Enski boltinn

Upphitun: Gylfi og Jóhann Berg í beinni útsendingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar 26. umferðinn fer af stað.

Dagurinn byrjar einstaklega vel með heimsókn Pep Guardiola og hans manna til Jóhanns Berg Guðmundssonar og liðsfélaga í Burnley á Turf Moor í hádeginu.

City er með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar eftir sigur á WBA í síðustu umferð. Burnley gerði 1-1 jafntefli við Newcastle í vikunni sem tók liðið upp í 7. sæti deidlarinnar. Þrátt fyrir góða stöðu hefur Burnley ekki unnið deildarleik síðan 12. desember og verður það hægara sagt en gert að breyta því í dag.

Aðeins átta stig skilja að botnlið WBA og Bournemouth í 10. sætinu. Það eru þrír slagir liða í þessum pakka klukkan þrjú. WBA og Southampton mætast í virkilegum fallslag en liðin eru bæði í fallsæti fyrir umferðina. Southampton í því 18. og WBA er á botninum.

Þá mætir Stoke í heimsókn til Bournemouth og nýliðar Brighton taka á móti David Moyes og lærisveinum hans í West Ham. Það er ljóst að hvert einasta stig skiptir miklu máli í þessari baráttu neðri hlutans, þá sérstaklega þegar liðin mætast innbyrðis.

Á sama tíma mætir Leicester Swansea, en Svanirnir komustu upp af botninum í vikunni með mögnuðum sigri á Arsenal. Þá tekur Jose Mourinho á móti David Wagner þegar Huddersfield mætir á Old Trafford. United þarf að bæta fyrir hamförina sem var viðureignin gegn Tottenham á Wembley á miðvikudaginn.

Lokaleikur dagsins er svo stórleikur Arsenal og Everton á Emirates vellinum. Arsenal fékk vægan skell í Wales í vikunni á meðan Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark í sigri Everton á Leicester. Arsenal þarf nauðsynlega að næla sér í sigur ef liðið ætlar ekki að missa af baráttunni um fjórða sætið. Eins og er situr Arsene Wenger með sína menn í 6. sæti, sex stigum á eftir Tottenham í 5. sætinu.

Leikir dagsins:

12:30 Burnley-Manchester City, beint á Stöð 2 Sport

15:00 Bournemouth - Stoke

15:00 Brighton - West Ham

15:00 Leicester - Swansea

15:00 Manchester United - Huddersfield, beint á Stöð 2 Sport

15:00 West Bromwich Albion - Southampton

17:30 Arsenal - Everton, beint á Stöð 2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×