Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2016 09:44 Jenný Ruth, Helga og Hekla. Mynd/Aðsend Framundan eru töluverðar breytingar hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins því þær Helga Valfells, Hekla Arnardóttir og Jenný Ruth Hrafnsdóttir, hafa sagt störfum sínum lausum og eru í viðræðum við fjárfesta um stofnun nýs sjóðs, Crowberry Capital slhf. Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. Hekla og Jenný Ruth hafa verið fjárfestingastjórar hjá NSA en Helga framkvæmdastjóri. Fram kemur í tilkynningu að undanfarin misseri hafi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti haft til skoðunar breytingar á stefnu NSA með það að markmiði að auka fjármagn til ungra vaxtarfyrirtækja. NSA hefur ekki fengið fjárframlög til fjárfestingar frá ríkissjóði síðustu ár en hefur á síðustu 7 árum selt fyrirtæki úr eignasafni fyrir um það bil 3 milljarða sem nýtt hefur verið til fjárfestingar í ungum fyrirtækjum. Það er álit NSA að þörf sé á meira fjármagni á fyrstu stigum nýsköpunar. Fjárfestingarumhverfi nýsköpunar byggir á samstarfi um uppbyggingu þekkingarfyrirtækja framtíðarinnar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett það á stefnuskrá að NSA leggi í meira mæli áherslu á fjárfestingu í framtakssjóðum sem leggja áherslu á nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Standa vonir til að þannig megi ná þátttöku annarra stofnanafjárfesta, eins og lífeyrissjóða, í þetta mikilvæga verkefni. Þekking íslenskra frumkvöðla hefur aukist mikið á síðustu árum og það eru mörg sprotafyrirtæki að verða til. Með aðkomu reyndra fjárfesta geta orðið til enn fleiri öflug og arðbær fyrirtæki. Samanlagt hafa þær Helga, Hekla og Jenný áratuga langa reynslu af fjárfestingum og stjórnarsetu í nýsköpunarfyrirtækjum. Til að gæta hagsmuna þeirra fyrirtækja þar sem Helga, Hekla og Jenný sitja í stjórn munu þær vinna að afmörkuðum verkefnum fyrir NSA á næstu mánuðum. Staða framkvæmdastjóra NSA verður auglýst á nýju ári og mun nýr framkvæmdastjóri fá það hlutverk að efla starf sjóðsins enn frekar og leiða hann inn í nýja tíma á grunni nýrrar stefnu. „Það er ávallt fagnaðarefni þegar fólk tekur það skref að stofna ný fyrirtæki, þó að vissulega sé það mikil blóðtaka fyrir sjóðinn að missa þessar öflugu konur. Ég lít svo á að það sé meðal hlutverka Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins að auka þekkingu á sérhæfðum fjárfestingum hér á landi og segja má að með því að þrír starfsmenn fari nú yfir í einkageirann þá höfum við komið til móts við það hlutverk. Ég óska Helgu, Heklu og Jennýju allra heilla í því verðuga verkefni að setja á fót fjárfestingarsjóð. Það hefur lengi verið eitt af baráttumálum hugverka- og tækniiðnaðarins á Íslandi að fá slíkan sjóð. NSA mun áfram gegna lykilhlutverki í fjárfestingum í nýsköpun á Íslandi og mun kappkosta að styðja vel hin öflugu fyrirtæki sem eru í eignasafni sjóðsins. Það er einnig áhugavert að sjóðurinn færi sig í auknum mæli yfir í fjárfestingar í sjóðum í samvinnu við fagfjárfesta. Þannig má auka enn frekar fjármagn til fjárfestinga í vaxtarfyrirtækjum á Íslandi,“ segir Almar Guðmundsson, formaður stjórnar NSA, í tilkynningu. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Framundan eru töluverðar breytingar hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins því þær Helga Valfells, Hekla Arnardóttir og Jenný Ruth Hrafnsdóttir, hafa sagt störfum sínum lausum og eru í viðræðum við fjárfesta um stofnun nýs sjóðs, Crowberry Capital slhf. Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. Hekla og Jenný Ruth hafa verið fjárfestingastjórar hjá NSA en Helga framkvæmdastjóri. Fram kemur í tilkynningu að undanfarin misseri hafi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti haft til skoðunar breytingar á stefnu NSA með það að markmiði að auka fjármagn til ungra vaxtarfyrirtækja. NSA hefur ekki fengið fjárframlög til fjárfestingar frá ríkissjóði síðustu ár en hefur á síðustu 7 árum selt fyrirtæki úr eignasafni fyrir um það bil 3 milljarða sem nýtt hefur verið til fjárfestingar í ungum fyrirtækjum. Það er álit NSA að þörf sé á meira fjármagni á fyrstu stigum nýsköpunar. Fjárfestingarumhverfi nýsköpunar byggir á samstarfi um uppbyggingu þekkingarfyrirtækja framtíðarinnar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett það á stefnuskrá að NSA leggi í meira mæli áherslu á fjárfestingu í framtakssjóðum sem leggja áherslu á nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Standa vonir til að þannig megi ná þátttöku annarra stofnanafjárfesta, eins og lífeyrissjóða, í þetta mikilvæga verkefni. Þekking íslenskra frumkvöðla hefur aukist mikið á síðustu árum og það eru mörg sprotafyrirtæki að verða til. Með aðkomu reyndra fjárfesta geta orðið til enn fleiri öflug og arðbær fyrirtæki. Samanlagt hafa þær Helga, Hekla og Jenný áratuga langa reynslu af fjárfestingum og stjórnarsetu í nýsköpunarfyrirtækjum. Til að gæta hagsmuna þeirra fyrirtækja þar sem Helga, Hekla og Jenný sitja í stjórn munu þær vinna að afmörkuðum verkefnum fyrir NSA á næstu mánuðum. Staða framkvæmdastjóra NSA verður auglýst á nýju ári og mun nýr framkvæmdastjóri fá það hlutverk að efla starf sjóðsins enn frekar og leiða hann inn í nýja tíma á grunni nýrrar stefnu. „Það er ávallt fagnaðarefni þegar fólk tekur það skref að stofna ný fyrirtæki, þó að vissulega sé það mikil blóðtaka fyrir sjóðinn að missa þessar öflugu konur. Ég lít svo á að það sé meðal hlutverka Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins að auka þekkingu á sérhæfðum fjárfestingum hér á landi og segja má að með því að þrír starfsmenn fari nú yfir í einkageirann þá höfum við komið til móts við það hlutverk. Ég óska Helgu, Heklu og Jennýju allra heilla í því verðuga verkefni að setja á fót fjárfestingarsjóð. Það hefur lengi verið eitt af baráttumálum hugverka- og tækniiðnaðarins á Íslandi að fá slíkan sjóð. NSA mun áfram gegna lykilhlutverki í fjárfestingum í nýsköpun á Íslandi og mun kappkosta að styðja vel hin öflugu fyrirtæki sem eru í eignasafni sjóðsins. Það er einnig áhugavert að sjóðurinn færi sig í auknum mæli yfir í fjárfestingar í sjóðum í samvinnu við fagfjárfesta. Þannig má auka enn frekar fjármagn til fjárfestinga í vaxtarfyrirtækjum á Íslandi,“ segir Almar Guðmundsson, formaður stjórnar NSA, í tilkynningu.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira