Hækkað heitavatnsverð geti orðið banabiti Lambhaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 10:02 Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga. Fréttablaðið/GVA Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi, sem rekur gróðrarstöðina Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segist íhuga að loka stöðinni vegna mikilla verðhækkana á heitu vatni. Þessu greinir Hafberg frá í viðtali við Bændablaðið í dag. Hafberg segir í samtali við Bændablaðið að frá 1. janúar 2020 muni hann þurfa að greiða 97 prósent meira fyrir heitt vatn en hann gerir nú. Verðið eftir hækkun verði um 120 krónur fyrir rúmmetrann á vatni. Þannig fari 600-800 þúsund króna verðmiðinn á vatninu á mánuði upp í 1,4 milljónir mánaðarlega. „Ef þessi hækkun á heitavatnsverði gengur eftir er aðeins tvennt í stöðunni. Annaðhvort að starfsemin hér leggist af og flytjist annað eða að sett verði upp kyndistöð við Lambhaga sem brenni þá plasti, timburkurli og kolum við háan hita líkt og gert er í Noregi og Danmörku. Mér finnst sorglegt að borgin sé að reyna að ýta okkur í burtu með þessum hætti,“ segir Hafberg í samtali við Bændablaðið. Lambhagi er staðsettur í Úlfarsárdal ofan við Vesturlandsveg en starfsemin á fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Samkvæmt frétt Bændablaðsins telja gróðurhúsin um fimmtán þúsund fermetra og þar vinna að jafnaði um 25 starfsmenn. Fréttastofa hefur sett sig í samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna málsins. Landbúnaður Reykjavík Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35 Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40 Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi, sem rekur gróðrarstöðina Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segist íhuga að loka stöðinni vegna mikilla verðhækkana á heitu vatni. Þessu greinir Hafberg frá í viðtali við Bændablaðið í dag. Hafberg segir í samtali við Bændablaðið að frá 1. janúar 2020 muni hann þurfa að greiða 97 prósent meira fyrir heitt vatn en hann gerir nú. Verðið eftir hækkun verði um 120 krónur fyrir rúmmetrann á vatni. Þannig fari 600-800 þúsund króna verðmiðinn á vatninu á mánuði upp í 1,4 milljónir mánaðarlega. „Ef þessi hækkun á heitavatnsverði gengur eftir er aðeins tvennt í stöðunni. Annaðhvort að starfsemin hér leggist af og flytjist annað eða að sett verði upp kyndistöð við Lambhaga sem brenni þá plasti, timburkurli og kolum við háan hita líkt og gert er í Noregi og Danmörku. Mér finnst sorglegt að borgin sé að reyna að ýta okkur í burtu með þessum hætti,“ segir Hafberg í samtali við Bændablaðið. Lambhagi er staðsettur í Úlfarsárdal ofan við Vesturlandsveg en starfsemin á fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Samkvæmt frétt Bændablaðsins telja gróðurhúsin um fimmtán þúsund fermetra og þar vinna að jafnaði um 25 starfsmenn. Fréttastofa hefur sett sig í samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna málsins.
Landbúnaður Reykjavík Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35 Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40 Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35
Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40
Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00