Hvalkjöt ekki lengur eftirsótt í japan Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. mars 2014 10:00 Salan í Japan er nú orðið að mestu bundin við sérverslanir eða sérhæfða veitingastaði. Vísir/AP Á seinni árum hefur sala á hvalkjöti verið treg í Japan. Það hefur safnast fyrir í frystigeymslum við hafnir landsins. Fyrir nokkrum áratugum var hvalkjöt ein helsta uppistaðan í fæðu Japana. Nú er svo komið að það selst varla nema á sérhæfðum veitingastöðum og í sérverslunum, og er þar nokkru dýrara en annað kjötmeti. Í sumum sjávarplássum, sem hafa leyfi til strandveiða í smærri stíl, er hvalur að vísu oftar á borðum en almennt tíðkast annars staðar í landinu. Þá hefur hvalkjöt verið notað í stórum stíl í skólamáltíðir, en sú notkun þess hefur verið gagnrýnd. Birgðir af hvalkjöti í frystigeymslum landsins voru 4.600 tonn í lok ársins 2012, en voru 2.500 tonn árið 2002. Þrátt fyrir þetta stefna Japanar á að veiða um 1.300 hrefnur á ári hverju, auk þess sem Íslendingar gera sér vonir um að þeir taki við allt að 2.000 tonnum af kjöti sem verið er að flytja þangað þessa dagana. Á mánudaginn kemur kveður Alþjóðadómstóllinn í Haag upp endanlegan úrskurð í deilu Ástrala og Japana um hvalveiðar. Ástralar fara fram á að svonefndar vísindaveiðar Japana við Suðurskautsland verði úrskurðaðar ólöglegar, en Japanar segja dómstólinn ekki hafa lögsögu í þessari deilu og vilja að hann viðurkenni það. Úrskurðurinn nær eingöngu til hvalveiða Japana við Suðurskautsland, en þar hafa þeir veitt um þúsund dýr árlega. Jafnvel þótt úrskurðurinn falli Áströlum í vil, þá breytir það engu um aðrar hvalveiðar Japana, en þeir stunda einnig hvalveiðar í Norður-Kyrrahafi og heima við, út af ströndum Japans. Í skýrslu sérfræðinga árið 2011 var nefnt að líklega myndu strandveiðar í smáum stíl duga til þess að anna þeirri litlu eftirspurn, sem enn er eftir hvalkjöti í Japan. Yfirlýst markmið vísindaveiðanna, sem Japanar hafa stundað allt frá árinu 1987, er að kanna hvort hvalveiðar í hagnaðarskyni geti verið sjálfbærar í þeim skilningi að hvalastofnarnir þoli þær, en spurningin virðist nú fremur snúast um það hvort þær borgi sig. „Það er ekki raunhæft að hefja hvalveiðar í hagnaðarskyni á ný. Þetta markmið er ekki lengur neitt annað en réttlæting þess að halda áfram vísindaveiðum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Ayako Okubo, sem er haffræðingur við háskólann í Tokai. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Á seinni árum hefur sala á hvalkjöti verið treg í Japan. Það hefur safnast fyrir í frystigeymslum við hafnir landsins. Fyrir nokkrum áratugum var hvalkjöt ein helsta uppistaðan í fæðu Japana. Nú er svo komið að það selst varla nema á sérhæfðum veitingastöðum og í sérverslunum, og er þar nokkru dýrara en annað kjötmeti. Í sumum sjávarplássum, sem hafa leyfi til strandveiða í smærri stíl, er hvalur að vísu oftar á borðum en almennt tíðkast annars staðar í landinu. Þá hefur hvalkjöt verið notað í stórum stíl í skólamáltíðir, en sú notkun þess hefur verið gagnrýnd. Birgðir af hvalkjöti í frystigeymslum landsins voru 4.600 tonn í lok ársins 2012, en voru 2.500 tonn árið 2002. Þrátt fyrir þetta stefna Japanar á að veiða um 1.300 hrefnur á ári hverju, auk þess sem Íslendingar gera sér vonir um að þeir taki við allt að 2.000 tonnum af kjöti sem verið er að flytja þangað þessa dagana. Á mánudaginn kemur kveður Alþjóðadómstóllinn í Haag upp endanlegan úrskurð í deilu Ástrala og Japana um hvalveiðar. Ástralar fara fram á að svonefndar vísindaveiðar Japana við Suðurskautsland verði úrskurðaðar ólöglegar, en Japanar segja dómstólinn ekki hafa lögsögu í þessari deilu og vilja að hann viðurkenni það. Úrskurðurinn nær eingöngu til hvalveiða Japana við Suðurskautsland, en þar hafa þeir veitt um þúsund dýr árlega. Jafnvel þótt úrskurðurinn falli Áströlum í vil, þá breytir það engu um aðrar hvalveiðar Japana, en þeir stunda einnig hvalveiðar í Norður-Kyrrahafi og heima við, út af ströndum Japans. Í skýrslu sérfræðinga árið 2011 var nefnt að líklega myndu strandveiðar í smáum stíl duga til þess að anna þeirri litlu eftirspurn, sem enn er eftir hvalkjöti í Japan. Yfirlýst markmið vísindaveiðanna, sem Japanar hafa stundað allt frá árinu 1987, er að kanna hvort hvalveiðar í hagnaðarskyni geti verið sjálfbærar í þeim skilningi að hvalastofnarnir þoli þær, en spurningin virðist nú fremur snúast um það hvort þær borgi sig. „Það er ekki raunhæft að hefja hvalveiðar í hagnaðarskyni á ný. Þetta markmið er ekki lengur neitt annað en réttlæting þess að halda áfram vísindaveiðum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Ayako Okubo, sem er haffræðingur við háskólann í Tokai.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira