Enski boltinn

Lampard vill Terry með bandið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frank Lampard og John Terry.
Frank Lampard og John Terry.

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, vill að John Terry liðsfélagi sinn verði fyrirliði enska landsliðsins til frambúðar. Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello á enn eftir að tilkynna hver verði fyrirliði undir sinni stjórn.

„Stjórinn velur þann sem hann telur bestan í hlutverkið. Það eina sem ég get sagt er að John Terry er sannur leiðtogi innan og utan vallarins. Utan vallarins fær hann menn saman og er sterk persóna í búningsklefanum," segir Lampard.

„Ég get allavega gefið honum mín bestu meðmæli. Auðvitað eru aðrir leikmenn sem koma til greina en John er hæfastur," segir Lampard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×