Grínaðist með að Skúli hefði getað frestað hruninu til 2010 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 15:32 Ásgeir Jónsson er að stimpla sig inn sem seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir en hefð er fyrir því að seðlabankastjóri heiðri samkomuna og fari yfir stöðu mála í efnahags- og peningamálum. Ásta Sigríður Fjeldsted, formaður Viðskiptaráðs, vísaði til orða Ásgeirs á Twitter í morgun. Þar hafði hún eftir seðlabankastjóra: „Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008.“,,Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008” https://t.co/lx2eIYSAGX— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) November 7, 2019 Samkvæmt heimildum Vísis var töluvert hlegið þegar Ásgeir hafði uppi þessi orðin. Ásgeir hafði meðal annars verið að ræða áhrifin af breyttri stöðu hagkerfisins og ferðamannasveiflunnar. Öllum hafi verið augljóst að um brandara væri að ræða en Ásgeir er greinilega að vísa til þess að Skúla, stofnanda og fyrrverandi forstjóra flugfélagsins WOW air, hafi tekist að fresta gjaldþroti WOW air þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu í lengri tíma. Þá höfðu gestir á orði muninn á stíl Ásgeirs, hins nýja seðlabankastjóra, og forvera hans Más Guðmundssonar. Már hefði alltaf lesið fyrirfram skrifaðar ræður á fundinum. Ásgeir hefði hins vegar rölt um sviðið og talað út frá glærum sem hann birti. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, segir á Facebook að stemmningin á fundinum hafi verið notaleg. „Kynningarefnið var fræðandi og skemmtilegt, aukin sátt ríkir um peningastefnuna og svo var hlegið talsvert meira en áður. Hagfræðin þarf því ekki alltaf að vera hin „döpru vísindi“.“ Hrunið Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir en hefð er fyrir því að seðlabankastjóri heiðri samkomuna og fari yfir stöðu mála í efnahags- og peningamálum. Ásta Sigríður Fjeldsted, formaður Viðskiptaráðs, vísaði til orða Ásgeirs á Twitter í morgun. Þar hafði hún eftir seðlabankastjóra: „Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008.“,,Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008” https://t.co/lx2eIYSAGX— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) November 7, 2019 Samkvæmt heimildum Vísis var töluvert hlegið þegar Ásgeir hafði uppi þessi orðin. Ásgeir hafði meðal annars verið að ræða áhrifin af breyttri stöðu hagkerfisins og ferðamannasveiflunnar. Öllum hafi verið augljóst að um brandara væri að ræða en Ásgeir er greinilega að vísa til þess að Skúla, stofnanda og fyrrverandi forstjóra flugfélagsins WOW air, hafi tekist að fresta gjaldþroti WOW air þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu í lengri tíma. Þá höfðu gestir á orði muninn á stíl Ásgeirs, hins nýja seðlabankastjóra, og forvera hans Más Guðmundssonar. Már hefði alltaf lesið fyrirfram skrifaðar ræður á fundinum. Ásgeir hefði hins vegar rölt um sviðið og talað út frá glærum sem hann birti. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, segir á Facebook að stemmningin á fundinum hafi verið notaleg. „Kynningarefnið var fræðandi og skemmtilegt, aukin sátt ríkir um peningastefnuna og svo var hlegið talsvert meira en áður. Hagfræðin þarf því ekki alltaf að vera hin „döpru vísindi“.“
Hrunið Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira