Fleiri fréttir

Fyrsta verkfæraverslunin

Verslunin Brynja fagnar aldarafmæli í dag. Hún plumar sig á Laugaveginum innan um lundabúðir og kaffihús. Búðargluggar hennar voru í byrjun þeir stærstu í borginni.

Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal

Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni.

Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu

Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair.

Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði

"Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Play útskýrir frímiðaleikinn

Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit.

Birna Íris frá Sjóvá til Haga

Birna Íris Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Högum og dótturfélögum.

Skattaafsláttur vegna hlutabréfa á dagskrá

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stefna að því að leggja fram frumvarp í næstu viku sem miðar að innleiðingu skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa. Ætlað að hvetja til þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og auka þannig virkni.

Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri

Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.

Stýrivextir halda áfram að lækka

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%.

Gervigreind mun gerbreyta atvinnulífinu

Gervigreind mun hafa gríðarlegar breytingar á atvinnulífinu í för með sér. Þetta segir Guðmundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og var yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant.

Claire til BBA/Fjeldco

Enski lögmaðurinn Claire Broomhead, sem hefur undanfarin ár verið eigandi hjá LOGOS og starfað á skrifstofu lögmannsstofunnar í London, hefur gengið til liðs við BBA/Fjeldco sem eigandi.

Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir

Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels.

Jón og Kolbeinn vilja fara í stjórn Símans

Útlit fyrir átök um stjórnarsæti í Símanum. Stoðir tefla fram Jóni Sigurðssyni og þá mun Kolbeinn Árnason lögmaður sækjast eftir stuðningi til að koma nýr inn í stjórn.

Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta

Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins.

Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur

Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar.

Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika

Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag.

Play kynnt til leiks

Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum.

Minnka plastið um 85 prósent

Arna, laktósafría mjólkurvinnslan í Bolungarvík, hefur kynnt til leiks nýjar umhverfisvænni umbúðir fyrir þykku ab mjólk sína.

WAB air verður Play

Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín.

Vilja rækta papaja og mangó í Ölfusi

Fjárfestar stefna að því að reisa allt að fimm hundruð þúsund fermetra gróðurhús hér á landi. Formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda félagsins segir hugmyndina að Ísland verði matvælaland heimsins. Háð orkuverði hvort verkefnið sé raunhæft.

Sjá næstu 50 fréttir