Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 15:04 Play leitar ekki lengur að rauðklæddum leikfélögum. Play Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ákveðið að ráða enga „leikfélaga“ eins og til stóð, heldur reiða sig frekar á „þjónustuhetjur.“ Play var kynnt til leiks í gær og hefur þegar hafið leit að starfsfólki. Upplýsingafulltrúi flugfélagsins, María Margrét Jóhannsdóttir, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir að ráðið verði í um 200 stöðugildi á næstu mánuðum. Nú þegar, sólarhring eftir að opnað var fyrir umsóknir, hafi næstum 1000 manns sótt um starf hjá Play.Athygli vöktu starfsheitin sem bitist er um hjá flugfélaginu. Til að mynda leitar Play að „söluséní,“ „markaðsgúrú,“ „orðsnillingum“ og „talnaglöggvurum.“ Þeir fjölmiðlar sem gerðu sér mat úr starfsheitunum í gær settu hins vegar flestir leitina að „leikfélögum“ í fyrirsagnir sínar.Lýsing á starfi leikfélaga sem Play birti í gær.Ætla má að fjölmiðafólki hafi þótt það áhugaverðast enda eru „leikfélagar“ eitthvað sem til þessa hefur helst mátt finna á blöðum tímaritsins Playboy, enda eru forsíðustúlkur þess kallaðar „Playboy Playmates.“ Nú er hins vegar enga leikfélaga að finna á umsóknarsíðu flugfélagsins. Leikfélögum Play var ætlað að „ræða við viðskiptavini á samfélagsmiðlum, í pósti og á netspjalli“ og gegna þannig hlutverki þess sem kalla mætti þjónustufulltrúa. Nú er það hlutskipti ætlað „þjónustuhetjum.“ Upplýsingafulltrúinn María Margrét segir að starfsheitabreytinguna megi líklega rekja til þess að „leikfélagi“ þótti ekki lýsa starfinu nógu vel. „Þjónustuhetja lýsir klárlega betur innihaldi starfsins,“ segir María. Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ákveðið að ráða enga „leikfélaga“ eins og til stóð, heldur reiða sig frekar á „þjónustuhetjur.“ Play var kynnt til leiks í gær og hefur þegar hafið leit að starfsfólki. Upplýsingafulltrúi flugfélagsins, María Margrét Jóhannsdóttir, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir að ráðið verði í um 200 stöðugildi á næstu mánuðum. Nú þegar, sólarhring eftir að opnað var fyrir umsóknir, hafi næstum 1000 manns sótt um starf hjá Play.Athygli vöktu starfsheitin sem bitist er um hjá flugfélaginu. Til að mynda leitar Play að „söluséní,“ „markaðsgúrú,“ „orðsnillingum“ og „talnaglöggvurum.“ Þeir fjölmiðlar sem gerðu sér mat úr starfsheitunum í gær settu hins vegar flestir leitina að „leikfélögum“ í fyrirsagnir sínar.Lýsing á starfi leikfélaga sem Play birti í gær.Ætla má að fjölmiðafólki hafi þótt það áhugaverðast enda eru „leikfélagar“ eitthvað sem til þessa hefur helst mátt finna á blöðum tímaritsins Playboy, enda eru forsíðustúlkur þess kallaðar „Playboy Playmates.“ Nú er hins vegar enga leikfélaga að finna á umsóknarsíðu flugfélagsins. Leikfélögum Play var ætlað að „ræða við viðskiptavini á samfélagsmiðlum, í pósti og á netspjalli“ og gegna þannig hlutverki þess sem kalla mætti þjónustufulltrúa. Nú er það hlutskipti ætlað „þjónustuhetjum.“ Upplýsingafulltrúinn María Margrét segir að starfsheitabreytinguna megi líklega rekja til þess að „leikfélagi“ þótti ekki lýsa starfinu nógu vel. „Þjónustuhetja lýsir klárlega betur innihaldi starfsins,“ segir María.
Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur