Útlit fyrir að fastir vextir íbúðalána hækki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2019 06:00 Íslenskir fasteignaeigendur gætu þurft að greiða hærri vexti á næstunni. Fréttablaðið/Ernir Útlit er fyrir að fastir vextir íbúðalána muni hækka þrátt fyrir vaxtalækkunina sem Seðlabanki Íslands greindi frá í gær, að sögn Agnars Tómasar Möller, sjóðsstjóra hjá Júpíter. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að lækka vexti bankans um 0,25 prósent og verða meginvextirnir því þrjú prósent. Vextir bankans hafa lækkað um 1,5 prósent frá því í maí á þessu ári. Skýrt kom fram í tali seðlabankastjóra og aðalhagfræðings að ekki væri útlit fyrir frekari vaxtalækkanir, gangi spár bankans eftir. Þótt vextir Seðlabankans hafa lækkað líkt og búist var við, fóru skilaboðin öfugt ofan í skuldabréfamarkaðinn. „Viðbrögð markaðarins hafa verið á þá leið að raunvextir hafa hækkað nokkuð skarpt, ekki síst á sértryggðum skuldabréfum og öðrum vel tryggum skuldabréfum, og því má reikna með að fastir vextir íbúðalána geti tekið að hækka á ný á næstunni sem og vextir fyrirtækja sem hyggjast fjármagna sig á skuldabréfamarkaði,“ segir Agnar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að á sama tíma og Seðlabankinn sé að lækka vexti sé hann einnig að senda skýr skilaboð um að raunvaxtaaðhald muni ekki lækka horft fram á veginn. Aðhaldsstig Seðlabankans hverju sinni er mælt með svokölluðum virkum vöxtum Seðlabankans að frádreginni verðbólgu, það er svokallað raunvaxtastig peningastefnunnar. Agnar segir að aðstæður í hagkerfinu hér heima og erlendis stýri að mestu hvert hæfilegt aðhaldsstig sé hverju sinni ásamt verðbólguvæntingum. Hann bendir á að bankinn spái 2,2 prósenta verðbólgu eftir eitt ár sem er aðeins hærra en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til sama tíma. „Haldist vextir bankans óbreyttir og verðbólguspá bankans og markaðarins rætist, mun því raunvaxtaaðhald bankans vera um 0,8 prósent, og reyndar nokkuð hærra því virkir vextir eru í dag hærri en þriggja prósenta viðmið Seðlabankans. Síðastliðin tvö ár hefur raunvaxtastig bankans verið um 1,05 prósent að meðaltali, og því er ekki hægt að segja að aðhald bankans sé að minnka mikið. Auk þess eru vaxtalækkanir bankans einungis að hluta að miðlast í lánskjör heimila og fyrirtækja,“ segir Agnar. „Ég held að bankinn sé ekki að lesa rétt í stöðuna, sérstaklega þá örvun sem núverandi vaxtastig er að gefa hagkerfinu. Það er ofsögum sagt að vaxtalækkanir bankans séu að styðja mikið við hagkerfið enda munu raunvextir bankans að óbreyttu lítið lækka.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Útlit er fyrir að fastir vextir íbúðalána muni hækka þrátt fyrir vaxtalækkunina sem Seðlabanki Íslands greindi frá í gær, að sögn Agnars Tómasar Möller, sjóðsstjóra hjá Júpíter. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að lækka vexti bankans um 0,25 prósent og verða meginvextirnir því þrjú prósent. Vextir bankans hafa lækkað um 1,5 prósent frá því í maí á þessu ári. Skýrt kom fram í tali seðlabankastjóra og aðalhagfræðings að ekki væri útlit fyrir frekari vaxtalækkanir, gangi spár bankans eftir. Þótt vextir Seðlabankans hafa lækkað líkt og búist var við, fóru skilaboðin öfugt ofan í skuldabréfamarkaðinn. „Viðbrögð markaðarins hafa verið á þá leið að raunvextir hafa hækkað nokkuð skarpt, ekki síst á sértryggðum skuldabréfum og öðrum vel tryggum skuldabréfum, og því má reikna með að fastir vextir íbúðalána geti tekið að hækka á ný á næstunni sem og vextir fyrirtækja sem hyggjast fjármagna sig á skuldabréfamarkaði,“ segir Agnar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að á sama tíma og Seðlabankinn sé að lækka vexti sé hann einnig að senda skýr skilaboð um að raunvaxtaaðhald muni ekki lækka horft fram á veginn. Aðhaldsstig Seðlabankans hverju sinni er mælt með svokölluðum virkum vöxtum Seðlabankans að frádreginni verðbólgu, það er svokallað raunvaxtastig peningastefnunnar. Agnar segir að aðstæður í hagkerfinu hér heima og erlendis stýri að mestu hvert hæfilegt aðhaldsstig sé hverju sinni ásamt verðbólguvæntingum. Hann bendir á að bankinn spái 2,2 prósenta verðbólgu eftir eitt ár sem er aðeins hærra en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til sama tíma. „Haldist vextir bankans óbreyttir og verðbólguspá bankans og markaðarins rætist, mun því raunvaxtaaðhald bankans vera um 0,8 prósent, og reyndar nokkuð hærra því virkir vextir eru í dag hærri en þriggja prósenta viðmið Seðlabankans. Síðastliðin tvö ár hefur raunvaxtastig bankans verið um 1,05 prósent að meðaltali, og því er ekki hægt að segja að aðhald bankans sé að minnka mikið. Auk þess eru vaxtalækkanir bankans einungis að hluta að miðlast í lánskjör heimila og fyrirtækja,“ segir Agnar. „Ég held að bankinn sé ekki að lesa rétt í stöðuna, sérstaklega þá örvun sem núverandi vaxtastig er að gefa hagkerfinu. Það er ofsögum sagt að vaxtalækkanir bankans séu að styðja mikið við hagkerfið enda munu raunvextir bankans að óbreyttu lítið lækka.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira