Viðskipti innlent

Samkomulag Kína og Bandaríkjanna um að vinda ofan af tollum

Kjartan Kjartansson skrifar
Bandaríkin og Kína hafa skipst á að leggja tolla á vörur að andvirði hundruð milljarða dollara undanfarin misseri. Nú virðist vera að rofa til í viðskiptastríði þeirra.
Bandaríkin og Kína hafa skipst á að leggja tolla á vörur að andvirði hundruð milljarða dollara undanfarin misseri. Nú virðist vera að rofa til í viðskiptastríði þeirra. Vísir/AP

Kínversk stjórnvöld segjast hafa náð saman við Bandaríkjastjórn um að byrjað að vinda ofan af tollum sem ríkin tvö hafa lagt á vörur hvors annars í áföngum. Enn á þó eftir að semja um hvenær fyrsti áfangi tollaafnámsins gæti hafist.

Viðskiptastríð hefur geisað á milli Kína og Bandaríkjanna eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti byrjaði að leggja tolla á innfluttar kínverskar vörur, stundum með þeim rökum að þær ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Í yfirlýsingu kínverska viðskiptaráðuneytisins í dag kemur fram að ríkin tvö hafi fallist á að fella niður tollar á vörur hvors annars. Enn á eftir að semja um hversu miklu af tollunum verður aflétt í fyrsta áfanga og hvenær það gæti gerst, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar.

Gao Feng, talsmaður viðskiptaráðuneytisins, segir að bæði ríki verði að fella niður tolla á sama tíma og að sama andvirði til að samningur um fyrsta áfanga náist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.