Már: Hægt að bregðast við örum vexti ferðaþjónustu telji menn hann vandamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. desember 2016 19:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að mikill og hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setji mikinn þrýsting á hagkerfið og styrking krónunnar sé aðallega til komin vegna hans. Ekki sé við peningastefnuna að sakast. Stjórnvöld hafi úrræði til að bregðast við örum vexti ef þau skilgreini hann sem vandamál. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa áhyggjur af of mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Bandaríkjadollar kostaði 129 krónur fyrir sléttu ári en kostar 112 krónur núna. Það er lækkkun upp á rúm 13 prósent. Evran kostaði 141 krónu fyrir sléttu ári en kostar 119 krónur núna. Það er veiking evru gagnvart krónu um 15,8 prósent. Hér má líka nefna sterlingspundið sem hefur lækkað um hátt í 30 prósent á árinu gagnvart krónu. Á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrr í þessum mánuði lýstu eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu áhyggjum af öðru hruni í efnahagslífinu vegna of mikillar gengisstyrkingar og kölluðu eftir því að Seðlabankinn festi gengið til að afstýra því. „Þessi styrking á krónunni hefur ekkert með peningastefnuna að gera. Hún hefur hins vegar allt með ferðaþjónustuna að gera. Stjórnvöld geta dregið úr þeim mikla þrýstingi sem er á hagkerfið í gegnum þann hraða vöxt sem þar er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir að stjórnvöld hafi ýmist tæki til að hægja á of hröðum vexti ef menn skilgreini hann á annað borð sem vandamál. „Það hefur mjög mikið að segja hvað það er mikið framboð af ódýru flugi til landsins. Þar hafa menn kannski eitthvað svigrúm. Stefnan varðandi AirBnb er miklu frjálslyndari en víða annars staðar, það setur álag á húsnæðismarkaðinn og stuðlar að gjaldeyrisinnflæði. Ríkisfjármálin gætu veitt meiri stuðning og svona má halda áfram. Þarna væri verið að gera eitthvað sem raunverulega myndi skipta máli til að draga úr þessari áhættu, ef menn hafa áhyggjur af henni.“ Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að mikill og hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setji mikinn þrýsting á hagkerfið og styrking krónunnar sé aðallega til komin vegna hans. Ekki sé við peningastefnuna að sakast. Stjórnvöld hafi úrræði til að bregðast við örum vexti ef þau skilgreini hann sem vandamál. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa áhyggjur af of mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Bandaríkjadollar kostaði 129 krónur fyrir sléttu ári en kostar 112 krónur núna. Það er lækkkun upp á rúm 13 prósent. Evran kostaði 141 krónu fyrir sléttu ári en kostar 119 krónur núna. Það er veiking evru gagnvart krónu um 15,8 prósent. Hér má líka nefna sterlingspundið sem hefur lækkað um hátt í 30 prósent á árinu gagnvart krónu. Á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrr í þessum mánuði lýstu eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu áhyggjum af öðru hruni í efnahagslífinu vegna of mikillar gengisstyrkingar og kölluðu eftir því að Seðlabankinn festi gengið til að afstýra því. „Þessi styrking á krónunni hefur ekkert með peningastefnuna að gera. Hún hefur hins vegar allt með ferðaþjónustuna að gera. Stjórnvöld geta dregið úr þeim mikla þrýstingi sem er á hagkerfið í gegnum þann hraða vöxt sem þar er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir að stjórnvöld hafi ýmist tæki til að hægja á of hröðum vexti ef menn skilgreini hann á annað borð sem vandamál. „Það hefur mjög mikið að segja hvað það er mikið framboð af ódýru flugi til landsins. Þar hafa menn kannski eitthvað svigrúm. Stefnan varðandi AirBnb er miklu frjálslyndari en víða annars staðar, það setur álag á húsnæðismarkaðinn og stuðlar að gjaldeyrisinnflæði. Ríkisfjármálin gætu veitt meiri stuðning og svona má halda áfram. Þarna væri verið að gera eitthvað sem raunverulega myndi skipta máli til að draga úr þessari áhættu, ef menn hafa áhyggjur af henni.“
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent