Viðskipti innlent

Tap Sýnar á þriðja ársfjórðungi nam 71 milljón

Andri Eysteinsson skrifar
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er í eigu Sýnar hf.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er í eigu Sýnar hf. Vísir/Hanna

Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019 var samþykktur á stjórnarfundi félagsins í dag 6. nóvember.

Tap Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi nam 71 milljón króna samanborið við 207 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Tapið á fjórðungnum skýrist að mestu vegna einskiptiskostnaðar að fjárhæð 150 m. kr sem samanstendur af uppgjöri á vaxtaskiptasamningi félagsins og starfslokagreiðslum.

Hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nam 384 milljónum króna sem er 135 milljóna króna hækkun frá fyrra ári.

„Uppgjörið er vitnisburður um að við höfum náð tökum á rekstrinum. Nýtt spáferli sem unnið er eftir gefur okkur mun betri mynd af undirliggjandi þáttum og við teljum að það muni leiða til frekari bata í rekstri á næstu fjórðungum,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar hf.

„Sjóðsstreymi 3. ársfjórðungs batnar á milli ára og reksturinn batnar umtalsvert frá öðrum ársfjórðungi. Aðgerðir sem gripið var til í sumar, með endursamningu við birgja og fækkun stöðugilda mun koma fram í rekstri við lok ársins og að fullu á nýju ári.“

Þá voru kaup á upplýsingatækni fyrirtækinu Endor samþykkt af stjórn félagsins. Endor verður dótturfélag fyrirtækisins.

Aðrar niðurstöður árshlutareikningsins voru meðal annars þær að tekjur á þriðja ársfjórðungi 2019 námu 4.878 m.kr. sem er 5,2% lækkun frá sama tímabili 2018. Þá nam EBITDA 1.623 m.kr. á ársfjórðungnum í samanburði við 1.785 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Þá haldast horfur vegna ársins 2019 óbreyttar.

Vísir er í eigu Sýnar hf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
0
2
6.950

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-5,33
17
122.898
SYN
-4,02
19
22.165
KVIKA
-3,93
43
300.769
EIK
-3,75
26
286.164
ICESEA
-3,59
18
69.563
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.