Vilja rækta papaja og mangó í Ölfusi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 06:15 Íslenskir bananar í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Fréttablaðið/Vilhelm Félagið Paradise Farms og sveitarfélagið Ölfus hafa ákveðið að ganga frá viljayfirlýsingu um að félagið fái leigða allt að 50 hektara sem ætlaðir verði undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. „Félagið hyggst fyrst um sinn framleiða tómata, kál, paprikur og annað hefðbundið grænmeti og bæta síðan við framleiðslu á mangó, avocado, bönunum, papaya og fleira,“ segir um áformin í fundargerð sveitarstjórnar Ölfuss. „Við erum að velta fyrir okkur hvort við getum gert Ísland að matvælalandi heimsins,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms sem sagt er stefna að fimm þúsund tonna framleiðslu fyrsta árið og horfa sérstaklega til útflutnings.“ Erlendir fjárfestar standa að félaginu. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir eitt hundrað þúsund fermetrum undir gleri – með stækkunarmöguleika upp í fimm hundruð þúsund fermetra sem samsvarar áðurnefndum 50 hekturum. „Það þarf ríflegt olnbogapláss ef þetta á að verða að veruleika,“ segir hann. Aðspurður hvort raunhæft sé að rækta hér hinar suðrænu ávaxtategundir sem fyrr eru nefndar kveður Gunnar það háð orkuverði. Óformlegar viðræður hafi átt sér stað um það atriði. „Þetta snýst um það að við fáum orku, bæði rafmagn og heitt vatn, á skynsamlegu verði,“ segir hann. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, bendir á að mannkynið þurfi á næstu fjörutíu árum að framleiða jafn mikið af matvælum og næstu átta þúsund árin þar á undan. Ölfus hafi mikla sérstöðu og hafi þá stefnu að marka sér sérstöðu í framleiðslu á umhverfisvænum matvælum. „Hér erum við með 730 ferkílómetra af landi og stóran hluta á lágsléttu. Við erum með sennilega stærstu vatnsgeyma í jörðu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Og við erum með eitt orkuríkasta svæði landsins og svo erum við með inn- og útflutningshöfn.“ Sveitarstjórn Ölfuss hefur einnig samþykkt að skrifa undir viljayfirlýsingu um að skoða möguleika á að félagið Iceland Circular fái úthlutað allt að 50 hektara lóð. „Á lóðinni stefnir Iceland Circular að því að byggja upp umhverfisvæna iðngarða til matvælaframleiðslu þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi,“ segir um áætlanir Iceland Circular. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Félagið Paradise Farms og sveitarfélagið Ölfus hafa ákveðið að ganga frá viljayfirlýsingu um að félagið fái leigða allt að 50 hektara sem ætlaðir verði undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. „Félagið hyggst fyrst um sinn framleiða tómata, kál, paprikur og annað hefðbundið grænmeti og bæta síðan við framleiðslu á mangó, avocado, bönunum, papaya og fleira,“ segir um áformin í fundargerð sveitarstjórnar Ölfuss. „Við erum að velta fyrir okkur hvort við getum gert Ísland að matvælalandi heimsins,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms sem sagt er stefna að fimm þúsund tonna framleiðslu fyrsta árið og horfa sérstaklega til útflutnings.“ Erlendir fjárfestar standa að félaginu. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir eitt hundrað þúsund fermetrum undir gleri – með stækkunarmöguleika upp í fimm hundruð þúsund fermetra sem samsvarar áðurnefndum 50 hekturum. „Það þarf ríflegt olnbogapláss ef þetta á að verða að veruleika,“ segir hann. Aðspurður hvort raunhæft sé að rækta hér hinar suðrænu ávaxtategundir sem fyrr eru nefndar kveður Gunnar það háð orkuverði. Óformlegar viðræður hafi átt sér stað um það atriði. „Þetta snýst um það að við fáum orku, bæði rafmagn og heitt vatn, á skynsamlegu verði,“ segir hann. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, bendir á að mannkynið þurfi á næstu fjörutíu árum að framleiða jafn mikið af matvælum og næstu átta þúsund árin þar á undan. Ölfus hafi mikla sérstöðu og hafi þá stefnu að marka sér sérstöðu í framleiðslu á umhverfisvænum matvælum. „Hér erum við með 730 ferkílómetra af landi og stóran hluta á lágsléttu. Við erum með sennilega stærstu vatnsgeyma í jörðu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Og við erum með eitt orkuríkasta svæði landsins og svo erum við með inn- og útflutningshöfn.“ Sveitarstjórn Ölfuss hefur einnig samþykkt að skrifa undir viljayfirlýsingu um að skoða möguleika á að félagið Iceland Circular fái úthlutað allt að 50 hektara lóð. „Á lóðinni stefnir Iceland Circular að því að byggja upp umhverfisvæna iðngarða til matvælaframleiðslu þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi,“ segir um áætlanir Iceland Circular.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur