Viðskipti innlent

Hækka lánshæfismat Íslands

Eiður Þór Árnason skrifar
Moody's hækkaði einnig þak á skuldum og innstæðum í innlendri mynt úr A1 í Aa3.
Moody's hækkaði einnig þak á skuldum og innstæðum í innlendri mynt úr A1 í Aa3. Fréttablaðið/Stefán

Matsfyrirtækið Moody's hækkaði í gær lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Meginástæður þessa er sagðar vera að útlit sé fyrir áframhaldandi lækkun skulda ríkissjóðs og aukinn viðnámsþrótt efnahagslífsins sem eykur þol hagkerfisins gagnvart efnahagsáföllum.

Matsfyrirtækið hækkaði lánshæfiseinkunnina um eitt þrep í A2 úr A3 og segir horfur hér á landi vera stöðugar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Moody's sem vísað er til á vef stjórnarráðsins. Matsfyrirtækið bendir á að skuldir ríkisins hafi lækkað verulega frá árinu 2011 og að innleiðing laga um opinber fjármál og bætt umgjörð ríkisfjármála sé líkleg til að varðveita þann árangur.

Í frétt stjórnarráðsins kemur fram að einkunn ríkissjóðs sé nú sambærileg hjá matsfyrirtækjunum Moody‘s, Fitch og Standard & Poor‘s sem meti lánshæfi ríkissjóðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.