Tug milljarða viðskipti Alvogen með flensulyf Hafliði Helgason skrifar 12. desember 2016 09:00 Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvogen. Mynd/Aðsend Lyfjafyrirtækið Alvogen, sem stofnað var af Róberti Wessman árið 2009, hefur sett fyrstu samheitaútgáfu af flensulyfinu Tamiflu á markað í Bandaríkjunum. Þetta er stærsta markaðssetning Alvogen til þessa. Þetta þýðir að Alvogen verður eitt á markaði með flensulyf ásamt frumlyfinu næstu mánuði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru árlegar rekstrartekjur Alvogen komnar yfir 100 milljarða króna og má búast við að tekjur af flensulyfinu hlaupi á tugum milljarða.Flensulyfið Tamiflu er vinsælt á bandarískum markaði.Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri, segir Bandaríkjamarkað stærsta lyfjamarkað heims og þar vilji allir vera. Hann segir að unnið hafi verið að þróun og skráningu lyfsins frá 2010 og því ánægjulegt að það sé komið í sölu. „Markaðssetning Tamiflu er stærsti áfangi fyrirtækisins frá stofnun og ánægjulegt að geta stuðlað að því að bandarískir neytendur fái nú mun ódýrari valkost fyrir meðferð við flensu,“ segir Róbert. Áætla má að sparnaður bandarískra neytenda á næstu mánuðum með innkomu lyfsins nemi 500 milljónum dollara eða sem nemur 56 milljörðum króna. Róbert segir mikla samkeppni á markaðnum en fyrirtækinu hafi tekist að skapa sér sterka stöðu á markaði gegnum sérhæft lyfjasafn sem samanstendur af lyfjum sem eru erfið í þróun og því minni samkeppni um. Alvogen tók yfir tvö bandarísk lyfjafyrirtæki á árinu og opnaði nýtt hátæknisetur þar sem starfa 180 vísindamenn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen, sem stofnað var af Róberti Wessman árið 2009, hefur sett fyrstu samheitaútgáfu af flensulyfinu Tamiflu á markað í Bandaríkjunum. Þetta er stærsta markaðssetning Alvogen til þessa. Þetta þýðir að Alvogen verður eitt á markaði með flensulyf ásamt frumlyfinu næstu mánuði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru árlegar rekstrartekjur Alvogen komnar yfir 100 milljarða króna og má búast við að tekjur af flensulyfinu hlaupi á tugum milljarða.Flensulyfið Tamiflu er vinsælt á bandarískum markaði.Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri, segir Bandaríkjamarkað stærsta lyfjamarkað heims og þar vilji allir vera. Hann segir að unnið hafi verið að þróun og skráningu lyfsins frá 2010 og því ánægjulegt að það sé komið í sölu. „Markaðssetning Tamiflu er stærsti áfangi fyrirtækisins frá stofnun og ánægjulegt að geta stuðlað að því að bandarískir neytendur fái nú mun ódýrari valkost fyrir meðferð við flensu,“ segir Róbert. Áætla má að sparnaður bandarískra neytenda á næstu mánuðum með innkomu lyfsins nemi 500 milljónum dollara eða sem nemur 56 milljörðum króna. Róbert segir mikla samkeppni á markaðnum en fyrirtækinu hafi tekist að skapa sér sterka stöðu á markaði gegnum sérhæft lyfjasafn sem samanstendur af lyfjum sem eru erfið í þróun og því minni samkeppni um. Alvogen tók yfir tvö bandarísk lyfjafyrirtæki á árinu og opnaði nýtt hátæknisetur þar sem starfa 180 vísindamenn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent