja belgískan vinstri bakvörð fyrir átök sumarsins í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi. Íslenski boltinn 28. janúar 2022 19:31
Árni í frönsku B-deildina Árni Vilhjálmsson hefur samið við franska B-deildarliðið Rodez til ársins 2024. Fótbolti 28. janúar 2022 18:30
Segir að Sævar fari gegn Vöndu í formannsslag hjá KSÍ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, ætlar að bjóða sig fram sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á komandi ársþingi í næsta mánuði. Fótbolti 28. janúar 2022 11:22
Lengjubikarinn sýndur á Stöð 2 Sport Knattspyrnusamband Íslands og Stöð 2 Sport hafa gert samkomulag um að sýnt verði frá A-deildum deildarbikarkeppni karla og kvenna, Lengjubikarnum, á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 28. janúar 2022 10:15
Liverpool sagt ætla að landa Diaz um helgina Forráðamenn Liverpool vinna nú að því að landa Luis Diaz, kantmanni Porto, áður en lokað verður fyrir félagaskipti á mánudaginn. Tottenham vildi fá leikmanninn en Liverpool virðist ætla að hafa betur. Enski boltinn 28. janúar 2022 07:42
Tengdafaðir Van de Beek reynir að koma honum til Crystal Palace Dennis Bergkamp, fyrrverandi leikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, hefur haft samband við sinn fyrrum liðsfélaga, Patrick Vieira knattspyrnustjóra Crystal Palace, til að reyna að sannfæra hann um að fjárfesta í tengdasyni sínum. Enski boltinn 28. janúar 2022 07:01
Lampard gæti tekið við Everton Frank Lampard, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Chelsea, er einn af þeim sem þykir ansi líklegur til að taka við stjórastöðu Everton eftir að Rafael Benítez var látinn fara frá félaginu á dögunum. Enski boltinn 27. janúar 2022 23:30
Alisson slapp tvisvar við rautt og Brasilía slapp með jafntefli Ekvador og Brasilía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í undankeppni HM í kvöld. Bæði lið misstu mann af velli með rautt spjald á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Fótbolti 27. janúar 2022 23:13
Derby fær auka mánuð í frest til að finna nýja eigendur Enska knattspyrnufélagið Derby County hefur fengið einn mánuð aukalega í frest til þess að finna nýjan eiganda og leysa þau fjárhagslegu vandamál sem félagið er í. Enski boltinn 27. janúar 2022 22:30
Stjarnan lagði meistarana í úrslitum | Leiknir tók þriðja sætið í átta marka leik Stjarnan bar sigur úr býtum er liðið mætti Breiðablik í úrslitum Fótbolta.net mótsins í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 3-1, en Blikar unnu mótið í fyrra. Þá vann leiknir ÍA 5-3 í leiknum um þriðja sætið fyrr í kvöld. Fótbolti 27. janúar 2022 21:11
Traoré á leið til Barcelona Spænski kantmaðurinn Adama Traoré er á leið til Barcelona frá Wolves ef marka má fjölmiðlamanninn og skúbbkónginn Fabrizio Romano. Traoré hóf feril sinn hjá Börsungum. Enski boltinn 27. janúar 2022 19:30
„Við þurfum að vinna fleiri fótboltaleiki“ Jóhannes Karl Guðjónsson tók í vikunni við stöðu aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er bjartsýnn á framhaldið hjá landsliðinu, en segir að liðið þurfi að fara að vinna fleiri fótboltaleiki. Fótbolti 27. janúar 2022 19:03
Daníel Leó í pólsku úrvalsdeildina Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson er genginn í raðir Slask Wroclaw í pólsku úrvalsdeildinni frá enska B-deildarliðinu Blackpool. Fótbolti 27. janúar 2022 17:46
Forseti FIFA segir að HM á tveggja ára fresti komi í veg fyrir að afrískir farendur drukkni Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að tengja dapurleg örlög afrískra farenda við fyrirætlanir FIFA um að fjölga heimsmeistaramótum karla. Fótbolti 27. janúar 2022 15:30
Finnur Orri aftur til FH Finnur Orri Margeirsson er genginn í raðir FH frá Breiðabliki sem hann lék með á síðasta tímabili. Íslenski boltinn 27. janúar 2022 14:06
SønderjyskE kaupir Atla frá Víkingi Danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE hefur keypt Atla Barkarson frá Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Fótbolti 27. janúar 2022 13:22
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sagðir ráða hermenn sér til varnar Það er gömul frétt og ný að brotist sé inn á heimili leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á meðan þeir eru að spila og það hefur verið nóg af slíkum fréttum að undanförnu. Fótbolti 27. janúar 2022 10:30
Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane Senegal hefur fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á Liverpool leikmanninum Sadio Mane í leik Senegal og Grænhöfðaeyja í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar. Enski boltinn 27. janúar 2022 09:31
Chelsea neytt til að stækka búningsklefann vegna kvartana mótherja Enska knattspyrnufélagið Chelsea þarf að stækka útiklefann á Brúnni, heimavelli sínum, eftir kvartanir frá bæði Liverpool og Brighton & Hove Albion. Enski boltinn 27. janúar 2022 07:00
Hollenska markamaskínan hefur rætt við bæði PSG og Barcelona Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hugsar sér til hreyfings. Hún spilar í dag með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hefur rætt við bæði París Saint-Germain og Evrópumeistara Barcelona. Fótbolti 26. janúar 2022 23:31
Qvist til liðs við Breiðablik Danski varnarmaðurinn Mikkel Qvist hefur samið við Breiðablik og mun leika með liðinu næsta sumar. Hann kemur til félagsins frá AC Horsens í Danmörku. Íslenski boltinn 26. janúar 2022 23:00
Vítaspyrnudrama er Egyptaland og Miðbaugs-Gínea voru síðust inn í átta liða úrslit Sextán liða úrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu kláruðust í kvöld. Seint verður sagt að um opna og mikla markaleiki hafi verið að ræða en báðir leikir kvöldsins enduðu með markalausu jafntefli. Réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 26. janúar 2022 22:21
Jóhannes Karl nýr aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla | ÍA í þjálfaraleit Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann hefur störf nú þegar og hefur sagt starfi sínu hjá ÍA lausu. Fótbolti 26. janúar 2022 17:50