Fótbolti

Daníel Leó í pólsku úrvalsdeildina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Daníel Leó í leik með Blackpool á leiktíðinni. Hann heldur nú til Póllands þar sem hann mun leika með Slask Wroclaw næstu árin.
Daníel Leó í leik með Blackpool á leiktíðinni. Hann heldur nú til Póllands þar sem hann mun leika með Slask Wroclaw næstu árin. Dave Howarth/Getty

Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson er genginn í raðir Slask Wroclaw í pólsku úrvalsdeildinni frá enska B-deildarliðinu Blackpool.

Daníel hefur fengið fá tækifæri með Blackpool á yfirstandandi tímabili, ásamt því að glíma við meiðsli. Hann fór með liðinu upp úr C-deildinni eftir að hafa skipt yfir til Englands frá Ålesund í Noregi árið 2020.

Daníel mun nú reyna fyrir sér í pólsku úrvalsdeildinni, en Slask Wroclaw situr þar í tíunda sæti þegar tímabilið er hálfnað. Hann gerir samning við liðið til ársins 2025.

Þrátt fyrir fá tækifæri með Blackpool á yfirstandandi tímabili fékk Daníel tækifæri með íslenska landsliðinu í lok seinasta árs, en þessi 26 ára varnarmaður á að baki fimm landsleiki fyrir Íslands hönd
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.