Viðskipti innlent

Claire til BBA/Fjeldco

Hörður Ægisson skrifar
Claire Broomhead var áður eigandi LOGOS.
Claire Broomhead var áður eigandi LOGOS.

Enski lögmaðurinn Claire Broomhead, sem hefur undanfarin ár verið eigandi hjá LOGOS og starfað á skrifstofu lögmannsstofunnar í London, hefur gengið til liðs við BBA/Fjeldco sem eigandi. Ráðning Claire er sögð styrkja enn frekar alþjóðlega starfsemi stofunnar en hún varð til við sameiningu BBA Legal og Fjeldsted & Blöndal fyrr í haust.

Fyrir á skrifstofu BBA/Fjeldco í London er hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Þór Þórarinsson en hann starfaði áður um árabil með Claire á LOGOS.

Claire hefur umfangsmikla reynslu af fyrirtækjalögfræði, samrunum og kaupum og sölum fyrirtækja, fjárhagslegri endurskipulagningu félaga og almennri ráðgjöf við fyrirtæki, og hefur unnið að mörgum af stærstu viðskiptaverkefnum á Íslandi síðan 2011. Hún vann áður hjá Mallesons Stephen Jaques í Sydney í Ástralíu og Ever­sheeds í Leeds á Englandi.

Aðrir helstu hluthafar BBA/Fjeldco eru meðal annars Baldvin Björn Haraldsson, Halldór Karl Halldórsson, sem er jafnframt framkvæmdastjóri stofunnar, og Einar Baldvin Árnason. Samanlögð velta BBA og Fjeldco var um 860 milljónir í fyrra. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.