Viðskipti innlent

Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá blaðamannafundi Play í Perlunni í gær. Á mynd eru Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og lögfræðisviðs, Arnar Már Magnússon forstjóri og Sveinn Ingi Steinþórsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs.
Frá blaðamannafundi Play í Perlunni í gær. Á mynd eru Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og lögfræðisviðs, Arnar Már Magnússon forstjóri og Sveinn Ingi Steinþórsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Vísir/vilhelm
Í hádeginu í dag höfðu hátt í þúsund starfsumsóknir borist flugfélaginu Play, sem formlega var hleypt af stokkunum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play.

Flugfélagið var kynnt á blaðamannafundi í gær og verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum. Gert er ráð fyrir því að flotinn verði tíu vélar innan þriggja ára.

Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt, og þær telji nú samtals hátt í þúsund. Þá hafi um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista hjá Play.

„Það er ánægjulegt að sjá hversu vel okkur hefur verið tekið. Mikill áhugi er á að starfa hjá fyrirtækinu sem er mjög hvetjandi og ljóst er að fólk vill fá nýjan valkost í flugi,” er haft eftir Arnari Má Magnússyni, forstjóra Play í tilkynningu.

Til stendur að ráða fjölda starfsmanna á næstu vikum, bæði skrifstofustarfsfólk og áhafnarmeðlimi. Reiknað er með að starfsmannafjöldinn verði á bilinu tvö til þrjú hundruð manns næsta sumar. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í gær að starfsfólkið fái greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum.


Tengdar fréttir

Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika

Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag.

WAB air verður Play

Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.