Enski boltinn

Benítez vill ræða við Hackett

Elvar Geir Magnússon skrifar
Benítez reynir að róa Mascherano.
Benítez reynir að róa Mascherano.

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, vill ræða við yfirmann dómaramála á Englandi. Það er Keith Hackett sem gegnir þeirri stöðu en á morgun kemur í ljóst hversu langt bann Javier Mascherano fær.

„Ég vil fund með Hackett því það er mikilvægt að komast að niðurstöðu. Hjá Liverpool virðum við leikinn, reglurnar og dómarana," sagði Benítez.

Mascherano fékk rauða spjaldið gegn Manchester United en það mun ekki hjálpa honum að hann missti algjörlega stjórn á skapi sínu eftir að hafa fengið brottvísunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×