Enski boltinn

Ronaldo og Fabregas áberandi í tölfræðinni

Cesc Fabregas hefur átt flestar sendingar og flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur
Cesc Fabregas hefur átt flestar sendingar og flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur NordcPhotos/GettyImages

Leikmenn Arsenal eru í algjörum sérflokki þegar kemur að tölfræði yfir flestar sendingar í ensku úrvalsdeildinni. Vísir stiklar á stóru yfir helstu tölfræðiþættina í deildinni.

Arsenal-liðið er þekkt fyrir að spila fallegan fótbolta þar sem knötturinn er látinn ganga vel milli manna og það endurspeglast rækilega í tölfræðinni yfir flestar sendingar.

Segja má að það séu Cristiano Ronaldo og Cesc Fabregas sem eru mest áberandi í tölfræðiþáttum einstaklinga í deildinni. Ronaldo fyrir knattrak sitt og markaskorun - en Fabregas fyrir sendingar sínar.

Flest skot: Cristiano Ronaldo, Man Utd, 110

Flestar sendingar: Cesc Fabregas, Arsenal, 1922

Flestar tæklingar: Nigel Reo-Coker, Aston Villa, 142

Flest hlaup/knattrak: Cristiano Ronaldo, Man Utd, 141

Flestar fyrirgjafir: David Bentley, Blackburn, 343

Oftast rangstæður: Emmanuel Adebayor, Arsenal, 58

Flest brot: Kevin Davies, Bolton, 81

Flest brot/lið: Blackburn 478

Flest skot/lið: Man Utd, 469

Markahæstir:

Ronaldo, Man Utd, 25 mörk

Torres, Liverpool, 20 mörk

Adebayor, Arsenal, 19 mörk

Keane, Tottenham, 14 mörk

Santa Cruz, Blackburn, 14 mörk

Flestar stoðsendingar:

Fabregas, Arsenal, 14

Young, Arsenal, 12

Kalou, Chelsea, 10

Berbatov, Tottenham, 9

Rooney, Man Utd, 9

Shorey, Reading, 9

Flest varin skot:

Hahnneman, Reading, 125

James, Portsmouth, 120

Taylor, Birmingham, 107

Friedel, Blackburn 99

Green, West Ham, 96

Flestar tæklingar:

Reo-Coker, Aston Villa, 142

Mascherano, Liverpool, 141

Muamba, Birmingham 124

Clichy, Arsenal, 122

Malbranque, Tottenham 122

Flestar sendingar:

Fabregas, Arsenal, 1922

Flamini, Arsenal, 1611

Clichy, Arsenal, 1590

Gerrard, Liverpool, 1435

Hleb, Arsenal, 1383

Síbrotamennirnir:

Smith, Newcastle, 75 brot, 8 gul, 1 rautt - 105 refsistig

Davies, Bolton, 81 brot, 7 gul, 0 rautt - 102 refsistig

Reo-Coker, Aston Villa, 68 brot, 8 gul, 1 rautt - 98 refsistig

Það er Opta sem heldur utan um tölfræðina í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×