Viduka í læknisskoðun hjá Newcastle Ástralski framherjinn Mark Viduka er nú í læknisskoðun hjá Newcastle þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir samning fljótlega. Hann er með lausa samninga hjá Middlesbrough og hefur til þessa neitað að framlengja samning sinn við félagið. Enski boltinn 7. júní 2007 14:41
Real Madrid í viðræðum við Arjen Robben Forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Chelsea um kaup á hollenska landsliðsmanninum Arjen Robben. Vængmaðurinn knái gekk í raðir Chelsea frá PSV Eindhoven fyrir 12 milljónir punda og sló í gegn, en erfið meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan. Enski boltinn 7. júní 2007 14:36
Reina framlengir við Liverpool Spænski markvörðurinn Jose Manuel Reina hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til ársins 2012. Reina er 24 ára gamall og hefur átt fast sæti í liðinu undanfarna mánuði. Hann gekk til liðs við rauða herinn árið 2005 frá Villarreal á Spáni og hefur leikið sex leiki fyrir spænska landsliðið þar sem hann er varamaður Iker Casillas hjá Real Madrid. Enski boltinn 7. júní 2007 14:32
Nadal í undanúrslit opna franska Spænski tenniskappinn Rafael Nadal tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis með því að vinna öruggan sigur á landa sínum Carlos Moya í 8-manna úrslitum í dag. Nadal á titil að verja á mótinu og sigraði 6-4, 6-3 og 6-0. Hann mætir Novak Djokovic í næstu umferð. Sjónvarpsstöðin Eurosport er með beina útsendingu frá mótinu í dag. Sport 6. júní 2007 15:28
Nani stóðst læknisskoðun Portúgalski leikmaðurinn Nani hefur staðist læknisskoðun hjá Manchester United og þar með ætti ekkert að koma í veg fyrir að hann skrifi undir samning við liðið á næstu dögum. Enski boltinn 6. júní 2007 15:28
West Ham fær Parker West Ham var rétt í þessu að ganga frá kaupum á Scott Parker frá Newcastle. Parker spilaði eitt tímabil með Newcastle, en var áður hjá Charlton þar Alan Curbishley var í brúnni. Enski boltinn 6. júní 2007 14:49
Fabregas hefur miklar áhyggjur af framtíðinni Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal virðist vera farinn að sjá eftir því að hafa skrifað undir langtímasamning við félagið á árinu, því hann segist 90% viss um að fara frá félaginu ef Arsene Wenger knattspyrnustjóri hætti störfum. Enski boltinn 6. júní 2007 13:59
Foster þarf í uppskurð Markvörðurinn Ben Foster hjá Manchester United getur ekki leikið með liði sínu í upphafi næstu leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að ljóst varð að hann þarf í uppskurð vegna hnémeiðsla. Foster stóð sig vel þegar hann var í láni hjá Watford í vetur og er inni í enska landsliðshópnum. Enski boltinn 6. júní 2007 13:24
Slúðrið á Englandi í dag Bresku slúðurblöðin eru full af safaríkum sögum í dag eins og venjulega, en mikið hefur verið um að vera á leikmannamarkaðnum undanfarna daga. Að venju eru stórliðin á Englandi orðuð við fjölda leikmanna. Enski boltinn 5. júní 2007 17:24
Aston Villa býður 7 milljónir punda í Reo-Coker Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa gerði í dag 7 milljón punda kauptilboð í miðjumanninn Nigel Reo-Coker hjá West Ham. Leikmaðurinn hafði fyrir nokkrum dögum farið fram á að verða seldur frá félaginu og var í kjölfarið settur á hann 8 milljóna punda verðmiði. Hann hefur einnig verið orðaður við Tottenham, Arsenal og Newcastle. Enski boltinn 5. júní 2007 17:21
Fabregas óttast að missa Henry Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal segist óttast að félagi hans Thierry Henry muni ganga í raðir Barcelona í sumar. Vitað er af áhuga Katalóníuliðsins á framherjanum skæða og Fabregas segir að það gæti reynst félaga sínum of freistandi að reyna fyrir sér á Spáni. Enski boltinn 5. júní 2007 16:38
Viduka á leið til Newcastle Framherjinn Mark Viduka hjá Middlesbrough er nú sagður vera við það að ganga í raðir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Hinn 31 árs gamli Ástrali hefur enn ekki framlengt samning sinn við Boro og hefur neitað öllum tilboðum félagsins til þessa. Fjöldi liða á Englandi hafa verið orðuð við framherjann, þar á meðal Birmingham, Portsmouth og West Ham. Viduka skoraði 19 mörk fyrir Boro á síðustu leiktíð. Enski boltinn 5. júní 2007 16:33
Barton í læknisskoðun hjá Newcastle Joey Barton sást í dag með Sam Allardyce, stjóra Newcastle, og er hann talinn vera að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu. Þetta þýðir að allt bendi til að Barton muni velja Newcastle fram yfir West Ham. Enski boltinn 5. júní 2007 14:55
Aston Villa að undirbúa tilboð í Sneijder Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, mun á næstu dögum leggja fram tilboð í miðjumanninn Wesley Sneijder hjá Ajax í Hollandi. Sneijder var á leiðinni til Valencia en ekkert varð úr þeim kaupum. Enski boltinn 5. júní 2007 13:18
