Viðskipti innlent

Valdimar Karl nýr fjármálastjóri Heimkaupa

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Valdimar Karl Sigurðsson.
Valdimar Karl Sigurðsson. Mynd/Wedo
Valdimar Karl Sigurðsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá Wedo ehf. sem rekur vefverslunina Heimkaup.is, Hópkaup og Bland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.Valdimar hefur síðustu rúm níu ár starfað hjá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu KPMG, á endurskoðunarsviði á árunum 2010-2016 og frá árinu 2016 á ráðgjafarsviði.Valdimar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja og M.Sc. gráðu í reikningshaldi og endurskoðun.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.