Viðskipti innlent

Hækkað heitavatnsverð geti orðið banabiti Lambhaga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga.
Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga. Fréttablaðið/GVA

Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi, sem rekur gróðrarstöðina Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segist íhuga að loka stöðinni vegna mikilla verðhækkana á heitu vatni. Þessu greinir Hafberg frá í viðtali við Bændablaðið í dag.

Hafberg segir í samtali við Bændablaðið að frá 1. janúar 2020 muni hann þurfa að greiða 97 prósent meira fyrir heitt vatn en hann gerir nú. Verðið eftir hækkun verði um 120 krónur fyrir rúmmetrann á vatni. Þannig fari 600-800 þúsund króna verðmiðinn á vatninu á mánuði upp í 1,4 milljónir mánaðarlega.

„Ef þessi hækkun á heitavatnsverði gengur eftir er aðeins tvennt í stöðunni. Annaðhvort að starfsemin hér leggist af og flytjist annað eða að sett verði upp kyndistöð við Lambhaga sem brenni þá plasti, timburkurli og kolum við háan hita líkt og gert er í Noregi og Danmörku. Mér finnst sorglegt að borgin sé að reyna að ýta okkur í burtu með þessum hætti,“ segir Hafberg í samtali við Bændablaðið.

Lambhagi er staðsettur í Úlfarsárdal ofan við Vesturlandsveg en starfsemin á fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Samkvæmt frétt Bændablaðsins telja gróðurhúsin um fimmtán þúsund fermetra og þar vinna að jafnaði um 25 starfsmenn.

Fréttastofa hefur sett sig í samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna málsins.


Tengdar fréttir

Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði

Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum.

Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra

Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.