
Allardyce vill að Keegan fái meiri tíma
Sam Allardyce segist ekki vera bitur lengur eftir að hann var rekinn frá Newcastle í vetur og vill að forráðamenn félagsins veiti Kevin Keegan lengri tíma en hann fékk sjálfur til að byggja liðið upp.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Sam Allardyce segist ekki vera bitur lengur eftir að hann var rekinn frá Newcastle í vetur og vill að forráðamenn félagsins veiti Kevin Keegan lengri tíma en hann fékk sjálfur til að byggja liðið upp.
Grétar Rafn Steinsson kemur aftur inn í byrjunarlið Bolton fyrir mikilvægan botnbaráttuleik þess gegn Wigan á útivelli sem hefst nú klukkan 15. Gary Megson gerir níu breytingar á hóp sínum frá því í Evrópukeppninni í vikunni, en Heiðar Helguson er ekki í hópnum að þessu sinni.
Walesverjinn Robert Earnshaw hjá Derby segist vera mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en Portúgalinn skoraði sigurmarkið í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni í gær.
Steven Gerrard er þriðji kostur landsliðsþjálfarans Fabio Capello til að taka við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu ef marka má heimildir breska blaðsins News of the World.
George Gillett, annar eigandi Liverpool, hefur fengið tölvupósta frá reiðum stuðningsmönnum þar sem honum er hótað lífláti ef hann láti verða af því að selja félaga sínum Tom Hicks eitthvað af helmingshlut sínum í félaginu.
Hollenski framherjinn Dirk Kuyt hjá Liverpool segir Rafa Benitez vera besta stjóra sem hann hafi starfað með á ferlinum og segir hann hafa reynst sér vel á erfiðu tímabili í lífi sínu.
Breska blaðið News of the World heldur því fram í dag að Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, hafi hug á því að næla í Michael Owen og fleiri sterka leikmenn í sumar.
Sir Alex Ferguson fór fögrum orðum um Cristiano Ronaldo í dag eftir að sá portúgalski tryggði Manchester United sigur á Derby í baráttuleik á útivelli.
Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli sínum Emirates í dag þegar það náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Middlesbrough í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Cristiano Ronaldo var enn og aftur hetja Manchester United í dag þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á botnliði Derby á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fernando Torres hélt uppteknum hætti og skoraði sitt 20. mark í deildinni þegar hann tryggði Liverpool sigur á Reading.
Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan í leik Liverpool og Reading er jöfn 1-1.
Fimm leikir eru nú byrjaðir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann Hreiðarsson spilar stöðu miðvarðar í liði Portsmouth í dag þegar liðið tekur á móti Aston Villa. Ívar Ingimarsson er á sínum stað í vörn Reading sem sækir Liverpool heim.
Jonny Evans, leikmaður norður-írska landsliðsins og Manchester United, verður ekki kærður fyrir nauðgun sem átti að hafa átt sér stað í jólaveislu United í desember síðastliðnum.
Danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger mun ekki spila með Liverpool það sem eftir er af leiktíðinni eftir að ljóst varð að hann þarf í aðra aðgerð vegna ristarbrotsins sem hann varð fyrir í september.
Lið Arsenal á ekki auðvelt verkefni fyrir höndum á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hér fyrir neðan gefur að líta leikjaplanið hjá liðinu frá páskum.
Smelltu hér til að sjá mark Hermanns Hreiðarssonar í 4-2 sigurleik Portsmouth á Birminghma í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Forráðamenn Cardiff hafa staðfest að Sir Alex Ferguson hafi sett sig í samband við félagið til að spyrjast fyrir um miðjumanninn Aaron Ramsey. Hinn 17 ára gamli Ramsey þykir mikið efni og átti stóran þátt í góðu gengi liðsins í bikarkeppninni.
Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur verið lánaður frá Manchester City til Coventry út leiktíðina. Chris Coleman stjóri Coventry segir son goðsagnarinnar Peter Schmeichel eiga framtíðina fyrir sér.
Íslendingalið West Ham hefur mátt þola þrjú 4-0 töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þessi töp eru verstu skellir liðs í þremur leikjum í röð í hálfa öld í efstu deild á Englandi.
Alexander Hleb hjá Arsenal segir að markvörðurinn Jens Lehmann sé fýlupúki. Hann segir að markvörðurinn þýski hafi varla yrt á nokkurn mann hjá liðinu á æfingum síðan hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu.
Emmanuel Adebayor hjá Arsenal segist harður á því að hafa betur en Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í baráttunni um gullskóinn á Englandi.
Paul Jewell stjóri Derby var auðmjúkur eftir að hans menn voru teknir í bakaríið 6-1 af Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær, þar sem Frank Lampard skoraði fjögur mörk.
Avram Grant stjóri Chelsea hefur ítrekað að Chelsea muni gera allt sem í valdi þess stendur til að halda miðjumanninum Frank Lampard, en hann hefur verið orðaður við mörg af stóru liðunum á meginlandinu í fjölmiðlum að undanförnu.
Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, segist ekki vera að hætta störfum til að gerast stjóri í ensku úrvalsdeildinni eins og enskir fjölmiðlar hafa greint frá undanfarið.
Juande Ramos stjóri Tottenham vildi ekki skella skuldinni á leikmenn sína í gærkvöld eftir að þeir féllu úr leik í Uefa keppninni eftir vítakeppni gegn PSV Eindhoven.
Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld.
Þrír leikur fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hermann Hreiðarsson skoraði í 4-2 sigri Portsmouth á Birmingham og Chelsea fór heldur illa með botnlið Derby.
Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, hefur heitið því að koma Cardiff City til aðstoðar verði liðinu meinuð þátttaka í UEFA-bikarkeppninni.
Ensku stórliðin sem komin eru áfram í Meistaradeild Evrópu eiga von á ríkulegum bónusum vegna sjónvarpstekna ef þau komast áfram í undanúrslitin.
Bolton á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sporting í Lissabon í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Uefa keppninnar annað kvöld. Bolton flaug til Portúgal í dag án 12 fastamanna, en Heiðar Helguson var einn þeirra sem fór með í ferðina.