Viðskipti innlent

Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá blaðamannafundi Play í Perlunni í gær. Á mynd eru Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og lögfræðisviðs, Arnar Már Magnússon forstjóri og Sveinn Ingi Steinþórsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs.
Frá blaðamannafundi Play í Perlunni í gær. Á mynd eru Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og lögfræðisviðs, Arnar Már Magnússon forstjóri og Sveinn Ingi Steinþórsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Vísir/vilhelm

Í hádeginu í dag höfðu hátt í þúsund starfsumsóknir borist flugfélaginu Play, sem formlega var hleypt af stokkunum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play.

Flugfélagið var kynnt á blaðamannafundi í gær og verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum. Gert er ráð fyrir því að flotinn verði tíu vélar innan þriggja ára.

Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt, og þær telji nú samtals hátt í þúsund. Þá hafi um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista hjá Play.

„Það er ánægjulegt að sjá hversu vel okkur hefur verið tekið. Mikill áhugi er á að starfa hjá fyrirtækinu sem er mjög hvetjandi og ljóst er að fólk vill fá nýjan valkost í flugi,” er haft eftir Arnari Má Magnússyni, forstjóra Play í tilkynningu.

Til stendur að ráða fjölda starfsmanna á næstu vikum, bæði skrifstofustarfsfólk og áhafnarmeðlimi. Reiknað er með að starfsmannafjöldinn verði á bilinu tvö til þrjú hundruð manns næsta sumar. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í gær að starfsfólkið fái greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum.


Tengdar fréttir

Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika

Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag.

WAB air verður Play

Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.