What Works ráðstefnan að nýju í Reykjavík Hafliði Helgason skrifar 14. desember 2016 11:00 Michael Porter var gestur á síðustu What Works ráðstefnu, en hann er einn þekktasti fræðimaður á sviði viðskipta í heiminum og eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Vonir aðstandenda ráðstefnunnar standa til þess að hún verði árlegur viðburður og mótvægi við ráðstefnuna í Davos þar sem leiðtogar í heimi viðskipta- og efnahagslífs hittast árlega. Vísir/Anton Brink Í apríl næstkomandi verður Reykjavík annað árið í röð vettvangur stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu um hvaða aðferðir gefast best til að efla félagslegar framfarir. Síðastliðið vor var Harvard-prófessorinn Michael Porter aðalframsögumaður ráðstefnunnar, sem kallast What Works og fór fram í Hörpu. Til grundvallar er mælikvarðinn um félagslegar framfarir (Social Progress Index), sem er nýleg aðferð til að mæla hagsæld þjóða. Mælikvarðinn er tekinn saman af stofnuninni Social Progress Imperative sem hefur aðsetur í Washington og London „Við vonum svo sannarlega að þetta sé komið til að vera,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognito og fulltrúi SPI á Íslandi sem hefur veg og vanda af ráðstefnunni hér á landi. Hún segir að á ráðstefnuna sé von á helstu leiðtogum úr háskólum, stjórnmálum og viðskiptalífi heimsins á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar. Endanlegur listi fyrirlesara liggur ekki fyrir, en búast má við að þungavigtarfólk í fræðum, stjórnmálum og viðskiptum mæti á ráðstefnuna sem mun standa í þrjá daga. What Works ráðstefnan er hugsuð sem ákveðið mótvægi við hina árlegu Davos-ráðstefnu þar sem athyglin er fyrst og fremst á hagstærðir og efnahagsskipan þjóða í stað þess að skoða hvað það er sem stuðlar að því að þegnunum líði vel í heild. Rósbjörg segir þetta brennandi málefni á tímum þegar óvissa á heimsvísu fari vaxandi í stjórnmálum, efnahagsmálum og samfélagsmálum. „Hugmyndafræðin að baki SPI-mælikvarðanum er að setja á oddinn það sem skiptir tilveru fólks mestu máli, þar á meðal er aðgangur að heilsugæslu, menntun, hagkvæmu húsnæði og staða jafnréttismála og trúfrelsis,“ segir Rósbjörg Hún segir að ástæða þess að Reykjavík hafi orðið fyrir valinu sé sterk staða Íslands á listanum. „Ísland hefur verið í úrvalsflokki.“ Auk framsöguerinda og skoðunar á dæmum um vel heppnaðar aðgerðir, verða opnar umræður og vinnuhópar á ráðstefnunni. Þátttakendur munu kynnast nýjum aðferðum og lausnum sem stuðla að félagslegum framförum. Bakhjarlar ráðstefnunnar eru innlendir og erlendir, en meðal íslenskra bakhjarla eru forsætisráðuneytið, Arion banki og Deloitte. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Í apríl næstkomandi verður Reykjavík annað árið í röð vettvangur stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu um hvaða aðferðir gefast best til að efla félagslegar framfarir. Síðastliðið vor var Harvard-prófessorinn Michael Porter aðalframsögumaður ráðstefnunnar, sem kallast What Works og fór fram í Hörpu. Til grundvallar er mælikvarðinn um félagslegar framfarir (Social Progress Index), sem er nýleg aðferð til að mæla hagsæld þjóða. Mælikvarðinn er tekinn saman af stofnuninni Social Progress Imperative sem hefur aðsetur í Washington og London „Við vonum svo sannarlega að þetta sé komið til að vera,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognito og fulltrúi SPI á Íslandi sem hefur veg og vanda af ráðstefnunni hér á landi. Hún segir að á ráðstefnuna sé von á helstu leiðtogum úr háskólum, stjórnmálum og viðskiptalífi heimsins á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar. Endanlegur listi fyrirlesara liggur ekki fyrir, en búast má við að þungavigtarfólk í fræðum, stjórnmálum og viðskiptum mæti á ráðstefnuna sem mun standa í þrjá daga. What Works ráðstefnan er hugsuð sem ákveðið mótvægi við hina árlegu Davos-ráðstefnu þar sem athyglin er fyrst og fremst á hagstærðir og efnahagsskipan þjóða í stað þess að skoða hvað það er sem stuðlar að því að þegnunum líði vel í heild. Rósbjörg segir þetta brennandi málefni á tímum þegar óvissa á heimsvísu fari vaxandi í stjórnmálum, efnahagsmálum og samfélagsmálum. „Hugmyndafræðin að baki SPI-mælikvarðanum er að setja á oddinn það sem skiptir tilveru fólks mestu máli, þar á meðal er aðgangur að heilsugæslu, menntun, hagkvæmu húsnæði og staða jafnréttismála og trúfrelsis,“ segir Rósbjörg Hún segir að ástæða þess að Reykjavík hafi orðið fyrir valinu sé sterk staða Íslands á listanum. „Ísland hefur verið í úrvalsflokki.“ Auk framsöguerinda og skoðunar á dæmum um vel heppnaðar aðgerðir, verða opnar umræður og vinnuhópar á ráðstefnunni. Þátttakendur munu kynnast nýjum aðferðum og lausnum sem stuðla að félagslegum framförum. Bakhjarlar ráðstefnunnar eru innlendir og erlendir, en meðal íslenskra bakhjarla eru forsætisráðuneytið, Arion banki og Deloitte.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira