Viðskipti innlent

Samkomulag Kína og Bandaríkjanna um að vinda ofan af tollum

Kjartan Kjartansson skrifar
Bandaríkin og Kína hafa skipst á að leggja tolla á vörur að andvirði hundruð milljarða dollara undanfarin misseri. Nú virðist vera að rofa til í viðskiptastríði þeirra.
Bandaríkin og Kína hafa skipst á að leggja tolla á vörur að andvirði hundruð milljarða dollara undanfarin misseri. Nú virðist vera að rofa til í viðskiptastríði þeirra. Vísir/AP
Kínversk stjórnvöld segjast hafa náð saman við Bandaríkjastjórn um að byrjað að vinda ofan af tollum sem ríkin tvö hafa lagt á vörur hvors annars í áföngum. Enn á þó eftir að semja um hvenær fyrsti áfangi tollaafnámsins gæti hafist.Viðskiptastríð hefur geisað á milli Kína og Bandaríkjanna eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti byrjaði að leggja tolla á innfluttar kínverskar vörur, stundum með þeim rökum að þær ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna.Í yfirlýsingu kínverska viðskiptaráðuneytisins í dag kemur fram að ríkin tvö hafi fallist á að fella niður tollar á vörur hvors annars. Enn á eftir að semja um hversu miklu af tollunum verður aflétt í fyrsta áfanga og hvenær það gæti gerst, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar.Gao Feng, talsmaður viðskiptaráðuneytisins, segir að bæði ríki verði að fella niður tolla á sama tíma og að sama andvirði til að samningur um fyrsta áfanga náist.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,16
86
219.613
ICESEA
2,07
4
14.514
HAGA
1,8
14
402.202
SYN
1,56
1
17.316
TM
1,52
12
161.273

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,25
2
16.042
MAREL
-0,67
15
327.657
LEQ
-0,58
1
821
BRIM
-0,47
1
457
KVIKA
-0,36
11
79.273
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.