Viðskipti innlent

Birna Íris frá Sjóvá til Haga

Atli Ísleifsson skrifar
Birna Íris Jónsdóttir.
Birna Íris Jónsdóttir. Lárus Karl Ingason

Birna Íris Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Högum og dótturfélögum.

Í tilkynningu frá Högum segir að um sé að ræða nýja stöðu sem hafi orðið til í kjölfar skipulagsbreytinga innan Haga sem tilkynnt var um í ágúst síðastliðnum. Birna Íris hefur störf þann 15. nóvember næstkomandi.

„Birna Íris hefur áralanga reynslu af upplýsingatækni og stafrænni vegferð fyrirtækja. Hún kemur til Haga frá Sjóvá þar sem hún hefur starfað sem forstöðumaður upplýsingatækni síðastliðin tvö og hálft ár. Fyrir það starfaði Birna Íris hjá Landsbankanum í sex ár sem deildarstjóri á upplýsingatæknisviði.

Birna Íris er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.