Viðskipti innlent

Íslandsbanki auglýsir á baksíðu kvennablaðs

Jakob Bjarnar skrifar
Í kvennablaðinu á finna tvo karlmenn sem eru Bjarni Benediktsson og svo fyrirsætu í auglýsingu Íslandsbanka sem er á baksíðu blaðsins.
Í kvennablaðinu á finna tvo karlmenn sem eru Bjarni Benediktsson og svo fyrirsætu í auglýsingu Íslandsbanka sem er á baksíðu blaðsins.

Auður er blað Sjálfstæðiskvenna og kom út í dag. Að sögn Sigríðar Á. Andersen, formanns utanríkisnefndar Alþingis, er það „stútfullt af viðtölum við konur úr ýmsum áttum og um allskonar.“

Sjálf skrifar Sigríður pistil í blaðið þar sem hún lýsir til dæmis þeirri breytingu sem hún telur að orðið hafi á hinum „svokölluðu frelsismálum frá því ég hóf þátttöku í stjórnmálum“.

Á forsíðu blaðsins, sem er hið glæsilegasta, eru þær konur úr ranni Sjálfstæðisflokksins sem nú gegna ráðherraembættum; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, en ritstjóri blaðsins er Erla Tryggvadóttir.

Blaðið er hið glæsilegasta en forsíðustúlkurnar eru ráðherrarnir Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún.

Víst er blaðið kvenlægt, þar er aðeins tvo karla að finna. Bjarni Benediktsson formaður flokksins kemur stuttlega við sögu aftarlega í blaðinu og á baksíðu má sjá annan karl ónefndan. Hann er fyrirsæta í auglýsingu Íslandsbanka sem kaupir dýrasta auglýsingaplássið sem í boði er.

Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að Íslandsbanki hafi skorið upp herör gegn þeim miðlum hvar ekki er gætt tilhlýðilegs kynjahalla. Óhætt er að segja að málið hafi vakið verulega athygli.

„Kröfurnar sem við setjum eru þær að ef um mikinn kynjahalla er að ræða þá viljum við gera athugasemdir við það. Við erum búin að flagga við þá aðila. Við ætlum ekki að gefa það upp hverjir það eru. En, við erum að taka upp gögn og erum í viðræðum um það,“ sagði Edda Hermannsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka þá meðal annars í samtali við Vísi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.