Enski boltinn

Beckham ætlar að eiga treyjuna

NordcPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn David Beckham segir ekki koma til greina hjá sér að skiptast á treyjum við frönsku landsliðsmennina ef hann fær að spila í vináttuleik þjóðanna annað kvöld.

Fái Beckham að spila verður þetta 100. landsleikur hans á ferlinum og ætlar hann því að bæta treyjunni í safn sitt ef af því verður. Beckham spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir nærri tólf árum.

"Ég ætla að eiga treyjuna og sokkana og allt sem ég kem höndum á í búningsklefanum. Ég hef skipt um treyjur við nokkra frábæra leikmen í gegn um tíðina en ég ætla að halda þessari," sagði Beckham, sem getur orðið aðeins fimmti Englendingurinn til að spila 100 landsleiki fyrir þjóð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×