Enski boltinn

Beckham fær að spila á morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Beckham spilar í París á morgun.
David Beckham spilar í París á morgun.

Ljóst er David Beckham mun leika sinn hundraðasta landsleik á morgun þegar England og Frakkland mætast í vináttulandsleik í París.

„Ég hef það ekki í mér að láta hann koma alla leið frá Bandaríkjunum og leyfa honum ekkert að spila," sagði Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands.

Með því að spila sinn hundraðasta landsleik fetar Beckham í fótspor Bobby Moore, Bobby Charlton, Billy Wright og Peter Shilton. Sá síðastnefndi á landsleikjametið fyrir England en hann lék 125 landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×