Már: Hægt að bregðast við örum vexti ferðaþjónustu telji menn hann vandamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. desember 2016 19:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að mikill og hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setji mikinn þrýsting á hagkerfið og styrking krónunnar sé aðallega til komin vegna hans. Ekki sé við peningastefnuna að sakast. Stjórnvöld hafi úrræði til að bregðast við örum vexti ef þau skilgreini hann sem vandamál. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa áhyggjur af of mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Bandaríkjadollar kostaði 129 krónur fyrir sléttu ári en kostar 112 krónur núna. Það er lækkkun upp á rúm 13 prósent. Evran kostaði 141 krónu fyrir sléttu ári en kostar 119 krónur núna. Það er veiking evru gagnvart krónu um 15,8 prósent. Hér má líka nefna sterlingspundið sem hefur lækkað um hátt í 30 prósent á árinu gagnvart krónu. Á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrr í þessum mánuði lýstu eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu áhyggjum af öðru hruni í efnahagslífinu vegna of mikillar gengisstyrkingar og kölluðu eftir því að Seðlabankinn festi gengið til að afstýra því. „Þessi styrking á krónunni hefur ekkert með peningastefnuna að gera. Hún hefur hins vegar allt með ferðaþjónustuna að gera. Stjórnvöld geta dregið úr þeim mikla þrýstingi sem er á hagkerfið í gegnum þann hraða vöxt sem þar er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir að stjórnvöld hafi ýmist tæki til að hægja á of hröðum vexti ef menn skilgreini hann á annað borð sem vandamál. „Það hefur mjög mikið að segja hvað það er mikið framboð af ódýru flugi til landsins. Þar hafa menn kannski eitthvað svigrúm. Stefnan varðandi AirBnb er miklu frjálslyndari en víða annars staðar, það setur álag á húsnæðismarkaðinn og stuðlar að gjaldeyrisinnflæði. Ríkisfjármálin gætu veitt meiri stuðning og svona má halda áfram. Þarna væri verið að gera eitthvað sem raunverulega myndi skipta máli til að draga úr þessari áhættu, ef menn hafa áhyggjur af henni.“ Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að mikill og hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setji mikinn þrýsting á hagkerfið og styrking krónunnar sé aðallega til komin vegna hans. Ekki sé við peningastefnuna að sakast. Stjórnvöld hafi úrræði til að bregðast við örum vexti ef þau skilgreini hann sem vandamál. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa áhyggjur af of mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Bandaríkjadollar kostaði 129 krónur fyrir sléttu ári en kostar 112 krónur núna. Það er lækkkun upp á rúm 13 prósent. Evran kostaði 141 krónu fyrir sléttu ári en kostar 119 krónur núna. Það er veiking evru gagnvart krónu um 15,8 prósent. Hér má líka nefna sterlingspundið sem hefur lækkað um hátt í 30 prósent á árinu gagnvart krónu. Á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrr í þessum mánuði lýstu eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu áhyggjum af öðru hruni í efnahagslífinu vegna of mikillar gengisstyrkingar og kölluðu eftir því að Seðlabankinn festi gengið til að afstýra því. „Þessi styrking á krónunni hefur ekkert með peningastefnuna að gera. Hún hefur hins vegar allt með ferðaþjónustuna að gera. Stjórnvöld geta dregið úr þeim mikla þrýstingi sem er á hagkerfið í gegnum þann hraða vöxt sem þar er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir að stjórnvöld hafi ýmist tæki til að hægja á of hröðum vexti ef menn skilgreini hann á annað borð sem vandamál. „Það hefur mjög mikið að segja hvað það er mikið framboð af ódýru flugi til landsins. Þar hafa menn kannski eitthvað svigrúm. Stefnan varðandi AirBnb er miklu frjálslyndari en víða annars staðar, það setur álag á húsnæðismarkaðinn og stuðlar að gjaldeyrisinnflæði. Ríkisfjármálin gætu veitt meiri stuðning og svona má halda áfram. Þarna væri verið að gera eitthvað sem raunverulega myndi skipta máli til að draga úr þessari áhættu, ef menn hafa áhyggjur af henni.“
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira