Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 15:04 Play leitar ekki lengur að rauðklæddum leikfélögum. Play Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ákveðið að ráða enga „leikfélaga“ eins og til stóð, heldur reiða sig frekar á „þjónustuhetjur.“ Play var kynnt til leiks í gær og hefur þegar hafið leit að starfsfólki. Upplýsingafulltrúi flugfélagsins, María Margrét Jóhannsdóttir, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir að ráðið verði í um 200 stöðugildi á næstu mánuðum. Nú þegar, sólarhring eftir að opnað var fyrir umsóknir, hafi næstum 1000 manns sótt um starf hjá Play.Athygli vöktu starfsheitin sem bitist er um hjá flugfélaginu. Til að mynda leitar Play að „söluséní,“ „markaðsgúrú,“ „orðsnillingum“ og „talnaglöggvurum.“ Þeir fjölmiðlar sem gerðu sér mat úr starfsheitunum í gær settu hins vegar flestir leitina að „leikfélögum“ í fyrirsagnir sínar.Lýsing á starfi leikfélaga sem Play birti í gær.Ætla má að fjölmiðafólki hafi þótt það áhugaverðast enda eru „leikfélagar“ eitthvað sem til þessa hefur helst mátt finna á blöðum tímaritsins Playboy, enda eru forsíðustúlkur þess kallaðar „Playboy Playmates.“ Nú er hins vegar enga leikfélaga að finna á umsóknarsíðu flugfélagsins. Leikfélögum Play var ætlað að „ræða við viðskiptavini á samfélagsmiðlum, í pósti og á netspjalli“ og gegna þannig hlutverki þess sem kalla mætti þjónustufulltrúa. Nú er það hlutskipti ætlað „þjónustuhetjum.“ Upplýsingafulltrúinn María Margrét segir að starfsheitabreytinguna megi líklega rekja til þess að „leikfélagi“ þótti ekki lýsa starfinu nógu vel. „Þjónustuhetja lýsir klárlega betur innihaldi starfsins,“ segir María. Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ákveðið að ráða enga „leikfélaga“ eins og til stóð, heldur reiða sig frekar á „þjónustuhetjur.“ Play var kynnt til leiks í gær og hefur þegar hafið leit að starfsfólki. Upplýsingafulltrúi flugfélagsins, María Margrét Jóhannsdóttir, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir að ráðið verði í um 200 stöðugildi á næstu mánuðum. Nú þegar, sólarhring eftir að opnað var fyrir umsóknir, hafi næstum 1000 manns sótt um starf hjá Play.Athygli vöktu starfsheitin sem bitist er um hjá flugfélaginu. Til að mynda leitar Play að „söluséní,“ „markaðsgúrú,“ „orðsnillingum“ og „talnaglöggvurum.“ Þeir fjölmiðlar sem gerðu sér mat úr starfsheitunum í gær settu hins vegar flestir leitina að „leikfélögum“ í fyrirsagnir sínar.Lýsing á starfi leikfélaga sem Play birti í gær.Ætla má að fjölmiðafólki hafi þótt það áhugaverðast enda eru „leikfélagar“ eitthvað sem til þessa hefur helst mátt finna á blöðum tímaritsins Playboy, enda eru forsíðustúlkur þess kallaðar „Playboy Playmates.“ Nú er hins vegar enga leikfélaga að finna á umsóknarsíðu flugfélagsins. Leikfélögum Play var ætlað að „ræða við viðskiptavini á samfélagsmiðlum, í pósti og á netspjalli“ og gegna þannig hlutverki þess sem kalla mætti þjónustufulltrúa. Nú er það hlutskipti ætlað „þjónustuhetjum.“ Upplýsingafulltrúinn María Margrét segir að starfsheitabreytinguna megi líklega rekja til þess að „leikfélagi“ þótti ekki lýsa starfinu nógu vel. „Þjónustuhetja lýsir klárlega betur innihaldi starfsins,“ segir María.
Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15