Hægjum á okkur fyrir framtíðina Andrés Ingi Jónsson skrifar 15. desember 2019 12:30 Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er „grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir allt fólk með öndunarfærasjúkdóma og raska daglegu lífi leikskólabarna, sem þarf að halda innan dyra á gráum dögum. Síðustu árin hefur áherslan sem betur fer snúist við, þannig að harðar er lagt að þeim sem valda menguninni að bæta ástandið. Fólk er hvatt til að hvíla bílinn og til að hjálpa við það hefur til dæmis verið frítt í strætó á gráum dögum þetta árið. Með nýjum umferðarlögum sem taka gildi um áramótin er jafnframt komin inn heimild fyrir sveitarfélög að takmarka bílaumferð tímabundið vegna loftmengunar. Gráir dagar og loftslagsbreytingar En tímabundnar takmarkanir á umferð taka bara á skammtímavanda eins og gráum dögum. Of mikil umferð er líka langtímavandamál. Þegar allt er talið til, þá eru vegasamgöngur losun stærsti einstaki þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú staða endurspeglast m.a. í því að annar af tveimur meginþáttum í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum snýr að orkuskiptum í samgöngum. Þar er mikið verk að vinna því þróun undanfarinna ára hefur verið í öfuga átt. Á meðan heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman í flestum flokkum hefur losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega á undanförnum árum. Hlutdeild vegasamgangna í losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda var 26% árið 2005. Þetta hlutfall var komið upp í 34% árið 2017. Orkuskiptin ein og sér duga ekki til, heldur er mikilvægt að draga úr vegasamgöngum eins og frekast er unnt – að fækka bílum á götunum – hvort sem það er með uppbyggingu borgarlínu, eflingu hjólreiða eða þéttingu byggðar. Allt þetta hefur líka jákvæð áhrif á loftgæði í nærumhverfinu, því stöðug aukingin bílaumferðar eykur svifryk, alveg sama hvort bílarnir eru knúnir bensíni eða rafmagni. Þannig geta sömu aðgerðir gagnast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og gegn gráu dögunum. Öfug þróun í lagasetningu Um áramótin taka gildi ný umferðarlög. Þar er margt fært til betri vegar, enda voru gömlu lögin komin til ára sinna. Eitt nýmæli mætti hins vegar staldra við og skoða betur: Heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum með aðgreindar akstursstefnur – allt að 110 km á klst. Þegar þessi breyting var rædd í þingsal komu ekki fram upplýsingar um möguleg umhverfisáhrif af þessu, en öll mengun frá bílum vex veldisvexti með auknum hraða. Það skýtur skökku við að stjórnvöld berjist fyrir því að draga úr mengun frá umferð, en á sama tíma sé opnað fyrir heimild til að auka hana. Víða um lönd er þróunin sú að draga úr hámarkshraða. Þannig ákvað hollenska þingið í haust að lækka hámarkshraða á hraðbrautum úr 120/130 km á klst. niður í 100 km á klst., eftir að ítarleg greining sýndi fram á að sú breyting myndi skila talsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Sú greining benti jafnframt á þá þekktu staðreynd að hærri hámarkshraði leiðir síður en svo til aukinnar afkastageta vegakerfisins – þvert á móti verður hann til þess að stíflur myndast oftar þannig að skilvirkni samgöngukerfisins getur hreinlega minnkað með auknum hámarkshraða. Í íslensku samhengi þarf sérstaklega að skoða þetta á þeim götum innan þéttbýlis þar sem leyfður hámarkshraði er í dag hækkaður upp í 80 km á klst. Þess vegna lagði ég nýlega fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að kalla eftir því m.a. hvaða upplýsingar ráðherra hefur um áhrif hærri hámarkshraða á afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. Það gæti nefnilega vel verið að með því að lækka hámarkshraðann yrði útkoman ekki bara færri gráir dagar og lægri slysatíðni, heldur jafnframt greiðari umferð. Þannig myndu öll græða! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er „grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir allt fólk með öndunarfærasjúkdóma og raska daglegu lífi leikskólabarna, sem þarf að halda innan dyra á gráum dögum. Síðustu árin hefur áherslan sem betur fer snúist við, þannig að harðar er lagt að þeim sem valda menguninni að bæta ástandið. Fólk er hvatt til að hvíla bílinn og til að hjálpa við það hefur til dæmis verið frítt í strætó á gráum dögum þetta árið. Með nýjum umferðarlögum sem taka gildi um áramótin er jafnframt komin inn heimild fyrir sveitarfélög að takmarka bílaumferð tímabundið vegna loftmengunar. Gráir dagar og loftslagsbreytingar En tímabundnar takmarkanir á umferð taka bara á skammtímavanda eins og gráum dögum. Of mikil umferð er líka langtímavandamál. Þegar allt er talið til, þá eru vegasamgöngur losun stærsti einstaki þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú staða endurspeglast m.a. í því að annar af tveimur meginþáttum í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum snýr að orkuskiptum í samgöngum. Þar er mikið verk að vinna því þróun undanfarinna ára hefur verið í öfuga átt. Á meðan heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman í flestum flokkum hefur losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega á undanförnum árum. Hlutdeild vegasamgangna í losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda var 26% árið 2005. Þetta hlutfall var komið upp í 34% árið 2017. Orkuskiptin ein og sér duga ekki til, heldur er mikilvægt að draga úr vegasamgöngum eins og frekast er unnt – að fækka bílum á götunum – hvort sem það er með uppbyggingu borgarlínu, eflingu hjólreiða eða þéttingu byggðar. Allt þetta hefur líka jákvæð áhrif á loftgæði í nærumhverfinu, því stöðug aukingin bílaumferðar eykur svifryk, alveg sama hvort bílarnir eru knúnir bensíni eða rafmagni. Þannig geta sömu aðgerðir gagnast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og gegn gráu dögunum. Öfug þróun í lagasetningu Um áramótin taka gildi ný umferðarlög. Þar er margt fært til betri vegar, enda voru gömlu lögin komin til ára sinna. Eitt nýmæli mætti hins vegar staldra við og skoða betur: Heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum með aðgreindar akstursstefnur – allt að 110 km á klst. Þegar þessi breyting var rædd í þingsal komu ekki fram upplýsingar um möguleg umhverfisáhrif af þessu, en öll mengun frá bílum vex veldisvexti með auknum hraða. Það skýtur skökku við að stjórnvöld berjist fyrir því að draga úr mengun frá umferð, en á sama tíma sé opnað fyrir heimild til að auka hana. Víða um lönd er þróunin sú að draga úr hámarkshraða. Þannig ákvað hollenska þingið í haust að lækka hámarkshraða á hraðbrautum úr 120/130 km á klst. niður í 100 km á klst., eftir að ítarleg greining sýndi fram á að sú breyting myndi skila talsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Sú greining benti jafnframt á þá þekktu staðreynd að hærri hámarkshraði leiðir síður en svo til aukinnar afkastageta vegakerfisins – þvert á móti verður hann til þess að stíflur myndast oftar þannig að skilvirkni samgöngukerfisins getur hreinlega minnkað með auknum hámarkshraða. Í íslensku samhengi þarf sérstaklega að skoða þetta á þeim götum innan þéttbýlis þar sem leyfður hámarkshraði er í dag hækkaður upp í 80 km á klst. Þess vegna lagði ég nýlega fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að kalla eftir því m.a. hvaða upplýsingar ráðherra hefur um áhrif hærri hámarkshraða á afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. Það gæti nefnilega vel verið að með því að lækka hámarkshraðann yrði útkoman ekki bara færri gráir dagar og lægri slysatíðni, heldur jafnframt greiðari umferð. Þannig myndu öll græða!
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun