Daníel hefur fengið fá tækifæri með Blackpool á yfirstandandi tímabili, ásamt því að glíma við meiðsli. Hann fór með liðinu upp úr C-deildinni eftir að hafa skipt yfir til Englands frá Ålesund í Noregi árið 2020.
Daníel mun nú reyna fyrir sér í pólsku úrvalsdeildinni, en Slask Wroclaw situr þar í tíunda sæti þegar tímabilið er hálfnað. Hann gerir samning við liðið til ársins 2025.
🆕 Daniel Gretarsson nowym zawodnikiem WKS-u! ✅
— Śląsk Wrocław (@SlaskWroclawPl) January 27, 2022
Reprezentant Islandii przeniósł się do Śląska na zasadzie transferu gotówkowego z angielskiego @BlackpoolFC i podpisał umowę obowiązującą do końca czerwca 2025 roku ✍
Witamy we Wrocławiu, Daniel! 👋
Þrátt fyrir fá tækifæri með Blackpool á yfirstandandi tímabili fékk Daníel tækifæri með íslenska landsliðinu í lok seinasta árs, en þessi 26 ára varnarmaður á að baki fimm landsleiki fyrir Íslands hönd