Harewood að yfirgefa West Ham Það er alltaf nóg að gerast í herbúðum West Ham, en nú hefur einum framherja liðsins, Marlon Harewood, hefur verið sagt að hann sé ekki inni í framtíðarplani Alan Curbishley. Enski boltinn 5. júní 2007 13:02
Newcastle fær leyfi til að ræða við Barton Það lítur allt út fyrir að Newcastle United sé að vinna kapphlauðið um ólátabelginn Joey Barton. Nú hefur Newcastle fengið leyfi frá Manchester City til að ræða við Barton en þetta kemur fram á sjónvarpsstöðinni Sky. West Ham hefur einnig verið á eftir Barton en virðast vera að missa af lestinni. Enski boltinn 5. júní 2007 11:31
Gerrard segir sig og Lampard spila vel saman Steven Gerrard segir að hann og félagi hans í Enska landsliðinu, Frank Lampard, hafi sannað það fyrir öllum í vináttuleiknum gegn Brasilíu á föstudag að þeir geti vel spilað saman. Enski boltinn 5. júní 2007 10:33
Ramos orðaður við Manchester City Eftir að Claudio Ranieri samdi við Juventus í gær hafa forráðamenn Manchester City snúið sér að að Juande Ramos, stjóra Sevilla, til að fylla í skarð Stuart Pearce. Ramos hefur stjórnað Sevilla í næstum því sex ár. Fótbolti 5. júní 2007 09:26
Wigan fær Sibierski Antoine Sibierski skrifaði í dag undir 2 ára samning við Wigan. Þetta er annar leikmaðurinn sem að Wigan semur við í dag, en Titus Bramble skrifaði undir samning við félagið í morgun. Enski boltinn 4. júní 2007 18:53
Gerrard og Carragher búnir að gera nýjan samning Steven Gerrard og Jamie Carragher skrifuðu undir nýjan samning við Liverpool í dag. Gerrard og Carragher hafa verið lykilmenn í liði Liverpool síðastliðin ár og hjálpuðu liðinu meðal annars að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði. Enski boltinn 4. júní 2007 15:28
West Ham ætla að reyna að fá Barton Samkvæmt SkySports.com ætlar West Ham að veita Newcastle samkeppni um að fá Joey Barton til liðs við sig. West Ham, sem að öllum líkindum festir kaup á leikmanni Newcastle í dag, Scott Parker, er sagt ætla að bjóða 5.5 milljónir punda í leikmanninn. Enski boltinn 4. júní 2007 14:38
Búist við að Parker og Barton færi sig um set á morgun Búist er við að Joey Barton skrifi undir samning hjá Newcastle á morgun en það fer þó eftir því að leikmaður Newcastle, Scott Parker, skrifi undir hjá West Ham áður. Joey Barton, sem hefur vakið mikla athygli fyrir hegðun sína spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England í vetur. Enski boltinn 3. júní 2007 17:10
Stjórnarformaður Sheffield United sannfærður um að liðið haldi sæti sínu í Úrvalsdeildinni Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United er sannfærður um að þegar forráðamenn liðsins fá að flytja mál sitt fyrir úrskurðarnefnd 18. júní muni nefndin dæma Sheffield United í hag og liðið nái að halda sér upp í Úrvalsdeildinni. Enski boltinn 3. júní 2007 16:45
Mourinho: Ég er ósnertanlegur José Mourinho segir að honum finnist hann vera ósnertanlegur á Stamford Bridge. Hann segir að hann sé mjög ánægður með samstarfið á milli hans og eigandans Roman Abramovich, en margar sögur hafa verið þess efnis að slæmt sé á milli þeirra. Enski boltinn 3. júní 2007 13:55
United ekki hættir að kaupa? Þrátt fyrir að David Gill, stjórnarformaður Manchester United, hafi sagt fyrir stuttu að United myndi sennilega ekki fá fleiri leikmenn til liðsins í sumar hafa margir leikmenn verið sterklega orðaðir við félagið. Enski boltinn 3. júní 2007 13:44
Roy Keane ætlar að kaupa Scholes Roy Keane er greinilega hrifinn af fyrrverandi liðsfélugum sínum í Manchester United. Nýjustu fréttir segja að hann ætli að bjóða 2 milljónir punda í Paul Scholes á næstu dögum. Enski boltinn 2. júní 2007 14:49
José Mourinho líður vel með að eyða litlu José Mourinho er sannfærður um að hann geti styrkt Chelsea liðið mikið án þess að eyða miklum peningum. Hann hefur nú fengið Steve Sidwell, Claudio Pizzaro og Alex frítt til liðsins. Hann býst ekki við að borga fyrir neinn leikmann í sumar. Enski boltinn 2. júní 2007 14:26
West Ham að undirbúa tilboð í Richardson Eggert Magnússon og félagar í West Ham eru sagðir vera að undirbúa tilboð í Kieran Richardson, leikmann Manchester United. Tilboðið mun hljóða upp á 4 milljónir punda. Fótbolti 2. júní 2007 13:05
Pizzaro búinn að semja við Chelsea Chelsea er búið að klófesta Claudio Pizzaro frá Bayern Munchen. Chelsea fær leikmanninn frítt, þar sem að samningur hans við Bayern er runninn út. José Mourinho, þjálfari Chelsea hyggst styrkja framlínuna mjög þar sem Didier Drogba og Salomon Kalou munu verða frá vegna Afríkukeppni landsliða eftir áramót. Enski boltinn 1. júní 2007 18:47
Tevez opinn fyrir að vera áfram hjá West Ham Argentíski leikmaðurinn Carlos Tevez segir að hann viti ekkert hvað verður um hann í sumar. Hann veit af áhuga frá nokkrum liðum en segir þó að það gæti vel verið að hann verði áfram á Upton Park. Enski boltinn 1. júní 2007 17:57