

Alþingi
Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Íhugar að fara með álit siðanefndar fyrir Evrópuráð
Segir forsætisnefnd gjörspillta.

Áætluð skattsvik yfir þriggja ára tímabil um 80 milljarðar á ári
Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020.

Segir forsætisnefnd gjörspillta
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson.

Makrílkvóti íslenskra skipa verður aukinn
Makrílkvóti íslenskra skipa verður aukinn úr 108 í 140 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra segir að áfram verði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu.

Lilja skyggir á bæði Sigurð og Katrínu
Lilja Alfreðsdóttir nýtur mests trausts allra ráðherra samkvæmt nýrri könnun. Hún nýtur margfalt meira trausts meðal Framsóknarmanna en formaður flokksins. Sá ráðherra sem helst er vantreyst er Bjarni Benediktsson.

Makríllinn formlega kvótasettur
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls.

Björn Bjarnason kallar eftir rökum frá Davíð
Björn segir að Morgunblaðið skuldi lesendum sínum skýringu á valdaframsalinu sem það telur felast í þriðja orkupakkanum og sé forsenda andstöðu blaðsins við hann.

Hæðist að Hjörleifi fyrir að hafa kallað sig „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“
Twitter-færsla Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur einkenndist af mikilli kaldhæðni.

Miðflokkurinn kominn á mikið flug
Miðflokkurinn nálgast kjörfylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins dalar hins vegar. Vinstri græn bæta við sig fylgi ein stjórnarflokka. Píratar eru stærstir í stjórnarandstöðu.

Einkavæðing Íslandspósts ekki valkostur sem Katrín sér fyrir sér
Forsætisráðherra hugnast ekki hugmyndir um einkavæðingu Íslandspósts.

Telja hugleiðingar fjármálaráðherra um einkavæðingu Íslandspósts fráleitar
Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, reynir að telja fjármálaráðherra hughvarf í opnu bréfi.

Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum
Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf.

Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“
Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla.

Katrín segir Katrínu á villigötum
Stjórnarskrárfélagið sendir forsætisráðherra tóninn og krefst þess að hún standi með almenningi.

Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra
Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma
Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast.

„Ótækt“ að pólitísk öfl hafi lokaorðið um niðurstöðu hugsanlegra brota
Fyrsti varaforseti Alþingis segir siðanefndarferlið vera gallað.

Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það
Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði.

Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað
Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina.

Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus.

Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar
Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar.

Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki
Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær.

Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest
Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins.

Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst
Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun.

Tími til að vakna
Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?

Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins.

Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu.

Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi.

Aukið fjármagn í málefni hinsegin fólks
Þrettán milljónir króna verða lagðar í þróun á verkefni á vegum Sameinuðu Þjóðanna, til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks.