Enski boltinn

Pizzaro búinn að semja við Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Chelsea er búið að klófesta Claudio Pizzaro frá Bayern Munchen. Chelsea fær leikmanninn frítt, þar sem að samningur hans við Bayern er runninn út. José Mourinho, þjálfari Chelsea hyggst styrkja framlínuna mjög þar sem Didier Drogba og Salomon Kalou munu verða frá vegna Afríkukeppni landsliða eftir áramót.

"Það er mjög mikilvægt fyrir mig að vinna titla og hér get ég unnið titla, það sem skiptir mig mestu er að vinna meistaradeildina. Ég vildi gera það hjá Munchen en við gátum það ekki," sagði Pizzaro við ChelseaTV.

Framherjinn sem er frá Perú var einnig undir smásjánni hjá Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×