Fleiri fréttir

Gagnrýna ófyrirsjáanleika Seðlabanka

Stýrivextir hafa lækkað um 0,75 prósent á árinu. Vaxtalækkunin í gær kom greiningaraðilum töluvert á óvart. Greining Íslandsbanka gagnrýnir ófyrirsjáanleika sem hefur einkennt síðustu ákvarðanir Seðlabankans.

Ógjöfult ár á innlendum hlutabréfamarkaði

Það sem af er ári hefur úrvalsvísitalan lækkað um sjö prósent leiðrétt fyrir arðgreiðslum. Um er að ræða viðsnúning milli ára en árið 2015 var 49 prósenta ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði.

Að þessu leituðu Íslendingar árið 2016

Fréttablaðið lítur yfir vinsælustu leitarorð Íslendinga á árinu sem er að líða. Samkvæmt gögnum frá Google eru það Iceland, Google og Reykjavík. Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, er langvinsælastur á meðal fræga fólksins.

Már: Hægt að bregðast við örum vexti ferðaþjónustu telji menn hann vandamál

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að mikill og hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setji mikinn þrýsting á hagkerfið og styrking krónunnar sé aðallega til komin vegna hans. Ekki sé við peningastefnuna að sakast. Stjórnvöld hafi úrræði til að bregðast við örum vexti ef þau skilgreini hann sem vandamál.

WOW air fær fyrsta Græna ljós Orkusölunnar

Með Grænu ljósi er öll raforkusala vottuð 100 prósent endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli en tilgangur upprunaábyrgðakerfisins er að auka hlut endurnýjanlegrar orku í Evrópu.

What Works ráðstefnan að nýju í Reykjavík

Ákveðið hefur verið að Reykjavík verði í annað sinn vettvangur alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem saman koma helstu leiðtogar úr háskólum, stjórnmálum og viðskiptalífi heimsins.

Heimabankinn getur orðið dýrari fyrir suma

Frá og með áramótum falla auðkennislyklar úr gildi og við taka rafræn skilrík hjá Arion banka og Íslandsbanka, Landsbankinn hætti að nota auðkennislykla fyrir fjórum árum.

Já opnar vefverslun

Já.is opnar fyrir viðskipti á vef sínum í dag. Um er að ræða viðskiptalausn sem þróuð var í samstarfi við Valitor.

Notum kreditkortið mun oftar en aðrir

Í samanburði við tuttugu Evrópulönd er sérstaða Íslands greinileg hvað varðar notkun á kreditkortum við kaup á vörum og þjónustu. Norðmaður greiðir helmingi oftar með debetkorti en við. Víða í Evrópu er kreditkortið svo gott sem

Ungt fólk í skuldafeni

Hlutfall ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara hefur tekið kipp í ár. Neysluskuldir setja fólk í vanda. Umboðsmaður skuldara hefur áhyggjur.

Tug milljarða viðskipti Alvogen með flensulyf

Alvogen áætlar að selja samheitalyf flensulyfsins Tamiflu fyrir tugi milljarða. Mun spara bandarískum neytendum 56 milljarða króna á næstu mánuðum. Þetta er stærsti áfangi Alvogen til þessa. 180 vísindamenn starfa hjá Alvogen.

Engin svör berast frá skilanefnd Glitnis

Fyrrverandi formenn skilanefndar Glitnis, þau Steinunn Guðbjartsdóttir og Árni Tómasson, geta ekki fjallað um einstök mál tengd Glitni, enda þeim óheimilt.

Ríkið þyrst í vodkann

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir skattlagningu á áfengi vera komna út úr öllu korti. Um 94 prósent af verði vodkaflösku renna í ríkissjóð.

Telur Eyjafjörð í orkusvelti

„Það virðist hafa myndast þverpólitísk samstaða um að Eyjafjörður og jafnvel Norðurland allt skuli vera orkusvelt til framtíðar,“ segir Þröstur Friðfinnsson.

Ræddu riftanir á úttektum auðmanna

Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar.

Sjá næstu 50 fréttir