Viðskipti innlent

Birna Íris frá Sjóvá til Haga

Atli Ísleifsson skrifar
Birna Íris Jónsdóttir.
Birna Íris Jónsdóttir. Lárus Karl Ingason
Birna Íris Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Högum og dótturfélögum.Í tilkynningu frá Högum segir að um sé að ræða nýja stöðu sem hafi orðið til í kjölfar skipulagsbreytinga innan Haga sem tilkynnt var um í ágúst síðastliðnum. Birna Íris hefur störf þann 15. nóvember næstkomandi.„Birna Íris hefur áralanga reynslu af upplýsingatækni og stafrænni vegferð fyrirtækja. Hún kemur til Haga frá Sjóvá þar sem hún hefur starfað sem forstöðumaður upplýsingatækni síðastliðin tvö og hálft ár. Fyrir það starfaði Birna Íris hjá Landsbankanum í sex ár sem deildarstjóri á upplýsingatæknisviði.Birna Íris er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
6,73
61
1.304.993
TM
4,61
19
329.264
REGINN
4,23
10
71.102
EIK
2,7
9
106.040
ARION
2,16
7
16.943

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-14,41
59
25.776
REITIR
-1,67
9
53.544
SIMINN
-0,29
13
230.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.