

Enski boltinn
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Leikirnir

Æfur Moyes vill afsökunarbeiðni frá VAR
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var æfur eftir tapið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær og krafðist þess að fá afsökunarbeiðni frá dómarayfirvöldum vegna þess að Hamrarnir fengu ekki vítaspyrnu í leiknum.

Stríddi pabba sínum í beinni útsendingu
Shaun Wright-Phillips gat ekki stillt sig um að skjóta á pabba sinn, Ian Wright, á meðan toppslag Manchester City og Arsenal stóð.

Erling braut fjörutíu marka múrinn
Erling Haaland hefur komið með beinum hætti að fjörutíu mörkum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili, það er með því að skora sjálfur eða leggja upp mark fyrir félaga sína.

Tóku þeir Arsenal-liðið á taugum fyrir leik?
Úrslitaleikur eða ekki úrslitaleikur. Það virtist vera spurningin en bara hjá einum manni. Manchester City rúllaði upp Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur nú allt í sínum höndum til að vinna enska titilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sex árum.

Eyddi þrettán mínútum í markspyrnur gegn Arsenal
Gavin Bazunu, markvörður Southampton eyddi þrettán mínútum í að taka markspyrnur i 3-3 jafnteflinu gegn Arsenal þegar liðin mættust á dögunum. Þá tekur Nick Pope, markvörður Newcastle United, að meðaltali 37 sekúndur í hverja markspyrnu.

„Raunveruleikinn er sá að við erum enn á eftir Arsenal“
Þrátt fyrir 4-1 sigur á Arsenal í kvöld þá sendi Pep Guardiola skýr skilaboð til sinna manna þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Manchester City mun ekki slaka á þrátt fyrir sigurinn og þó liðið eigi leiki til góða. Það þarf að klára dæmið.

Manchester City pakkaði Arsenal saman í toppslagnum á Englandi
Englandsmeistarar Manchester City unnu Arsenal 4-1 á Etihad-vellinum í Manchester í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar.

Meistaradeildarvonir Liverpool lifa | Ömurlegt gengi Chelsea heldur áfram
Liverpool kom til baka gegn West Ham United og hélt Meistaradeildarvonum sínum á lífi með sigri í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Allt og allir sem tengjast Chelsea óska þess svo að tímabilið klárist sem fyrst en liðið tapaði gegn Brentford á heimavelli í kvöld.

Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum
Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust.

Spurðu Guardiola að því hvernig sé hægt að stoppa Haaland
Manchester City tekur á móti Arsenal í kvöld í óbeinum úrslitaleik um enska meistaratitilinn.

Arteta: Leikurinn gegn City mun ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni
Flestir líta á leik Manchester City og Arsenal í kvöld sem úrslitaleik um Englandsmeistaratitilinn í ár. Knattspyrnustjóri Arsenal er þó ekki á því að þessi leikur ráði endanlega úrslitum.

Vardy bjargaði stigi fyrir Leicester | Aston Villa heldur enn í Evrópudrauma
Jamie Vardy reyndist hetja Leicester er hann bjargaði stigi fyrir liðið gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Aston Villa setur stefnuna á Evrópukeppni á næsta tímabili eftir 1-0 sigur gegn Fulham.

Jói Berg og félagar deildarmeistarar í ensku B-deildinni
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í ensku B-deildinni í knattspyrnu með 1-0 útisigri gegn Blackburn.

Bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum sem mættu á afhroðið gegn Newcastle
Leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham hafa boðið stuðningsmönnum sínum sem ferðuðust til Newcastle og sáu liðið niðurlægt gegn heimamönnum að endurgreiða þeim miðaverðið.

Skilinn eftir heima eftir frekjukast
Jonjo Shelvey, leikmaður Nottingham Forest, var settur út úr leikmannahópi nýliðanna fyrir leikinn gegn Liverpool eftir að honum var tjáð að hann yrði ekki í byrjunarliðinu.

Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar
Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar.

Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna.

Nagelsmann boðið að taka við Tottenham
Samkvæmt þýskum fjölmiðlum var Julian Nagelsmann, fyrrverandi þjálfara Bayern München, boðið að taka við Tottenham Hotspur eftir afhroðið gegn Newcastle United um liðna helgi. Nagelsmann afþakkaði boðið en virðist vera tilbúinn að ræða betur við félagið í sumar.

Spurs rak vin Contes eftir afhroðið gegn Newcastle
Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham hefur rekið bráðabirgðastjórann Cristian Stellini úr starfi.

Weghorst kyssti boltann fyrir vítið örlagaríka hjá March
Wout Weghorst skoraði ekki bara úr sinni spyrnu í vítakeppninni í leik Brighton og Manchester United í ensku bikarkeppninni í gær heldur gæti hann hafa truflað Solly March áður en honum brást bogalistin á punktinum.

Fyrsta sinn sem Man Utd fer áfram eftir vítaspyrnukeppni í enska bikarnum
Sagan var ekki beint með Manchester United þegar flautað var til loka framlengingar í leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag.

Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna
Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins.

Chelsea með augastað á Neymar
Eins ótrúlegt og það hljómar þá gæti enska knattspyrnufélagið Chelsea reynt að festa kaup á Brasilíumanninum Neymar í sumar.

„Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“
Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley.

Segir Tottenham að skammast sín og hjólar í stjórn félagsins
Jamie Carragher, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi sparkspekingur Sky Sports segir enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham að skammast sín en liðið tapaði í gær 6-1 fyrir Newcastle United.

Dagný og stöllur biðu afhroð gegn Manchester City
Íslenska atvinnu- og landsliðskonan í knattspyrnu, Dagný Brynjarsdóttir, var í byrjunarliði West Ham United sem steinlá gegn Manchester City í efstu deild Englands í dag. Lokatölur 6-2 sigur Manchester City.

Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag.

Newcastle niðurlægði Tottenham og stefnan er sett á Meistaradeildina
Newcastle vann vægast sagt sannfærandi sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 6-1 í leik sem var nánast búinn áður en hann byrjaði og Newcastle er nú í kjörstöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Segir „hárblásarameðferð“ Fergusons stundum nauðsynlega
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki vera hræddur við að nota hina frægu „hárblásarameðferð“ á leikmenn sína. Sir Alex Ferguson notaði meðferðina í ófá skipti og Ten Hag segir hana stundum nauðsynlega til að koma skilboðum til leikmanna til skila.

Segja Jóhann Berg og félaga sæta rannsókn fyrir hagræðingu úrslita
Enski miðillinn The Daily Mail fullyrðir að Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley sæti nú rannsókn fyrir hagræðingu úrslita eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Reading í ensku B-deildinni fyrr í mánuðinum.