Enski boltinn

Guardiola nær ekki að fylla bekkinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pep Guardiola
Pep Guardiola vísir/getty
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, heimsækir Burnley í fyrsta leik dagsins í enska boltanum en athygli vekur að aðeins 17 leikmenn eru í leikmannahópi City.

Var Pep Guardiola spurður út í þetta í viðtali fyrir leikinn og segist hann einfaldlega ekki eiga fleiri leikfæra leikmenn.

„Við höfum ekki fleiri leikmenn. Við eigum markmann og fimm útileikmenn. Við gætum bætt við manni úr varaliðinu en þeir voru að spila í gær,“

Man City hefur eytt 272 milljónum punda í leikmannakaupá þessu tímabili, mest allra liða í deildinni. Alls hefur félagið keypt leikmenn fyrir 418 milljónir punda síðan Guardiola tók við stjórnartaumunum sumarið 2016.

Leikur Burnley og Man City hefst klukkan 12:30 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport auk þess að vera í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×