Enski boltinn

Tevez opinn fyrir að vera áfram hjá West Ham

NordicPhotos/GettyImages

Argentínski leikmaðurinn Carlos Tevez segir að hann viti ekkert hvað verður um hann í sumar. Hann veit af áhuga frá nokkrum liðum en segir þó að það gæti vel verið að hann verði áfram á Upton Park.

Tevez vakti mikla athygli síðastliðið sumar þegar hann gekk til liðs við West Ham ásamt félaga sínum Javier Mascherano. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu sló hann í gegn eftir áramót og bjargaði liðinu frá falli.

"Ég er spurður á hverjum degi hvað ég muni gera, en ég er ekki búinn að ákveða mig ennþá," sagði Tevez við TyC Sports. "Ég ræði við umboðsmann minn á hverjum degi um framhaldið, en í augnablikinu er ég leikmaður West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×