Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    „Frábær samvinna hjá dómurunum“

    Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fer og Bony frá út tímabilið

    Swansea komst upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í margar vikur með jafntefli gegn Leicester á útivelli í gær en borguðu fyrir það dýrum dómi því Leroy Fer og Wilfried Bony meiddust í leiknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sex lið slógu félagaskiptametið í janúar

    Tæpur þriðjungur liðanna í ensku úrvalsdeildinni sló félagaskiptametið í fjörugum janúarglugga sem var lokaði á miðvikudaginn. Öll stærstu liðin í deildinni fengu til sín stór nöfn og liðin í botnbaráttunni tóku einnig þátt í eyðslunni sem hefur aldrei verið meiri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gæti fengið 29 milljóna króna sekt

    Alsíringurinn Riyad Mahrez er týndur og tröllum gefinn þessa dagana því yfirmenn hans hjá Leicester vita ekkert hvar hann er niðurkominn. Það mun á endanum kosta hann mörg mánaðarlaun hins almenna verkamanns.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ég elska að vera hjá Reading

    Þótt illa hafi gengið hjá Reading nýtur Jón Daði Böðvarsson lífsins hjá félaginu. Hann skoraði fimm mörk í janúar og er kominn með átta mörk á tímabilinu. Jón Daði segir Íslendinga í miklum metum hjá Reading.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Enn að læra framherjastöðuna

    Jón Daði Böðvarsson hefur verið iðinn við kolann í markaskorun að undanförnu. Alls hefur hann skorað átta mörk á tímabilinu, fimm mörkum meira en hann gerði allt síðasta tímabil þegar hann lék með Wolves.

    Enski boltinn