Styrking krónunnar étur upp hagnað og fælir störf úr landi Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2016 19:30 Talsmenn sjávarútvegs og ferðaþjónustu vara við því að annað efnahagshrun sé í uppsiglingu verði ekki brugðist við stöðugri styrkingu krónunnar. Kallað er eftir því að gengið verði fryst, enda geti hækkandi verð í ferðaþjónustu leitt til fækkunar ferðamanna og að fullvinnsla fiskafurða gæti flust úr landi. Ísland varð vinsælt ferðamannaland strax upp úr hruni, kannski ekki hvað síst vegna falls krónunnar, sem gerði það hagstætt fyrir ferðamenn að koma til Íslands. En nú er staðan orðin þannig vegna styrkingar krónunnar að bæði fiskútflytjendur og ferðaþjónustan kveinka sér undan gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst gagnvart helstu gjaldmiðlum um tæp sautján prósent á síðustu mánuðum og um 30 prósent gagnvart breska pundinu sem er mikilvægasta útflutningsland fyrir íslenskar sjávarafurðir. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segir krónuna stærsta áhrifaþáttinn í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem lengi hafi vakið athygli á þessari óheillaþróun. „Sextán prósent styrking frá byrjun árs hefur auðvitað veruleg áhrif á fyrirtæki sem eru í útflutningi eins og íslenskur sjávarútvegur. Útflutningur er að miklu leyti til Bretlands, Evrópu og Bandaríkjanna,“ segir Heiðrún Lind. Sum fyrirtæki séu komin í þá stöðu að útflutningurinn standi rétt undir sér. „Það sem getur gerst í þessari stöðu er líka að við förum að hætta að vinna vöruna hér heima,“ segir hún. Þannig myndi virðisauki og störf tapast út úr landinu sem yrði hvorki gott fyrir útvegsfyrirtækin né samfélagið. Það sé lítið hlustað á ábendingar sjávarútvegsins í þessum efnum. „En í þetta skiptið held ég að áhrifin séu enn meiri vegna þess að við erum auðvitað komin með aðra grunnstoð undir efnahagslífið sem er ferðaþjónustan. Hún kveinkar sér auðvitað líka ásamt öðrum útflutningsgreinum. Og þetta er auðvitað ein stærsta áskorunin sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir held ég núna,“ segir Heiðrún Lind. Friðrik Pálsson ferðafrömuður og hótelstjóri á hótel Rangá segir styrkingu krónunnar þegar hafa valdið skaða í ferðaþjónustunni. „Það hafa auðvitað orðið gríðarlegar hækkanir hér innanlands og ferðamaðurinn finnur vel fyrir því. Ég vil aðallega leggja áherslu á að þessi gengisstyrking sé byggð á afskaplega veikum grunni,“ segir Friðrik. Hann vill láta frysta gengi krónunnar og segir að með sama áframhaldi stefni í annað hrun. Heiðrún Lind og Friðrik segja bæði að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa sé of mikill þannig að lífeyrissjóðir nýti sér ekki einu sinni heimildir til að fara með fé úr landi. Seðlabankinn verði að skoða alvarlega hvað hægt sé að gera. „Og auðvitað koma í veg fyrir að hér verði einhvers konar hrun númer tvö,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Talsmenn sjávarútvegs og ferðaþjónustu vara við því að annað efnahagshrun sé í uppsiglingu verði ekki brugðist við stöðugri styrkingu krónunnar. Kallað er eftir því að gengið verði fryst, enda geti hækkandi verð í ferðaþjónustu leitt til fækkunar ferðamanna og að fullvinnsla fiskafurða gæti flust úr landi. Ísland varð vinsælt ferðamannaland strax upp úr hruni, kannski ekki hvað síst vegna falls krónunnar, sem gerði það hagstætt fyrir ferðamenn að koma til Íslands. En nú er staðan orðin þannig vegna styrkingar krónunnar að bæði fiskútflytjendur og ferðaþjónustan kveinka sér undan gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst gagnvart helstu gjaldmiðlum um tæp sautján prósent á síðustu mánuðum og um 30 prósent gagnvart breska pundinu sem er mikilvægasta útflutningsland fyrir íslenskar sjávarafurðir. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segir krónuna stærsta áhrifaþáttinn í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem lengi hafi vakið athygli á þessari óheillaþróun. „Sextán prósent styrking frá byrjun árs hefur auðvitað veruleg áhrif á fyrirtæki sem eru í útflutningi eins og íslenskur sjávarútvegur. Útflutningur er að miklu leyti til Bretlands, Evrópu og Bandaríkjanna,“ segir Heiðrún Lind. Sum fyrirtæki séu komin í þá stöðu að útflutningurinn standi rétt undir sér. „Það sem getur gerst í þessari stöðu er líka að við förum að hætta að vinna vöruna hér heima,“ segir hún. Þannig myndi virðisauki og störf tapast út úr landinu sem yrði hvorki gott fyrir útvegsfyrirtækin né samfélagið. Það sé lítið hlustað á ábendingar sjávarútvegsins í þessum efnum. „En í þetta skiptið held ég að áhrifin séu enn meiri vegna þess að við erum auðvitað komin með aðra grunnstoð undir efnahagslífið sem er ferðaþjónustan. Hún kveinkar sér auðvitað líka ásamt öðrum útflutningsgreinum. Og þetta er auðvitað ein stærsta áskorunin sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir held ég núna,“ segir Heiðrún Lind. Friðrik Pálsson ferðafrömuður og hótelstjóri á hótel Rangá segir styrkingu krónunnar þegar hafa valdið skaða í ferðaþjónustunni. „Það hafa auðvitað orðið gríðarlegar hækkanir hér innanlands og ferðamaðurinn finnur vel fyrir því. Ég vil aðallega leggja áherslu á að þessi gengisstyrking sé byggð á afskaplega veikum grunni,“ segir Friðrik. Hann vill láta frysta gengi krónunnar og segir að með sama áframhaldi stefni í annað hrun. Heiðrún Lind og Friðrik segja bæði að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa sé of mikill þannig að lífeyrissjóðir nýti sér ekki einu sinni heimildir til að fara með fé úr landi. Seðlabankinn verði að skoða alvarlega hvað hægt sé að gera. „Og auðvitað koma í veg fyrir að hér verði einhvers konar hrun númer tvö,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira