Már: Hægt að bregðast við örum vexti ferðaþjónustu telji menn hann vandamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. desember 2016 19:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að mikill og hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setji mikinn þrýsting á hagkerfið og styrking krónunnar sé aðallega til komin vegna hans. Ekki sé við peningastefnuna að sakast. Stjórnvöld hafi úrræði til að bregðast við örum vexti ef þau skilgreini hann sem vandamál. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa áhyggjur af of mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Bandaríkjadollar kostaði 129 krónur fyrir sléttu ári en kostar 112 krónur núna. Það er lækkkun upp á rúm 13 prósent. Evran kostaði 141 krónu fyrir sléttu ári en kostar 119 krónur núna. Það er veiking evru gagnvart krónu um 15,8 prósent. Hér má líka nefna sterlingspundið sem hefur lækkað um hátt í 30 prósent á árinu gagnvart krónu. Á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrr í þessum mánuði lýstu eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu áhyggjum af öðru hruni í efnahagslífinu vegna of mikillar gengisstyrkingar og kölluðu eftir því að Seðlabankinn festi gengið til að afstýra því. „Þessi styrking á krónunni hefur ekkert með peningastefnuna að gera. Hún hefur hins vegar allt með ferðaþjónustuna að gera. Stjórnvöld geta dregið úr þeim mikla þrýstingi sem er á hagkerfið í gegnum þann hraða vöxt sem þar er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir að stjórnvöld hafi ýmist tæki til að hægja á of hröðum vexti ef menn skilgreini hann á annað borð sem vandamál. „Það hefur mjög mikið að segja hvað það er mikið framboð af ódýru flugi til landsins. Þar hafa menn kannski eitthvað svigrúm. Stefnan varðandi AirBnb er miklu frjálslyndari en víða annars staðar, það setur álag á húsnæðismarkaðinn og stuðlar að gjaldeyrisinnflæði. Ríkisfjármálin gætu veitt meiri stuðning og svona má halda áfram. Þarna væri verið að gera eitthvað sem raunverulega myndi skipta máli til að draga úr þessari áhættu, ef menn hafa áhyggjur af henni.“ Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að mikill og hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setji mikinn þrýsting á hagkerfið og styrking krónunnar sé aðallega til komin vegna hans. Ekki sé við peningastefnuna að sakast. Stjórnvöld hafi úrræði til að bregðast við örum vexti ef þau skilgreini hann sem vandamál. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa áhyggjur af of mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Bandaríkjadollar kostaði 129 krónur fyrir sléttu ári en kostar 112 krónur núna. Það er lækkkun upp á rúm 13 prósent. Evran kostaði 141 krónu fyrir sléttu ári en kostar 119 krónur núna. Það er veiking evru gagnvart krónu um 15,8 prósent. Hér má líka nefna sterlingspundið sem hefur lækkað um hátt í 30 prósent á árinu gagnvart krónu. Á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrr í þessum mánuði lýstu eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu áhyggjum af öðru hruni í efnahagslífinu vegna of mikillar gengisstyrkingar og kölluðu eftir því að Seðlabankinn festi gengið til að afstýra því. „Þessi styrking á krónunni hefur ekkert með peningastefnuna að gera. Hún hefur hins vegar allt með ferðaþjónustuna að gera. Stjórnvöld geta dregið úr þeim mikla þrýstingi sem er á hagkerfið í gegnum þann hraða vöxt sem þar er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir að stjórnvöld hafi ýmist tæki til að hægja á of hröðum vexti ef menn skilgreini hann á annað borð sem vandamál. „Það hefur mjög mikið að segja hvað það er mikið framboð af ódýru flugi til landsins. Þar hafa menn kannski eitthvað svigrúm. Stefnan varðandi AirBnb er miklu frjálslyndari en víða annars staðar, það setur álag á húsnæðismarkaðinn og stuðlar að gjaldeyrisinnflæði. Ríkisfjármálin gætu veitt meiri stuðning og svona má halda áfram. Þarna væri verið að gera eitthvað sem raunverulega myndi skipta máli til að draga úr þessari áhættu, ef menn hafa áhyggjur af henni.“
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira